Jæja loksins barnlaus en enn að vinna.
28.7.2007 | 15:40
Jæja nú er ég búin að vera barnlaus í rúma viku. Þó að maður hafi mikla löngun til að fá frí frá börnunum þá tekur það ótrúlegan tíma að jafna sig eftir að þau eru farin og byrja að njóta þess. Fyrstu dagarnir voru erfiðir því ég vissi að Perla Líf hefði versnað af asmanum og þá er maður nú ekki alveg rólegur og svo bara er maður háður þeim!! Er samt búin að hafa nóg að gera, er búin að vera vinna af mér Mallorka ferðina og þegar ég fór norður að hitta Fulgen. Þannig að ég er þessa viku búin að vera flesta daga í vinnunni til 18-19 og þá er nú lítið eftir af deginum. Síðustu tímarnir í Padel voru líka í þessari viku og vorum við að spila í 2 tíma á mánudag en svo bara í tæpan klst á miðvikudag því þá kom Fulgen að sækja mig til að fara út að borða með kennurunum á námskeiðunum þar sem hann er með sitt námskeið.
Ég hef í raun verið heppin þessa vikuna því Fulgen er búin að vera með bílinn minn því hans var á verkstæði, annars hefði ég sjálfsagt verið á útsölunum sem er stórhættulegt!!! Hef semsagt verið mjög stillt. Erum búin að vera á ýmsum jasstónleikum sem Fulgen hefur verið að stilla á og manni hefur sko ekki vantað að borða, úff. Nú er loksins námskeiðinu lokið sem Fulgen var að kenna á og síðustu skipulögðu jasstónleikarnir í kvöld. Erum aðeins byrjuð að hugsa um sumarfríið okkar sem byrjar á miðvikudaginn, erum enn ekki alveg ákveðin en erum með frábærar hugmyndir!! Þess verður notið í botn. Vonandi eru allir að njóta lífsins í fríi eða ekki en allavegana rosa kveðjur og knús héðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún, og takk fyrir samtalið áðan, gott að heyra að allt er svona næstum í lagi. Vonandi lagast Perla Líf af asmanum allavega set ég puttana í kross og fer með þuluna sem aldrei bregst. Sóla fer í nótt á flugvöllin og mamma hennar Akemana fer líklega á morgun líka. Ég ætlaði alls ekki að vera svona lengi en Sigga fannst vera að fjara svo mikið út við það að Sóla og mamma hennar Akemana færu af svæðinu að ég lét til leiðast að vera lengur, ég hálfsé eftir því....því að mig er farið að langa á skerið.
En þið ætlið bara tvö í ferðalag, mér líst vel á það, góða skemmtun. Og nú er um að gera að slappa af í fríinu....sumir eru nefnilega aldrei þreyttari en þegar þeir koma úr fríi. Hehe...bara að njóta.
Knús til ykkar beggja....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.7.2007 kl. 13:42
Heyrðu þú stendur þig enn verr en ég í bloggfærslum. Farðu að bæta þetta stelpa. Eða í það minnsta kíkja á skypið annað slagið. Ég er búin að kíkja nokkrum sinnum eftir þér og engin Guðrún :-( Og börnin á Sauðárkróki svo ég næ þeim ekki heldur.
En ég hitti þau og ykkur þegar ég kem út. Komum út 12. sept. Getur farið að hlakka til hehe.
Knús og smúshj Þurý
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 7.8.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.