Takk fyrir mig, krúttin ykkar!
4.3.2007 | 19:41
Takk fyrir allar kveðjurnar í sambandi við afmælið mitt. Ég var ekkert smá glöð að sjá hversu margir höfðu munað eftir mér í alvörunni talað.
En þetta er búin að vera brjáluð vika. Byrjuðum talningu á Mánudaginn í Murciu, það gekk miklu betur en ég þorði að vona en það voru sko 12 klst törn. Ótrúlegt en satt þá tókst okkur þetta næstum því, á þriðjudag eða á afmælisdaginn minn vorum við semsagt með opið en að klára það litla sem á vantaði. Mágkona mín hringdi í mig snemma og þau sungu fyrir mig í símann hún á afmæli í dag það var ekkert smá gaman, svo kom hún þessi dúlla með köku með kertum og allt í vinnuna til mín, þar var líka sungið þannig að það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki notið dagsins. Fór svo með Þurý að borða, ætluðum að fara á Mondo Italiano en það var lokað svo að við fórum bara og borðuðum Kebab sem mér finnst æði gott, hún bauð afmælisbarninu hehe. Svo rúsínan í pylsuendanum að ég byrjaði að æfa Padel sem er íþrótt svipuð og tennis, bara á minni velli og með öðruvísi spaða, veit ekki hvað þetta heitir á Íslensku....kannski getur einhver sagt mér það.
Elskan í lífi mínu gaf mér nýjan spaða til að æfa þessa nýju íþrótt og svo bauð hann mér út að borða á einn flottasta eða besta veitingastað í Murciu. Við höfðum það mjög notalegt, Þurý var svo elskuleg að vera með krakkana þannig að ég gat notið þess til ýtrasta og gist hjá honum líka. Yndislegur dagur.
Svo restina af vikunni hefur verið talning áframhaldandi, nú á morgun vantar bara að koma allri talningunni inn í tölvuna sem verður líka heljarinnar vinna. Reyni að vera duglegri að skrifa í þessari viku. Krakkarnir hafa það frábært, Ólafur Ketill fór á skákmót í morgun og gekk ekki alveg eins vel og áður en hann bætir sig bara næst,.....skiptir mestu máli að vera með.
Kossar og knús í kremju héðan úr hitanum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Padel....vá, bara orðið eitt hljómar ókunnuglega. En það er frábært að vera í sportinu og gott fyrir kroppinn. Ólafur kemur til með að standa sig í skákinni, fall er fararheill. En, eins og þú segir, hann bætir sig næst. Æfingin skapar meistann. En er Perla Líf líka í skákinni, hún er nú algjör listamanneskja, með litina, dansinn, sundið og svo auðvitað skólann og vinkonurnar, haha...það er nóg að gera.
Er búin að fá fyrstu sprautuna...og svei mér þá....mér líður strax betur. Og það var kominn tími á það, líklega fyrir löngu. En betra er seint en aldreiiiiii, hehe. Annars er allt á hægri uppleið, mér líður vel með það.
Gott að heyra að allt er í góðu lagi hjá ykkur á Spáni. Heyrumst...fljótlega. Sóldís k.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.3.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.