Aþena - Santorini - Krít.
15.7.2006 | 09:37
Daginn eftir vöknuðum við í morgunmat og drifum okkur í að leita okkur að leigubíl til að fara að sjá Parþanenon. Við vorum 8 í hóp, Ég, Sóldís og börnin, Jose Maria, Chiqui og krakkarnir þeirra. Leigubílarnir sem voru fyrir utan skipið vildu nú bara buisness, bjóða þér 4klst ferð og vesen en við vildum bara taxa sem kæmi okkur þangað og tilbaka. Hóuðum í taxa aðeins frá og þá byrjaði ævintýrið þetta var grískur kall, besta skinn, talaði í bland ensku og ítölsku eheh. Viti menn hann tók okkur öll í einn 5 manna bíl!!!! við vorum semsagt 9 manns í venjulegum Mercedes Bens haha ég hló mig brjálaða og þetta var ótrúlegt. Sjáið þið einhvern gera þetta á Íslandi hehe. Ferðin upp að hæðinni hefur tekið svona 20-30 mín stoppuðum í rúma klst og leigubílstjórinn beið á meðan. Þetta var engin smá upplifun að sjá þessar gömlu rústir fyrir utan að Ólafi Katli og flestum grísunum fannst þetta leiðinlegt vegna hita og svoleiðis.....svona eru börn. Fórum niður í skip til að borða og hafa það gott og vera með í sem flestu sem var að gerast þar. Lögðumst meðal annars í sólbað og fórum í heitu pottana. Um kvöldið var náttúrulega nýtt show og svo borðuðum við á 4-5 stjörnu veitingastaðnum um borð. Geggjað.......fórum að sofa seint og síðar meir.....en þá vorum við á leiðinni til eyjarinnar Santorini.
Þegar við vöknuðum daginn eftir voru þessar yndisfögru eyjar sem blöstu við. Fórum upp í morgunverð og þá kom í ljós að það var hífandi rok. Skipstjórinn ákvað þar sem ekki er bryggja á Santorini að það væri því miður ekki hægt að stoppa þar vegna vinda. Stuttu síðar var okkur tilkynnt að við myndum stoppa á eyjunni Krít. Okkur fannst þetta fúlt því búið var að segja okkur að Santorini væri með fallegri eyjum þarna á svæðinu og að sjá þær í fjarlægð gat maður alveg ímyndað sér það. En það er víst ekki hægt að deila við dómarann. Krakkarnir voru bara í krakkaklúbbnum að skemmta sér og þau voru meira og minna týnd um skipið!! Það kom fyrir að maður hafði smá áhyggjur en samt aldrei mikið þar sem þau voru eiginlega alltaf 2-4 saman. Eftir mat var lagt að bryggju á Krít og við konurnar ég, mamma og Chiqui fórum frá borði til að skoða okkur um á eyjunni, Jose var slappur með svima og börnin vildu bara vera um borð að leika sér. Sem var æðisleg hugmynd. Við vorum um 2klst á röltinu og kíktum á eitthvað fornminjasafn sem var eiginlega mjög flott en á endanum er þetta allt svipað og hundleiðinlegt!! Krít er ágætisstaður og það var gaman að koma þangað. Jæja svo seinnipartinn var náttúrulega bara brjálað að gera um borð í skipinu og það var æææ man ekki hvað þetta er kallað......gæjarnir að klæða sig upp sem gellur.....það var bara gaman að sjá þá suma og svo þeir sem unnu um borð í skipinu voru ekkert smá flott klæddir sem gellur.
Jæja fljótlega heldur ferðasagan áfram, ég er eins og er heima hjá mér sem kemur ekki oft fyrir þessa dagana á meðan börnin eru heima á Íslandi. Er í dekri heima hjá kærastanum og að njóta lífsins og ætla sko að gera það til hins ýtrasta á meðan tækifæri gefst!! Held áfram að tönglast á því að ég er að springa úr hamingju og ást þessa dagana og vona sem flestir séu jafn lukkulegir með lífið og ég þessa dagana!!! Ég kem til Íslands í byrjun ágúst og verð alveg í heilan mánuð, ætti ekki að missa af að hitta neinn. Kærastinn kemur um 12 ágúst og verður í 10 daga. Æi þetta verður yndislega notalegt.
Hita og sólarkveðjur héðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.