Útskrift og heimkoma.

Jæja það koma að stóra deginum hennar Palomu, það var á föstudaginn og þetta var haldið í portinu í skólanum hennar.  Í stað stúdentshúfunnar sem er á Íslandi þá var settur á þau svona blár borði sem mér fannst nú ekkert spes en svona er þetta bara víst hér.  Paloma var ein af þeim nemendum sem fékk heiðurseinkunn og fær hún þá frítt í háskólann fyrsta árið, það er sko engin smá peningur.

Nú svo var ég með Chiqui í gær og við fórum í bæinn að reyna að kaupa kjól fyrir brúðkaupið en ég fann ekkert ef mér líkaði við eitthvað þá var hann of stór og ekki til í minni stærð, ógeð fúlt.  Við borðuðum svo heima hjá þeim og vorum svo bara að dúlla okkur heima seinnipartinn, fórum svo að kaupa inn líka aðeins fyrir Fulgen því þar var engin heima og eitthvað lítið til.  Fórum í Thader að borða kvöldmat, krakkarnir á Subway en við kebab á tyrkneska veitingastaðnum ekkert smá gott.  Svo renndi ég eftir Fulgen en hann átti að lenda kl 1 að nóttu.  

Það var svo ljúft að fá hann tilbaka.  Hann kom með gjafir eins og alltaf þessi elska, gaf mér ipod með 30 gb minni ekkert smá flottur!!! Svo keypti hann handa okkur keramik hnífa, þeir skera sko ekkert smá stórhættulegir en náttúrulega góðir í matinn hehe.

Fórum í Cordillera í dag í sólbað því nú fer útilaugin að opna, það var bara notalegt, reyndar kom Fulgen ekkert með okkur, var latur og þreyttur, ekki skrítið.  Nú fer ein enn vikan að byrja og hún verður búin áður en að við vitum af.

Knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært hjá Palómu að standa sig svona vel, heill vetur í Háskóla er ekkert smá afrek og það frítt. Þvílík verðlaun.  Flott frammistaða. Til hamingju.

Gott að heyra að þú ert nú þegar farin að nota iPodinn, það er gott mál. Nú er hægt að fara út um allt með nýju græjurnar.

Góða ferð í brauðkaupið, þó kjóllinn sé ekki komin enn, hann kemur bara allt í einu. Þessi næsta vika verður flott....innsæið segir mér það, það verður örugglega sigur hjá þér. GOOD LUCK.

Bið að heilsa öllum, Ólafi, Perlu Líf, Fulgen og velkominn heim, og bestu hamingjukveðjur til Palómu, flott frammistaða.

Knús og kossar til allra....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.6.2007 kl. 20:15

2 identicon

Til hamingju með "stjúpdótturina".  Gaman að þetta hafi gengið svona vel þrátt fyrir allt stressið.  Kossar og knús til ykkar allra.  Kv. Þórey og co

Þórey (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband