Páskafrí.

Jæja það er orðið svolítið síðan ég skrifaði síðast, æi einhvern veginn bara lítill vindur í mér undanfarið.  Páskarnir hérna eru sami kuldinn, rigningin og óþverrin þegar vinafólk mitt fyrir 3 árum kíkti í heimsókn.  Í svona veðri er lítið hægt að gera hérna á Spáni. 

Ég var náttúrulega í hálfgerðum vandræðum með krakkana í síðustu viku því ég þarf náttúrulega að vinna en þau eru í fríi.  Paloma og Miguel fóru með mömmu sinni til Madridar og þá er engin barnapía.  Við byrjuðum þó á því að fara til læknis þar sem búið var að fara í ofnæmispróf með Perlu Líf og sem betur fer er hún ekki með ofnæmi fyrir neinu, allavegana sem er í prófinu.  Svo fór Ólafur Ketill heim til okkar að leika við tvíburana vini sína en þar sem Fulgen var heima að vinna þá gat Perla Líf verið með honum.  Um kvöldið fóru báðir krakkarnir með Chiqui og sváfu þar, þannig hefur vikan liðið sem betur fer á ég góða að hérna sem hafa reddað okkur.  Erum núna um hátíðarnar heima hjá Fulgen og fer bara vel um okkur, hann er nýbúin að kaupa 50" sjónvarp og svo var það billjardborðið sem við drösluðum upp á háaloft í dag þar sem verður spilað.

Knús héðan úr rigningunni,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta gerist öðru hvoru að ekkert loft er í manni, orkan í botni. En smátt og smátt lagast þetta að öllu jöfnu, orkan eykst og andlega heilsan lagast. Verst að ég skyldi ekki vera þarna úti til að hjálpa til með börnin, en það er víst ekki á allt kosið.

Það er þó bót í máli að ekkert fannst að  Perlu Líf, þó finnst mér hóstinn benda til að eitthvað sé að, en það er sjálfsagt rétt hjá lækninum að vanþroski í hálsi orsaki þetta.

Vonandi njótið þið lífsins við sjónvarpið, 5o"tommu tæki er ekkert smá, það er eins og að fara í bíó. Og svo er það auðvitað billjard borðið það er dálítið spennandi.

Skrapp í heimsók til Hildíar í dag,að vanda en fór í hálftíma göngutúr eftir það og það var fallegt veður en skítakuldi. Fór svo heim og ætlaði bara að leggja mig smástund en vaknaði kófsveitt 2 klst. seinna. ÚFF...En þá dreif ég mig í annann göngutúr í 30. mín. og var öll mikið hressari. En það er víst föstudagurinn langi og ekki mikils að vænta, en´ég er sjálf á uppleið, góðir hlutir gerast hægt. Útiloftið, hressir,bætir og kætir, það þekki ég af reynslu.SO...hehe...allt stendur til bóta.

Stóra skemmtiferðaskipið sem sökk rétt fyrir utan eyjuna Santorini hefur verið mikið í fréttum núna en þar er talað um Grískahafið. Ég hef verið að leita að einhverju um ferðina okkar, því ég tala alltaf um Adríahaf. En á þessu skipi voru 1600 manns og er talið að það vanti karlmann á fimmtugs aldri og sextán ára dóttir hans. Allir hinir björguðust, ég ætla að finna þettaút með Santorini gegnum Google.

Heyrumst fljótlega....Gleðilega páska,til ykkar allra.Knús...mamma og Sóldís amma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.4.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband