Rigning og aftur rigning....

Vá mar, þetta fer að vera verra en páskarnir fyrir 3 árum að okkur rigndi niður vinunum,....úff.  Enn einn rigningardagurinn í dag og á að rigna meira í vikunni.  Ég var reyndar að vona að ekki myndi rigna á morgun því hér er mikill hátíðardagur, hann heitir Bando de la huerta og mun það skilgreinast sem hátíð sveitarinnar eða eitthvað svoleiðis, auðvitað er þetta eldgamall siður og því klæðast hér allir í sveitahátíðarbúning og fara niður í bæ (ef veður leyfir!!!). Venjulega þarf nú ekki að fella þetta niður en það gæti nú farið svo þetta árið, en fúlt ég sem er búin að fá lánaðan kvenbúningin en það er mynd af okkur í karlabúningnum síðan í fyrra hérna á síðunni.  Ja ég verð víst bara að sætta mig við það ef svo verður.

Ég vil nota tækifærið og óska honum Júlíusi Fannari til hamingju með fermingardaginn þann 1. apríl og auðvitað Guðrúnu Önnu með soninn.  Sendum okkar bestu kveðjur til þeirra til Keflavíkur þar sem okkur var boðið til veislu í dag.

Þurý og Steinar ætla að bjóða okkur Fulgen út að borða í kvöld og verður það bara notalegt, svo frí á morgun aftur jibbý.

Knús og kossar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Ég sá inni á Skæpinu að þú hafðir reynt að hringja en þá svaf ég svefni réttlátra. Lagiðst útaf og fór að lesa en steinsofnaði og var að vakna. Veðrið hefur verið óttalega leiðinlegt hérna líka, núna er rok og búið að vera einhverjar rigningaslitrur, hef bara haldið mig á heimaslóðum í dag. Ég skil svo sem að veðrið skuli vera svona hérna, en á Spáni á þessum árstíma, það er alveg nýtt. Að útihátíðum sé aflýst vegna veðurs á Spáni! Kannski er veðráttan að breytast og það af mannavöldum, ótrúlegt.

Frí á morgun hjá þér ermeiriháttar fínt, þú getur þá slappað af inni. Ég svaraði Þurý og las bloggið hennar hún skilur ekkert í þessu veðri þarna úti. En það er þó bót í máli að þið ætlið út að borða með parinu í kvöld. En í alvöru, ég vona að veðrið fari að skána hjá ykkur. Ég er alltaf að reyna að finna út með suma reyna að gá að kemistríinu en gengur svona takmarkað. En það er að ég held á hinn veginn...hemm. Þessir sumir eru ekki á landinu í bili en voru fyrir mjög stuttu síðan. SO.....Svona er lífið stundum. 

Ferming eftir 9 daga og svo á Kalli afmæli 20. apríl. Sjálf fer ég 18. að hitta doktorinn og það er nr. 3. Allt í áttina, ég vona bara að þú skiljir þetta dulmál. Ég neyðist til að skrifa allt kóðað af því að allt er svo opið, annars var ég eitthvað að ybba mig inni í blogginu, um eitthvað verður að skrifa. Svo ég lét bara flakka það sem mér finnst um sum mál. En nú eru páskarnir víst að verða búnir og þá er Hvítasunnan eftir, biskupinn okkar lét gamminn geysa í orðum í stól um páskana, en hann var bara að segja sannleikann og auðvitað hefur það verið til umræðu á blogginu. Annars er allt gott að frétta,tala við þig fljótlega.Bestu kveðjur til allra....mamma  knús til Ólafs og Perlu Lífar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.4.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Rúna kom inn á síðuna mína í dag og lá vel á henni. Hún er að fara út til Spánar 19.mai til að ganga frá kaupum á íbúð, (eða húsi) á Los Minosa. Hún segir að ekki taki nema 20 mín. að keyra til Murcia og um 30. mín. til Alicante. Hún er búin að boða komu sína til Rvk. 25. apríl og ætlar þá að stoppa í 5 daga og vonast til að við hittumst eitthvað.

Heyrumst fljótlega á Skæpinu....mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.4.2007 kl. 18:48

3 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Hæ skvísa! Steinar komst heill í rútuna og kostaði bara smápeninga þrátt fyrir sögur um annað. En það er ótrúlega einmanalegt hérna án hans og svo bara þetta geðveika þrumuveður og svakaleg rigning - hvar endar þetta eiginlega. Ég er að tala um að ég var uppi í þvottahúsi áðan og það nötraði allt hverfið og eldglæringarnar voru út um allt. Ég var orðin skíthrædd því ég hélt hreinlega fyrst að það væri skollið á stríð. Þvílíkur svakalegu lætin, ég hef bara ekki upplifað annað eins - og á augnabliki flæddi  vatnið upp á gangstéttina. Getur verið að við völdum þessu?

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband