Málið versnaði heldur en..fer nú loksins batnandi.
14.6.2007 | 20:43
Nóttin eftir síðustu færslu var hreinn horror, heyrði nú í Þóreyju og var að kjafta svolítið frameftir, svo þegar mín ætlaði að fara að sofa þá byrjaði það. Perla Líf byrjaði með sín ógurlegu hóstaköst og um tvöleytið ákvað ég að fara með hana upp á bráðavakt. Úff þegar þangað var komið far allt stútfullt útúr dyrum ég fékk áfall. En þar sem súrefnisinntakan hennar Perlu Lífar var orðin svo slæm þá fórum við bara framfyrir alla og inn til læknisins eftir 10 mín. Þar var hún skoðuð og svo var henni gefið súrefni og ventolin 3 sinnum en það þarf að bíða umbþ klst á milli, þannig að við vorum þarna í rúma 3 klukkutíma. Auðvitað þegar heim kom var ég svöng og auðvitað drulluþreytt en maður sofnar nú ekki alveg eftir pöntun, þannig að ég sofnaði ekki fyrr en hálf sex. Svo hringdi vekjaraklukkan um áttaleytið og þá þurfti ég að athuga hvort að Ólafi Katli liði betur og senda hann í skólann en við Perla ætluðum að sofa. Ólafur fór í skólann með nánast engan hita og allt nokkuð gott. En við Perla Líf fengum nú ekki að sofa því nú var heilsugæslan og barnalæknirinn.....það tók sko allann morguninn. Henni var gefin sprauta til að reyna að klippa á hóstann sem enn var viðloðandi, og svo hrúgu af meðulum. Sum sem hún þarf líklega að taka í langan tíma til að reyna að koma í veg fyrir þessi köst.
Nú eru liðnir 3 dagar og hún er miklu betri, hóstar orðið nánast ekki neitt. Við krossleggjum fingur um að þessi lyfjagöf virki í eitt skipti fyrir öll. Ólafur Ketill á að mæta í blóðprufuna á morgun en hann er betri en er samt skrítin, hefur ekki fengið lystina að fullu og með höfuðverk ennþá stundum. Vonum að það komi í ljós með þessari prufu.
Ja annað gengur sinn vanagang og allt í góðu, ég fer í mitt Padel og við vorum á tennishátíð núna seinnipartinn og það var rosa stuð. Nú eru allar tómstundirnar að verða búnar og við förum í frí.
knús í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún. takk fyrir spjallið í kvöld og allar myndirnar úr brúðkaupinu, flottar myndirnar af þér og Fulgen, og nýji kjóllinn þinn frábær og klæðir þig vel. Þetta hefur verið frábær veisla, allir og allt reyndar svo flott og glæsilegt. Það þarf auðvitað ekki að spyrja að veðrinu, það var meiriháttar, myndirnar sýndu það og kirkjan eins of kirjur eru á Spáni stórkostleg. Sem sagt, það eru næstum bara hástig lýsingarorða sem passa við öll þessi flottheit.
Það er meiriháttar að Perla Líf skuli vera orðin svona góð,þetta hlýtur að hafa verið martröð líkast að vera með barnið í allan þennan tíma síhóstandi og það svo slæmt að hún fékk bullandi blóðnasir og stöðugt að vakna á nóttunni, vona bara að þessi bati vari áfram og að þið getið sofið á nóttunni og að allt verði gott á nýjan leik. Auðvitað þarf að passa uppá að hún taki meðulin sín, alltaf. En það má þakka fyrir að svona góð meðul sem passa eru til.
Ólafur fer á morgun í sína rannsókn og er vonandi að allt sé í góðu lagi hjá honum hann hefur alltaf verið svo hraustur. Og nú er ferðalagið framundan og það er gott fyrir ykkur öll og afslappandi.
Jæja, ég segi bara knús og kossar og Good Luck.....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.6.2007 kl. 23:59
Það leggjast bara allir í rúmið þegar ég fer uss uss ekki er það nú nægilega gott.
Er búin að vera á fullu í vinnunni að læra nýja hluti og nóg að gera þar svo maður lýtur varla upp síðan hef ég unnið fram á nótt í verkefninu mínu því nú á loksins að klára það. Enda er ég að senda það núna loksins í yfirlestur til leiðbeinandans og prófdómara og síðan er vörnin á mánudaginn. Þá fæ ég athugasemdir þeirra og laga það í framhaldi af því. Þarf því að eyða helginni í að gera fyrirlestur og æfa framsöguna og lesa verkefnið fyrir þann tíma. Síðan reyndar er fræðigreinin eftir en vona að ég klári hana fyrir lok júní.
Tala betur við þig þegar allt þetta er búið í bili skvísa. Gangi þér vel með allt þitt og vona að börnunum heilsist betur og allir fari að skríða saman. Knús úr kuldanum og stressinu á Fróni. Þurý.
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 15.6.2007 kl. 21:50
Jább þetta er ótrúlegt með öll þessi veikindi en nú er þetta allt á góðri leið. Þurý gaman að heyra af þér, fer inn á síðuna þína á hverjum degi að bíða eftir fréttum, en þar sem hún er farin frá Spáni þarf ekkert að skrifa á síðuna því það les það engin. Kjaftæði þú ert að gleyma mér. Gangi þér vel með verkefnið OKKAR...hehehe er búin að upplifa það svo mikið á meðan þú varst hérna að ég verð að eigna mér það með þér hahaha yfir einum bjór eða svo. Hlakka til að heyra í þér þegar að það verður rólegra.
Knús frá Murciu
Guðrún Helga Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.