Allt er gott sem endar vel!!!!
28.4.2008 | 07:33
Hrakfallabálkurinn ég lenti í ævintýri heldur óskemmtilegu fyrir viku síðan. Það festist kjúklingabein í hálsinum á mér í hádegismatnum. Ég var úti í sveit með vinafólki og þau vissu ekki hvaðan stóð á sig veðrið þegar ég stóð upp hóstandi og ælandi að reyna að ná beininu upp. En allt kom fyrir ekki, hringt var í 112 en þar var okkur sagt þar sem ég andaði og það var í góðu, ætti að bruna með mig á næsta spítala. Þar var sko beðið, röntgen svo beðið eftir háls-nef og eyrnalækni og endalaus bið en með speglun var beininu svo náð upp rúmum 2klst síðar, þvílík kvöl!!! En þá var það sko ekki búið okkur var sagt að koma 2 tímum seinna til að vita hvort að það hefði komið sár. Við drifum okkur að koma krökkunum fyrir og að koma fólkinu heim úr sveitinni, ég mátti hvorki borða né drekka. Síðan þegar þeir stungu slöngunni niður aftur kom í ljós þessi ljóti skurður á vélindanu!! Viti menn ég að eyða nóttinni á bráðavaktinni á spítalanum, mér var bannað að drekka né borða þannig það þurfti að setja vökva í æð og þar þurfti ég að dúsa alla nóttina. Mín kæra vinkona Inma tók börnin með sér heim og þannig endaði það. Þetta var mikil lífsraun en hér er ég og allt í góðu orðið nú, er reyndar búin að vera á fljótandi fæði í heila viku en er byrjuð að prófa að borða og það virðist vera í lagi. Varið ykkur á beinunum þau eru hættuleg!!!
En deginum á undan höfðum við farið að heimsækja Þurý og Steinar til Torrevieja og það var frábært, borðuðum kvöldmat með þeim og svo spiluðum við aðeins en Steinar vinnur alltaf svo að það fór eins og það fór hehehehehe. Takk fyrir okkur.
Vikan er búin að vera tíðindalítil fyrir utan mikið hungur hahhaahha, kemur sér vel fyrir sumarið, bikinilínuna. Reyndar keppti ég í padel á þriðjudeginum, gat nú ekki sleppt því hehehe en tapaði 6-0, 6-1, en við fengum fullt af gjöfum þannig að þetta var bara glæsilegt. Svo sást sjaldséður fiskur hér í Murciu sem heitir Nabila ehhhee, það var frábært að fá hana hún gisti hjá okkur og svo keyrðum við hana aftur til Cehegin. Börnin eru búin að vera með listaviku í skólanum og eru að læra allt um Van Gogh, Picasso og fullt af öðrum málurum sem ég þekkti varla einu sinni, mér finnst það frábært.
Um þessi helgi var svo önnur keppni í Padel og ég keppti með Martin, töpuðum fyrri leiknum 6-0, 6-0 en seinni leikurinn var langur og spennandi og við unnum á endanum. Svo var boðið upp á paellu...(ég borðaði bara grjónin, engin bein takk). Og allt rann í bjór....við skemmtum okkur mjög vel. Svo vorum við boðin í barnaafmæli, bekkjarsystir Ólafs Ketils þannig að laugardagurinn flaug frá okkur í frábæru veðri. Í gær fóru börnin í 3falda fermingu en ég dreif mig sko beint á ströndina með Belen og dóttir henna í Alicante það var bara yndislegt, tókum bara heilmikin lit!!! Fer að setja inn fleiri myndir fljótlega.
Farið vel með ykkur og knús héðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
jiiii þetta hefur verið óþæginleg lífsreynsla með kjúklingabeinið !! En gott að heyra að þetta endaði vel ;)
Sendum knús kveðju frá DK
Didda, Simmi, Aron Blær og Katrín Björt
Didda og Simmi (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:39
Hæ hæ,
Takk fyrir síðast skvísa. Nú erum við komin heim í kuldann á klakanum. Mig langaði nú ekkert heim enda ennþá skítakuldi hér. En það var þó farinn snjórinn úr garðinum svo kannski ætti ég ekki að kvarta.
Leiðinlegt að heyra að þú hafir lent í þessum hremmingum. Þú verður eiginlega að velja þér einhverja aðra megrunaraðferð því þessir hljómar frekar skelfileg :-)
Ég ætlaði að hringja þig áður en við fórum en ekkert varð af því. Stend mig vonandi betur næst skvísa.
Knús Þurý
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:07
Já veistu að ég hugsaði það sama og mundi alltaf eftir að hringja í ykkur á vitlausum tíma...svo gleymdist það alltaf aftur. Já hremmingarnar hefði betur verið nóttina hjá ykkur og borðað eitthvað annað. heheh en þá hefði kannski bara eitthvað annað komið fyrir mig hehehe. Knús
Guðrún Helga Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 20:32
Já mamma sagði nú eitthvað svipað "Segðu henni Guðrúnu að tyggja matinn" það eru víst bara kýr og kindur sem jórtra. En gott að þetta fór allt vel fyrir rest, svo verður maður bara að passa sig á paellunum ef maður skellir sér til Spánar.
Þórey (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 14:12
ji hvað mér hryllti við að lesa um beinraunina, þetta er stórhættulegt. Veit um einn sem dó þegar hann kafnaði á fiskibeini í matarboði. Hjúkket að það fór ekki verra.
Dabba (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.