Hrakfallabálkurinn minn!!!

Jább ég á 1 stk myndarlegan hrakfallabálk, hún heitir Perla Líf.  Þannig var að á fimmtudaginn fóru gríslingarnir mínir í sund og ég reyndar synti 20 ferðir ógeð dugleg hehe, síðan átti að vera padel en þar sem hafði rignt slatta fyrri part dags var engin tími hundfúlt.  En þegar ég sótti Perlu Líf og Ólaf Ketil var Perla ekki búin að fara í sturtu og sagði mér að hún hefði brotið nöglina á stóru tásunni, það hefði verið þrifið og það hefði verið svolítið vont.  Ég skildi nú ekki upp né niður í þessu veseni útaf brotinni nögl en þegar ég kom heim varð ég vör við afhverju þeir hefðu bannað henni að fara í sturtu.  Þannig var að hún hafði brotið nöglina frá miðju og niður, þar með rifið upp part af henni með rótum og þetta var frekar geðslegt að sjá.  Ég ákvað nú samt að fara ekki með hana til læknis fyrr en daginn eftir, hún svaf bærilega kannski ekki nógu vel vegna hósta sem var farin að versna þannig að það var hentugt að fara að kíkja til læknis.

Daginn eftir var hellidemba við fórum snemma á heilsugæslustöðina en fengum ekki tíma fyrr en rúmlega 11.  Kíktum í vinnuna sem var auðvitað mjög fljótt að líða og við vorum komin til læknis áður en að við vissum af aftur.  Nú fyrst og fremst vildi hann setja hana á pensilín útaf hóstanum, ljót hljóð í brjóstinu svo að hún fengi nú ekki lungabólgu.  Kíkti svo á tánna, hann sendi okkur upp á spítala til að láta skurðlækni kíkja á þetta því hann vildi meina að það þyrfti að taka nöglina.  Þegar við komum upp á spítala þá var röntgenmyndataka, svo aftur kíkt á þetta en svo loksins send til sérfræðingsins sem þurfti að kíkja á þetta til að ákveða hvað skildi gera.  Það var ákveðið að taka nöglina ekki, því þeir segja að það sé verra, þeir settu því rótina aftur á sinn stað með góðri deyfingu og litla daman stóð sig eins og hetja!!! En auðvitað með stórar umbúðir svo ekki komst hún í skó alla helgina og það er nú búið að vera frekar erfitt fyrir njálgrass eins og hana hahahah.  Á morgun á að þrífa þetta aftur og það verður gaman að sjá.

En pabbi Fulgens fór þarna á fimmtudeginum þannig að við erum búin að gista hjá honum um helgina. Í gær kom vinkona mín sem ég hef ekki séð lengi og við borðuðum saman, kjöftuðum á meðan krakkarnir léku sér.  Æi það var rosa notó.  Vonum að næsta vika verði skárri það er nefnilega ekki búið að gera annað en að rigna hér úff.  Vorum að skipta yfir í sængur ummm namm mér finnst það æði.  See later aligator 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litla kerlingin! Vona að henni batni fljótt í tásunni.    P.S. ef það er einhver huggun þá er mígandi rigning hér líka og rok í þokkabót.  Heyrumst svo á skype-inu.  Kossar og knús til ykkar allra, Þórey og grísirnir.

Þórey (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:53

2 identicon

æ hræðilegt að heyra með nöglina

Ég var á svipuðum aldri þegar stóratánöglin rifnaði af mér, það fór allt vel og ekkert að sjá, ný óx bara undir. En hræðilega vont maður, hún er voða dugleg að þola sársaukann svona vel.

Dabba (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það gengur aldeilis á hjá þér en í samúðarskyni vaknaði ég um miðja nótt og var að hugsa um þetta allt saman. Mér finnst Perla Líf (litli hrakfallabálkurinn....fín stelpa) standa sig vel, auðvitað með hjálp mömmu. En sem betur fer lagast nöglin( flott innleggið frá Döbbu um hennar nögl og batahorfurnar) og vonandi asminn, það er nefnilega ekkert grín að vera með asma.

Heyrumst betur á Skypinu, en mér finnst fínt hjá þér að vera í þessu Padel, þó þú hafir (auðvitað óvart) hlaupið á vegg....hehe.

Kveðjur til allra og knús....Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.10.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband