Fríið á enda.

Jebb nú erum við að komast aftur á okkar rétta stað.  Er búin að vera með börnin í húsi með vinafólki í Torrevieja núna í 2 vikur. Við þökkum Hrólfi og Sólveigu fyrir allt, það var frábært eins og venjulega að hitta ykkur og eyða þessum tíma saman.  Auðvitað á ég ekki fartölvu fyrir utan að ekkert þráðlaust net í Torrevieja.  Börnin skemmtu sér auðvitað konunglega með krökkunum frá Íslandi hér á Spáni og auðvitað var fullt af uppákomum og mikið stuð í svona stórum hóp.

Við komum tilbaka á föstudaginn en erum búin að vera hérna heima hjá Fulgen síðan.  Samt höfum við ekki stoppað eða nánast ekki.  Búin að vera boðin hingað og þangað til vinafólks í rnágrannabæjum sem eru enn í sumarhúsum við ströndina og þar höfum við eytt dögunum og ekki komið heim fyrr en seint og síðar meir.  Þannig að Fulgen hefur séð lítið af okkur líka.  Höfum hitt t.d. Nabilu, Jose og Chiqui, Adrian einn af bestu vinum Ólafs Ketils hér á Spáni og bara hingað og þangað.  Mjög gott að hafa eitthvað fyrir stafni hér í þessum hita.  Annars er seinnipartur ágústmánaðar búin að vera stórskrítin, það er búið að rigna 3 til 4 daga og svo kemur hitamolla og alveg ótrúlegt.  Jæja vinir og vandamenn, vona að þið séuð ekki búin að gefast upp á okkur því við komumst í eðlilegt horf núna frá og með morgundeginum.  Endilega verið í bandi á skype.  Knús í kremju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Héðan er allt gott að frétta, Örn á afmæli fljótlega og er ég búin að hringja í Kötu og boða komu okkar. Þessi við er heil fjölskylda ásamt undirritaðri og stendur boðið frá kl. 8 á afmælisdaginn.

Hef, að ég held séð þig inni en ekki náð til þín. Gott að heyra að allt er í góðum gír hjá þér og þínum. Heyrumst betur á Skypinu. Knús til allra.Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.9.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Hæ skvísa mín!

Já það er gott að vera í fríi og aldeilis ónauðsynlegt að vera með tölvu með sér þegar svo er. Takk fyrir hamingjuóskirnar með gráðuna. Þetta tókst allt saman voðalega vel nema veðrið var ekki nægilega gott. Það var bara hreinlega kalt þrátt fyrir allar ákvarðanir um annað. En síðan varð voðalega gott veður daginn eftir auðvitað.

Ég var með brauð, pestó, osta, hummus og fullt af góðu áleggi, ávaxta og grænmetisbakka ofl. ásamt kampavíni auðvitað. Var voða stolt af mér að undirbúa þetta allt sjálf og fannst þetta meira segja bara frekar gott hjá mér. Enda hef ég ekki haft sérstakt álit á mér sem kokki og framleiðslustúlku. En maður getur allt sem maður ætlar sér. Síðustu gestir fóru um miðnætti og þetta var ósköp ljúft.  Hefði verið gaman að hafa þig en við höldum okkar eigið partý bara á Spáni.

Við fljúgum á Barcelona og ætluðum að taka þetta rólega niðureftir og skoða landið en við lendum síðan í því að Atlas-liðið vill fá okkur eldsnemma daginn eftir svo það verður eitthvað lítið sofið þá nóttina og verðum að keyra niðureftir um nóttina.

Segi þér betur af þessu á skypinu. Skal reyna að kveikja á tölvunni næstu daga í tilraun að ná þér en annars er varla kveikt á henni eftir að allri verkefnavinnu lauk.

Knús Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband