Helgin flaug!!
7.4.2008 | 18:04
Já vikan var frekar fljót að líða reyndar er enn slatti að gera í vinnunni því við erum enn eftir á síðan við vorum með talninguna. Úff sem betur fer sér fyrir endann á þessu eftir að við skilum VSK núna þá held ég að við förum loksins að komast á rétt ról. Sem betur fer ég hef ekki séð í borðið mitt núna síðan fyrir áramót. En semsagt í næstu viku þarf ég að skila skattinum af mér eða fyrir 20. apríl þannig að þetta er að verða búið,....en það er sko ekki þar með sagt að það sé ekki vinna, nei bara að maður heldur í það daglega og er nokkuð rólegri en undanfarið, getur farið að hringja í skuldarana sem hefur sko ekki verið neinn tími til.
Það gleymdist alveg litla prinsessan sem bættist við í þessa fjölskyldu þann 16.mars það er búið að nefna litla krílið Katrínu Björt. Til hamingju sæta fjölskylda í Danmörku og auðvitað afinn og amman í Hafnarfirði þar sem hún var nú líka nefnd í höfðuðið á þeirri ömmu. Stórt knús.
Á laugardaginn var ég eins og óð hæna í tiltektum, mér fannst eins og ég hefði ekki gert neitt á heimilinu fyrir ferðalögum í ár og daga. Þannig að það var sko allt tekið í gegn, gluggar að utan og innan, ryksugað, skúrað og þvegið, næstum dauð eftir daginn en það var þörf á. Ólafur Ketill var svo elskulegur að hann ryksugaði sem betur fer meirihlutann af íbúðinni annars hefði ég nú aldrei komist yfir þetta. Fór svo ógeð seint að sofa en samt ekki mikið syfjuð.
Á sunnudaginn þrátt fyrir að seint hefði verið farið að sofa vöknuðum við öll rúmlega 9, fengum okkur morgunmat og drifum okkur fljótlega á ströndina til Berglindar, Juanma og stelpnanna. Það var bara truflað að fara fyrsta daginn á þessu vori á ströndina, börnin þurftu náttúrulega að vaða sjóinn þangað til að þau bleyttu sig eða alveg upp að nára, brrrrr kalt. Þaðan var rokið til Capo Roig að hitta Lillu, Kalla, Jón, Rakel og Kristínu Báru sem voru svo elskuleg að koma með afmælispakka til okkar og auðvitað páskaeggin!!!! Vorum með þeim fram eftir og það var rosa gaman að sjá þau og eyða þessu litla tíma með þeim, vonum svo innilega að þau geti gefið sér tíma að renna til okkar líka í heimsókn til Murcia. Vorum komin til Murcia um kl 19 hittum þá vinafólk í garði nálægt sem voru með picnic.....eins og ég segi það er sko farið að VORA ehehhe yndislegt. Tölvunördin ég aðstoðaði svo Belen vinkonu að setja upp forrit í tölvunni því hún var að fá internet. En mín var sko alveg búin eftir daginn. Nú byrjar bara ný vika og hún verður örugglega jafnfljót að líða. Knús, væri gaman að fá smá komment, því nóg af fólki kemur og kíkir við....þarf ekki að vera langt bara kvitt. Bæti við myndum frá líðandi helgi. Hafið þið það gott.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ elskan mín. Leiðinlegt að geta ekki talað við þig almennilega í gær en heyrumst fljótlega. Gott að hafa nóg að gera. Málin eru fljótt að jafna sig svoleiðis. En knús úr kuldanum
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 08:24
Hæ Guðrún.
Bara smákvitt .
Sóldís Fjóla
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:16
Hæ dúlla, gott að þið skemmtuð ykkur um helgina. Verð að hrósa þér fyrir að vera svona dugleg að bæta inn nýjum myndum, miklu skemmtilegra að geta fylgst svona með ykkur í myndum líka, ekki bara máli Líka gaman auðvitað að geta njósnað hvað fjölskyldan mín er að bauka þarna úti. Vona að þau kíki á þig svo þau sjái nú hvar þú býrð núna. Jæja þarf að fara að græja og gera fyrir árshátíðina Konna Kalla í kvöld, liðið þarf í sturtu og svona. Heyrumst fljótlega, kossar og knús þangað til ... Þórey og grísirnir
Þórey (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.