Þvílík rólegheit.
28.5.2006 | 17:54
Jæja er að reyna að vera duglegri að blogga smá en er löt. Hér segist allt rólegt bara þessa helgi, er búin að liggja í þvílíkri leti og lesa. Get svarið það hef lítið gert annað alla helgina, hef sett í staka þvottavél, hugað að börnunum og vinum mínum nær og fjær hehe Reyndar var okkur boðið í mat í dag og vorum þar í nokkra klst en bara haft það notalegt.
Börnin eru búin að vera rosalega dugleg að vera úti að leika og það er ágætt þegar það kemur yfir mann svona leti, það sem verra er að höfuðið á mér er að springa í allann dag og höfuðverkurinn vill ekki fara. En allavegana allt gott að frétta, eigum von á góðum gestum næstu helgi sem er Eva Hrönn, Þór kærasti hennar og foreldrar Evu Hrannar koma líka. Okkur hlakkar nú ekkert lítið til að fá þau þar sem þau voru svo gestrisinn þegar við vorum hjá þeim í Barcelona.
Skrifa meira seinna, endilega kvitta elskurnar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mátti til með að hripa nokkarar línur. Það er í rauninni,ekki bara notalegt, heldur "must" að hlaða batteríin á milli heimsókna. Já, og reyndar svona yfirleitt. Liggja bara í leti, lesa og dorma. Það er sko fínt.Svo tekur maður til hendinni þegar batteríin eru á fullri orku.!!!Meira seinna.
Bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og auðvitað þér sjálfri. Mamma og amma Sóldís.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.5.2006 kl. 21:46
Er nú bara að láta vita að ég hafi kíkt inn, sem ég geri reglulega. Hef verið svo löt að kvitta enda höfum við nú verið óvenju duglegar að vera í símasambandi. Vona að þið hafið að gott. Kossar og knús frá öllum í Hvannahlíð 5
Þórey (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 22:53
hæ hæ En og aftur takk æðislega fyrir okkur það var rosalega gaman að hitta ykkur :) Aron Blær en duglegur bleyjulaus ;) og farinn að sakna ykkar og talar um hana Perlu sína ;) hann saknar einnig ruslabílsins sem hann gleymdi en væri frábært ef þið kannski skelltuð honum með ykkur til Íslands í sumar :) Annars allt gott að frétta og didda búin að jafna sig á brunanum hehe bara byrjuð að flagna núna híhí
Okkur hlakkar til að hitta ykkur í sumar
kær kveðja
Simmi, Didda og Aron Blær
Didda ósk (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 20:29
Er komin inn hérna að lesa þetta auma skrif þitt nei grín alltaf gaman að fylgjast með þér dúlla gaman væri að ná á þér er ekki með stundartöfluna þína hahahha um helgina OK??????????
Love you mua mua knús í klessssssu
Ruslið hérna megin hahahah
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.