Padel ...og helgin.

Jæja þetta líður nú á þvílíkum ofsahraða að það er ekki venjulegt.  En ég er búin að skrá mig ásamt vinkonu minni sem æfir með mér padel á mót í næstu viku úff hahahha.  Við eigum líklega eftir að tapa stórt en mestu skiptir að taka þátt er það ekki....heheheh eða það vona ég.  Við spiluðum um síðustu helgi til að æfa okkur og það var mjög gaman töpuðum fyrir köllunum en...skemmtum okkur.  Svo komu íslendingarnir frá Sauðó í heimsókn til okkar, það var æði að fá þau.  Ég kom reyndar seint eða bara um 14,30 og allir orðnir glorhungraðir.  Það var rölt yfir á el Patio sem er góður veitingastaður hér í nánd en þar var allt pakk og ekkert að losna.  Nú þá í hina áttína á stað sem heitir Sokkurinn(El Calcetin) og þar var líka 15mín bið.....svo það var ekkert annað að gera en að fara í Zig Zag sem er staður þar sem er fullt af skyndibita og skemmtistöðum....Tyrkneskur varð fyrir valinu og sem betur fer fengum við borð þar.  Ég bauð fólkinu að fara með þau í bæinn að sýna þeim miðbæinn í Murciu en þau völdu verslunarmiðstöðvarnar....ég var svolítið hissa til að segja eins og er .....hélt að þau væru sko búin að fá nóg af þeim og búðum...mörkuðum og öllu þessu.  En það var fín ferð í Nueva Condomina með þeim.

Það var búið að bjóða mér á rall um kvöldið þannig að ég var í spreng að gera rækjusalat og túnfisksalat sem ég átti að koma með..til að þau fengju að smakka eitthvað íslenskt í partýinu. Og að reyna að vera kurteis við fólkið mitt í leiðinni og vona að þau hafi samt sem áður haft það ágætt hér í Murciu hjá okkur.  Partýið var bara frábært!!!  Það var afmælisdrengur og honum var komið á óvart með pakka sem kona hafði farið ofaní...það var allavegana mikið hlegið, spjallað og dansað.

Á sunnudag var David strákurinn hennar vinkonu minnar fermdur og ég var nú bara ótrúlega vel upplögð fyrir það....svolítið þreytt en þetta hafðist sko vel.  Fengum rosalega góðan mat á stað sem heitir Hispano og þar borðaði ég á mig gat....nú verð ég að fara að minnka þetta át!!!

Svo er vikan búin að vera fín...á fullu í pappírsmálunum mínum fyrir nafnskírteinin krakkana en það er sko búið að vera skrautlegt.  Svo snéri ég mig aðeins í padel á þriðjudaginn en það var mest þann dag en nú er þetta allt í áttina. Gat spilað í dag og bara þokkalega vel.  Á morgun ætlum við að spila og laugardag....veit ekki með sunnudag en við þurfum að æfa okkur fyrir mótið á mánudaginn.  En við ætlum að kíkja á Þurý og Steinar um helgina...og þetta verður fínt.  Knús á línuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta. Gaman að heyra að þér gengur svona líka vel að padelast haha ég veit hvað  það er . Hvernig leist fólkinu á svona salat veit  að þegar ég gerði það úti í Portúgal þá hvar það ogm hvað fólkið var skrýtið þegar það sá kokteilsósu en hún hvar líka .

Knús úr hlýnandi veðurfari  sem er alveg að koma hérna fórum  í sund í gær og fannst sumum það bara gaman

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband