Gleðilegan Þjóðhátíðardag allir íslendingar nær og fjær!!!

Til hamingju með daginn öll, hér er hann eins og hver annar en við hugsum til ykkar. 

Jæja blessaður tíminn flýgur og meira þegar það er nóg að gera.  Þessa vikuna er búið að vera nóg að gera. Ólafur Ketill er búin með nokkur próf í fyrsta líffræðiprófinu fékk hann 10, málfræði fékk 9,75 hann fékk í lesdæmum í reikningi 8 og í helstu atriðum í reikningi plús, mínus, sinnum, deiling og tölurnar 10.  Hann stendur sig eins og hetja, það gætu verið 3-4 próf eftir en hann virðist fara létt með þetta.

Við höfum haft nóg að gera í vikunni, Belen og Paula voru með okkur á mánudaginn frá kl 18-21. Svo á þriðjudaginn var foreldrafundur kl 13 í bekknum hans Ólafs Ketils, eftir það fór ég að borða með Chiqui sem er konan hans Jose, borðuðum á okkur gat á kínverskum.  Seinnipartinn áttu börnin að fara í sund en þeim var boðið í afmæli hjá bróður stelpunnar sem Ólafur er skotin í.Ullandi Ekki nóg með það að hann er sko búin að fá ýmsar staðfestingar að það er gagnkvæmt......úff er að verða tengdó!!!!Hissa hjálp, svolítið snemmt, en þetta er nú alveg saklaust og þau hafa nú ekki einu sinni talað um þetta sín á milli.  Þetta er fyrsta hrifningin, hún er voða sæt og jafn dugleg og Ólafur í skólanum.  Á meðan þau skemmtu sér í afmæli fór ég á stúfana, kaupa fermingargjöf, kíkja eftir einhverjum fötum fyrir ferminguna, en sá ekkert. Fýldur Svo skrapp ég í vinnunna í klst og sótti þau svo.

Á miðvikudag fór mín í andlitshreinsun og það var nice en VONT Gráta þegar hún tók nefið hélt ég að ég myndi deyja. En haha er hér enn sem betur fer.  Rúmlega kl 16 komu dætur Berglindar, Sonia, Laura og Christina og voru með okkur til um 20 þegar Berglind kom tilbaka úr vinnunni.  Við fórum að sjá Ólaf Ketil í Tennis og hann er farin að hitta svo vel að það er frábært að sjá hann.  Var yfir mig stolt af honum, hann var sjálfur ánægður og vill halda áfram á næsta ári.  Vorum svo bara á róló.

Fimmtudagur var sund og alltaf nóg að gera þegar þeir dagar eru, kl 20,30 um kvöldið var haldin smá veisla hérna uppi á þaki með nágrönnunum til að kynnast og svoleiðis.  Allir komu með eitthvað og við vorum alveg til að vera 23.  Minn heitt elskaði kom um kvöldið þreyttur eftir ferðalagið, töskurnar urðu eftir á leiðinni og eitthvað vesen.

Svo á föstudag var hin fræga ferming Lauru dóttur Jose og Chiqui. Ég hef aldrei verið viðstödd Kaþólska fermingu en Ólafur Ketill fór í eina fyrir 2 mánuðum.  Þetta var mjög spes sérstaklega því þetta var í litlu nunnuklaustri við hliðina á búðinni og frændi hennar var presturinn.  Jafn lengi að líða og heima því skal ég sko lofa ykkur.Óákveðinn Á eftir var haldið á veitingastaðinn og þetta var eins og fínasta brúðkaup!!! Þvílíkur matseðill, hoppukastali fyrir krakkana og bara yndislegt kvöld.  Fórum heim að sofa um kl 1 eftir miðnætti.

Í dag erum við búin að vera að undirbúa komu Sóldísar ömmu (mömmu), gera hreint og taka til.  Svo bara í rosalegum rólegheitum. Krakkarnir fóru á róló seinnipartinn og ég fór út að hlaupa í 10-15 mín, þoli enn ekki meira en þetta kemur allt. Glottandi  Svo erum við bara að deyja úr spenningi fyrir ferðina frægu, veit að ég er að verða þreytandi með allt þetta mont en er að springa sjálf. Þið verðið bara að fyrirgefa mér Koss Knús og endilega kvitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ gudda (skvísa)mágkona til hamingju með daginn 17 juní og strákana okkar í handboltanum.gaman að fylgjast með hvað er að gerast hjá þér.gott hvað stráksa gengur vel í prófunum hann á ekki lang að sækja þessar ofur gáfur.svo er það hún perla skuttla hún er alltaf jafn dugleg að mála sig og klæða sig upp eins og bella frænka. ég og bella skeltum okkur í kaffi til múttu á grænó meðan strákarnir fóru í höllina á sjá handboltan .aldrei þessu vant stitti upp, það er búð að rigna næstum því í heila viku svoldið þreitandi en maður verður að vera jákvæður maður þarf ekKi að vökva garðin á meðan .hafið það gott krúsídúllur BELLA OG KATA

kata bella (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 21:55

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ,já það er satt, strákarnir stóðu sig frábærlega í handboltanum gegn Svíum. Nú eru Íslendingar komnir í heimsmeistarakeppnina. Flott, hvað Ólafur stendur sig vel, hann og Bella eru í tíunum,það er frábært. Perla Líf er líka ferlega flott skvísa, kvenleg og smart. Hlakka til að sjá ykkur.

Mamma og amma Sóldís.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.6.2006 kl. 10:18

3 identicon

Ólafur Ketill stendur sig vel eins og fyrri daginn, til hamingju með það :)
Spænsku dómararnir voru nú ekkert á því að hleypa íslendingum á HM en við hlustum ekki á það... ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Kveðja Hanna María

Hanna María (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 10:44

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er enn að dáðst að Perlu Líf sem Friðardúfunnar´Mig langar hræðilega til að koma þeirri sögu á framfæri.Það væri flott. Frábær mynd. Nú styttist óðum í að ég hitti ykkur. Hlakka til.

Mamma og amma sóldís

Ólafur er sko suðrænn sjarmör.Flottur.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.6.2006 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband