Feneyjar-og ýmislegt fleira

Jæja loksins komið að lokasögunni úr skemmtisiglingunni miklu.  Við komum til Feneyja um kl 9 um morgun og sigldum upp aðalkanalinn þar og það var mjög fallegt og skemmtilegt.  Þegar ég fór á fætur voru sko allir steinsofandi, fór upp að taka myndir og njóta útsýnisins.  Svo borðuðum við öll morgunmat á pizzeriunni og kl 10,30 máttum við loksins fara frá borði en þá þurfti sko að hlaupa til að ná því að vera um borð fyrir kl 13, til að borða um borð þar sem maturinn er allur borgaður til hvers þá að borða annars staðar.  Við náðum að fara á Markúsartorgið og vera þar í um korter, og svo var bara með strætóbátnum tilbaka.  Þetta var nú samt þó nokkuð labb.  Svo var bara borðað í síðasta sinn hlaðborð og það var mjög gott.  Svo var kallað frá borði og þar var sælan búin, flugstöðin í Feneyjum var ömurleg og þar þurftum við að bíða í rúmlega klst svo þegar í vélina var komin var orðin 30 mín seinkun þannig að við fórum á endanum ekki fyrr en eftir klst. Biðin í vélinni var horror því það var svo heitt allir búnir að sitja í þessu flykki í klst.  Við vorum sótt af Valda í Madrid hann var því miður búin að bíða lengi eftir okkur,  Við þökkum þeim Mar og Valda kærlega fyrir okkur.  Bílferðin gekk eins í sögu, var frekar löng um 4 klst með matarstoppi.

Nú er komið að næsta ferðalagi, á fimmtudaginn er ég á leiðinni til Íslands að hitta elsku börnin mín sem ég er búin að vera án í 3 vikur, þau eru reyndar búin að hafa það mjög gott með Pabba sínum, ferðalög, sumarbústaðir og læti.  Ég er náttúrulega búin að vera í algjöru dekri þennan tíma og ástfangin upp fyrir haus.  Hann er farin til London að læra ensku og mér finnst hann alltof langt í burtu og reyndar honum líka en þetta verður fljótt að líða.  Hann kemur eftir rúma viku til mín.  Þá verða meiri ferðalög og það verður æði.  Um verslunarmannahelgina verðum við bara í bænum að njóta vina og vandamanna, fara í sund og vera laus úr þessum helv hita.  Hér voru bara 47°í gær og það var ógeð.  Nú er ég búin að setja loftkælinguna inn í herb sem ég er nú ekki vön.

Er alveg að deyja úr þreytu núna, meirihlutinn af farangrinum komin á sinn stað svo maður getur farið að slappa af.

 Knús til allra og endilega kvitta elskurnar, skal reyna að vera duglegri að skrifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það verður gaman að fá þig og ykkur öll til landsins. Vona að veðurguðirnir hagi sér sómasamlega. Að það verði passlega heitt.

Sjáumst, Sóldís sögumaður...

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.8.2006 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband