Ferðalög....jibbý.

Ja hér er ég komin er búin að vera í ferðalagi núna með Fulgen í rúma 8 daga.  Þetta var alveg frábær ferð, við flugum til Brussel þann 1.ágúst.  Þar gistum við í 2 daga, skoðuðum borgina labbandi svo að við hreyfðum okkur.  Síðan lá leiðin Haag og þar vorum við á 4 stjörnu hóteli ekkert smá flottu við hliðina á lestarstöðinni. Borgin var alveg yndisleg, allir á hjólum, það voru þúsundir hjóla fyrir framan lestarstöðina, ekkert smá mikið af hjólum. En veðrið var yndislegt og við skoðuðum borgina á tveimur jafnfljótum, mig langaði nú mikið að leigja hjól en það beið til betri tíma. Þaðan lá leiðin til Amsterdam, við keyptum okkur lestarkort sem virkaði í 3 löndum Belgíu, Luxemborg og Hollandi.  Við ferðuðumst semsagt í lestum og fótgangandi mest.  Við vorum aðeins fyrir utan Amsterdam og þar tókum við hjól á leigu og hjóluðum til Amsterdam sem var alveg rúmlega hálftími á hjóli.  Og fengum okkur að borða og skoðuðum borgina á hjóli, það var ekkert smá gaman.  Við tókum lestina með hjólin tilbaka og vorum mjög þreytt en við fórum seint út að borða á indónesískan veitingastað mjög góðan.  Löbbuðum um rauða hverfið en Fulgen fannst þetta ekkert mjög merkilegt sem ýtti undir móralinn minn ehhe, ég var sko flottari en margar haha. Jæja daginn eftir skoðuðum við meira af Amsterdam, versluðum smá og vorum akkúrat á leiðinni heim á hótel þegar byrjaði að rigna um kl 18.

Brugges var næsti bær sem við fórum til, aftur komin til belgíu í súkkulaðið.  Borgin var algjör álfaborg, hún var yndisleg.  Eldgömul hús, fórum í siglingu þar og sáum við alla borgina, það var æði.  Enduðum svo í Brussel aftur og það var mjög fínt.  Komum svo heim í dag í hitann, borðuðum með tengdó á Benidorm og svo er ég bara okkur klár að fara á ströndina.

Börnin mín eru búin að hafa það frábært á Íslandi en eru að koma á morgun loksins.  Við verðum með Hrólfi, Sólveigu í Torrevieja, hlakkar ekkert smá mikið til.

Takk fyrir börnin allir!!!  Knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Gott að heyra að ferðalag ykkar Fulgens gekk svona vel, gamla góða Evrópa stendur fyrir sínu. Ég talaði við Perlu Líf og Ólaf í gærkvöldi, þau voru spennt að fara í flugið í dag, við förum um hádegismatinn, sagði Perla Líf, hehe. En allt gengur vel á þessum bæ, Nathan stækkar og er farin að segja pabbi eða mjög mikið í þá áttina, allavega skilst það þannig. En bráðum fer að líða að heimferð hjá mér. Það er alltaf fínt að fara heim eftir langa útivist. Skemmtið þið ykkur vel við ströndina, það er vonandi kaldara en í Murcia á þessum tíma, enda leggja allir á flótta þaðan í ágúst. En bestu kveðjur til allra og endilega kveðjur til Berglindar og co, verst að ég hitti hana ekki í þetta skiptið. En sem sagt kveðjur til allra. Knús og kram. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.8.2007 kl. 06:22

2 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Hæ skvís!

Gott að þú skemmtir þér í fríinu. Því miður missti ég af börnunum í þessari ferð þeirra til landsins. Hef verið að ná andanum eftir ritgerðina og greinina. Búin að trassa allt og alla mjög lengi að mestu. Síðan var ég þannig að ég gat sofnað allstaðar af þreytu lengi vel vegna andvökunótta í margar vikur. Síðan kom verslunarmannahelgin inn í þetta. Ég hringdi strax eftir helgina en þá voru þau á Sauðarkróki og var ekki á áætlunin að koma í bæinn fyrr en daginn fyrir flug. Vona samt að þau hafi fengið kveðjuna frá mér.

Tíminn flýgur svo hratt hjá að mér finnst alltaf vera föstudagar eða mánudagar. Alltaf að koma helgi en hún er flogin hjá á augnabliki og strax kominn mánudagur. Veit ekki hvar þetta endar eiginlega.

Erum núna að fara norður í Bárðardal í lok dagsins en við ætlum að heimsækja bróður Steinars og fjölskyldu en þetta er eina lausa helgin þangað til við förum út. Það er verið að reyna að rækta fjölskylduböndin :-)

Knús og bið að heilsa börnunum. Leitt að við skyldum ekki hitta þau núna. En þú mátt senda mér sms úr símanum þínum eða hringja örstutt svo ég geti sett númerið þitt aftur í minnið hjá mér. Týndi nefnilega símanum og öllum númerum en er búin að fá mér nýjan loksins. Var reyndar frekar mikill friður á meðan :-)

Heyrumst hressar! 

Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband