Verslunarleiðangur.
19.9.2006 | 19:48
Jább varð náttúrulega að versla smá fyrir brúðkaupið, keypti kjólinn í sumar á Grikklandi hann er RAUÐUR ekkert smá fallegur, hnésíður. Ég keypti mér mjög háhæla skó ekkert smá fallega svona hvíta með steinum yfir ristina og rautt veski við kjólinn. Nú er bara að redda greiðslu fyrir hárið á laugardaginn og þá erum við tilbúin hehe. Verð ekkert smá glæsileg, fékk lánað hjá Henar vinkonu, rosa fallega eyrnalokka, armband og hring, veit ekki hvort ég bæti hálsmeninu við eða....
Ææ kálfarnir, munið sipp æfingarnar hehhehe þær segja til sín, þó að ég sé búin að vera dugleg að hjóla þá er það allt önnur hreyfing en sipp og mér er enn illt í kálfunum hahaha. Hjólaði samt fullt í gær og er alltaf að bæta mig. Reyndar sleppti ég í dag þar sem ég var í bænum að stússast.
Þarf að standa í stappi útaf matsalnum eina ferðina enn.....Jose er búin að lofa að fara með mér að leysa úr málunum, sem betur fer. Reyndar þarf ég nú að fara að gá hvort að ég geti reddað laugardeginum því bróðir Fulgen klikkar á endanum, þeim er boðið út En hlýtur að reddast.
Er mjög pirruð á nágrönnunum, hjónaherbergið þeirra snýr að mínu og viti menn, litli strákurinn þeirra sem er um 3 ára fer ekki að sofa fyrr en eftir miðnætti og það heyrist ekkert smá vel á milli arg Svo vakti hann mig kl rúmlega 6 í morgun, vona að þau verði ekki mikið hérna eða venji drenginn á eitthvað annað.
Vona að allir hafi það gott, já síðurnar Perlu og Ólafs eru í vinnslu en slóðina er að finna hérna við hliðina til vinstri eða http://www.netskoli.is/harrypotter og http://www.netskoli.is/4330 en gefið þessu þolinmæði, lítið sem ekkert komið inn enn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Er búin að fara inn á Netskólann hjá Ólafi og Perlu. Þetta er flott framtak og á örugglega eftir að virka vel. Það er svo frábært að hitta á jafnaldra sína í skólanum sem eiga heima erlendis og eiga kannski fullt af áhugamálum sem þau geta þá deilt saman. Skemmtið þið ykkur nú vel í brúðkaupinu, það verða örugglega einhverjir til að hjálpa með börnin, Ólaf og Perlu.Góða skemmtun, kveðja til allra, mamma.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.9.2006 kl. 20:30
Hæ dúlla
hhehhe sippa jammi það er holt og gott
þú verður glæsileg á laugardaginn og þau geta verið hérna á meðan það verður afmæli hjá rebbu eins og mér fynst það gaman að halda afmæli jahú
love you
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.