Loksins, loksins komin heim!

Heima er best það er sko á hreinu.  Ætla samt ekki að móðga neinn en ég er yfir mig hamingjusöm yfir að vera komin heim.  Ekki það að það var frábært að koma og hitta ykkur öll og ég skemmti mér mjög vel, einnig gestirnir mínir sem voru svo heppnir að fá geggjað veður allan tímann.

Það er sko búið að vera nóg að gera.  Minn elskulegi Fulgen kom og sótti okkur á flugvöllinn, komum aðeins við í Alicante og fengum okkur (ekki minn uppáhaldsmat) McDonalds, bara til að borða eitthvað.  Keyrðum svo Henar heim og komum okkur heim til mín, kom krökkunum í rúmið og svo var komið að okkur að fara að sofa.  En þá byrjaði Perla Líf með eitthvað vesen, vildi ekki sofa í sínu rúmi og það var nú ekki á dagskránni hjá mér að hafa hana uppí.  En þetta hafðist allt á endanum og við sváfum eins og steinar.  Það var svo gott að kúra loksins með mínum manni, var búin að sakna hans mikið.  Hann fór frekar snemma og þá byrjaði ég að rústa upp úr öllum töskunum var ógeð syfjuð en nennti ekki að hafa heimilið í rúst og allt í töskum.

Fulgen, Paloma og Miguel komu svo og sóttu okkur, okkur var boðið í mat og körfubolta hjá Silviu og Nando.  Spánverjarnir rústuðu Grikkjum og unnu þar með Heimsmeistaratitilinn hehe.  Krakkarnir léku sér, stelpurnar Perla Líf og Maria fóru aðeins í sundlaugina meðan við mömmurnar kjöftuðum.  Æi í raun bara notó, svo borðuðum við kjúlla og fullt af góðgæti.  Eftir að heim kom fór ég að sortera allar skólabækurnar síðan í fyrra og þar áður og bla úff.  Í dag tók svo vinnan við og það var tölvuvesen þar en komst í lag uppúr hádegi sem betur fer, nóg að gera.  Krakkarnir voru með Palomu og Miguel.....skemmtilegu fréttirnar að Miguel er með lús....vona að mín sleppi plís Hlæjandi.

Svo var það stórverslunarleiðangur, held að ég sé búin að afreka að kaupa allar skólabækur og nauðsynlega hluti fyrir skólann.  Það er allavegana mjög lítið sem eftir er. jibbí.

Nú ætla ég mér að hafa það náðugt. Vonandi hafa allir það gott Koss knús plís kvitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til hamingju með heimkomuna. Það er víst örugglega rétt að, heima er best. Það er svo frábært, og reyndar nauðsynlegt stundum að fara í ferðalög, en það er frábært að koma til baka. Össi á afmæli á morgun, fór og náði í góðan bol handa honum. (frumlegt eða hitt þá heldur) þeir standa alltaf fyrir sínu.Bið að heilsa börnunum og öllum öðrum sem ég þekki. Heyrumst mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.9.2006 kl. 20:43

2 identicon

Æi veitt það er sko gott að komast heim til sín enda er það svo sem mans griðarstaður. gagni þér allt í hagin dúlla p.s sendi þér tölvupóst svona frekar óvenjulegann miða við það sem var á undan knús í klessu og kemur þú ekki bara yfir svo næsta sumar í skírnina og hitt ef allt gegnur að óskum love you mua mua

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 11:58

3 identicon

Gott að heyra að þið eruð komin heim í hreiðrið ykkar. Leiðinlegt að sjást ekki oftar en við bætum nú úr því næst :) Bestu kveðjur, Áslaug

Áslaug Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband