Það eru ekki nema 2 dagar eftir...
30.8.2006 | 20:49
Já æi verð að viðurkenna stór mistök að mér láðist að skrifa þakkir til Guðrúnar Önnu og Dinis fyrir lánið á bílnum þá daga sem við höfðum hann í láni. Hann kom sér frábærlega og sérstaklega þá daga sem stórfjölskyldan var hér þó að það væri stutt, þá. Takk kærlega fyrir þetta er æðislegur bíll, (auðvitað toyota hehe) og rosa gott að keyra hann. Einnig gleymdist Sirry og co í Grindavík en vona að ég hafi ekki gleymt neinum fleirum. Er víst bara mannleg .
Jæja en Gullni hringurinn var tekinn aftur í dag það var frábært í þessu veðri sem við fengum. Byrjuðum á að koma við á Stokkseyri hjá pabba og Henar var auðvitað með í för, (var búin að fá bíl í láni aftur) þreytandi manneskja úff. Ég verð að viðurkenna að maður er að verða þreyttur á að vera svona upp á aðra komin, ég er farin að lengja eftir mínu rúmi, íbúð og mínum bíl, það verður unaðslegt. Vona að þið takið það ekki nærri ykkur en Heima er best. Svo fórum við á Selfoss, kíktum á vinkonu mína Tínu sem er nýbúin að opna herrafataverslun þar hún er bara flott, með Blend merki ofl. Síðan á KFC sem var bara gott. Kerið, Geysir og Gullfoss, við skemmtum okkur vel en maður kemur þreyttur heim.
Erum nú bara í rólegheitum, krakkarnir úti að leika og notalegt. Á morgun er bláa Lónið og heimsóknir.
Knús í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.