Helgin í faðmi fjölskyldunnar.

Föstudagurinn var bara fínn var að vinna bara stutt því ég þurfti að ná í pappíra og þar var lokað kl 14.15 þannig að ég slapp snemma. Fór heim og gaf okkur Þurý að borða spaghettí og pylsur að borða, svo fórum við labbandi heim til Fulgen með Perlu Líf með okkur.  Þar voru Paloma og Gaby og pössuðu þau Perlu Líf fyrir okkur á meðan við fórum í spinning, það var ekkert smá gaman.  Perla Líf fór svo að heimsækja Max vin sinn og Ólafur Ketill fór í tennis og var að leika við vini sína fram eftir kvöldi. Ég og Þurý notuðum tækifærið og skruppum einar í göngutúr niður í bæ, komum við á nýju safni og þar var allskonar dót frá Járnöld, bronsöld og fleira.  Fengum okkur sjávarrétti á stað niðri í bæ og þeir voru allt í lagi ekkert meira en það, maður er orðin svo góðu vanur að maður getur ekki borðað hvað sem er ....heheh.

Á laugardaginn fórum við að borða heim til Jose og Chiqui paellu með kjúlla ekkert smá gott.  Vorum þar til kl 17 og þá fóru krakkarnir í Cordillera og Ólafur Ketill fór heim að leika við tvíburana.  En við stelpurnar Chiqui, Þurý og ég fórum í Atalayas að skoða í búðir ehhe stelpurölt, eyddi nú ekki mikið af peningum hehe en þurfti að kaupa fermingargjöf, myndaalbúm og eitthvað svona.  Keypti nú einar svona stuttar gallabuxur og boli fyrir vorið.  Fórum svo á Pans að borða kvöldmat áður en við fórum út á flugvöll að sækja Önnu Láru og Reginn Frey.  Perla Líf gisti hjá Lauru og mér var sagt að Ólafur Ketill fékk að gista hjá tvíbbunum, þetta var bara fínt og maður var bara einn á báti.  Dúllan mín var í Sevilla.

Í gær bauð ég Þurý og Önnu Láru, Reginn Frey í mat og eldaði kjúlla með kartöflum í ofni. Röltum niður í bæ í ágætisveðri og fengum okkur kakó og svo heim aftur

Í dag fór ég í 2 skiptið í laser og hárin eru bara öll að verða farin jibbí, eitt skipti enn og búið í bili. Í dag er veðrið geðveikt og við förum í tennis á eftir.

knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur til ykkar allra í sólinni í Murcia.  Reyndar sæmilegt veður hér líka en mætti vera aðeins hlýrra.  En vorið mætir alveg örugglega þegar lömbin fara að láta sjá sig í næstu viku.  Kossar og knús - Þórey og co

Þórey (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Takk fyrir samtalið í gær gott að heyra að allt er í fínu lagi hjá ykkur. Það er viðbúið að það taki tíma fyrir Ólaf að venjast gleraugunum þar sem hann hefur aldrei notað gleraugu áður. í byrjun er eins og maður sé með einhvern aðskotahlut á sér,(sem gleraugun eru að sjálfsögðu) svo venst þetta smátt og smátt. Þegar maður fer að átta sig á því hvað maður sér vel með þau á nefinu.

Ég bið auðvitað voða vel að heilsa Jose og Chiqui og auðvitað öllum sem ég þekki á svæðinu. Það er fínt frí fyrir þig þegar krakkarnir fara af bæ og gista hjá vinafólki, fyrir nú utan að það er ferlega gaman fyrir krakkana.

Ég skrifaði aðeins inn á síðuna hans Ólafs og auðvitað gerði ég smávitleysur en það var óvart. Ég ætla að vanda mig næst og passa uppá að slá inn réttu stafina....hehe.

Knús og kossar til krakkanna, Perlu Lífar og Ólafs og auðvitað til þín og allra hinna. Sóldís.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:37

3 identicon

Hæ eskan alltaf jafn gaman að lesa hjá þér. Ertu ekki í ógeð góðu formi að vera alltaf í leikfimi ha Minn fer að létast líka bráðum hehe enda bara 10 dagar eftir júhú. Gvö er orðin svo stór 125 cm um mig mannstu vorum að tala um þetta og ákvað að mæla mig. Knús elskan mín luv

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband