Nefndu 4 atriði.
9.1.2009 | 19:36
Skipulögð, góð vinkona, bjartsýn, sveigjanleg og þolinmóð.
Vá maður þessi leikur er rosalega flottur fyrir sjálfsálitið eins og þið sjáið. Hann gengur semsagt í raun útá að nefna 4 atriði um sjálfa/n þig og þar af 3 jákvæð. Eins og þið sjáið hef ég legið lengi á meltunni og pælt í þessu og þetta varð úr 5 jákvæð atriði um sjálfa mig sem er yfirleitt erfiðara. Við mannfólkið erum mjög gjörn á að finna alla slæma kosti okkar og enga góða en í dag...kannski er ég bara svona hrikalega jákvæð að ég man engan mjög slæman....þó að ég viðurkenni að ég get verið OF skipulögð og þá er það ekki gott....því það jaðrar við fullkomnunaráráttu. Hef reynt að eiga við það og róa mig niður á því sviði og gengur það nú bara svona ágætlega.
Skora á alla bloggvini mína sem kíkja hérna inn að gera þetta, nú annaðhvort inni á athugasemdunum mínum eða liggja á því og gera það á eigin bloggi. En við höfum öll gott af að kryfja sjálf okkur og með þessum leik gerum við það að hluta.
Veit samt vel að ég hef galla eins og við öll mannfólkið og ég er ekkert að reyna að fela þá, þeim sem ég veit um reyni ég að vinna í og það gengur upp og niður. Eins og þið vitið öll erum við misjafnlega upplögð.
Vil minna alla á að við eigum aðeins 1 líf og það borgar sig að reyna að nota það til hins ýtrasta, njóta og ekki að eyða tímanum í að sjá eftir því sem við höldum að við höfum ekki gert vel eða rétt. Fyrirgefning er töfraorð og gjörð, okkur líður mun betur á eftir.
Jæja nóg af sálfræðipælingum, hafið það öll mjög gott, verið góð við sjálf ykkur og ykkar nánustu.
Knús í kreppunni.
Ævintýraleg skíðaferð til Sierra Nevada.
17.12.2008 | 19:32
Jámm skellti mér með Martin á skíði um helgina, við vorum ansi lengi að ákveða hvort við ættum að fara og svo var að velja hótel, skíðagræjur fyrir hann því hann hefur aldrei farið á skíði, keðjukaup á bílinn og allskonar snúningar. Ákváðum að taka okkur bara frekar flott hótelherbergi og fara frekar með nesti en þá meina ég svona tapas eins og spánverjar borða, góða osta, hráskinku, foie sem er svipað og kæfa en miklu betra, auðvitað var bjórinn með og rauðvínið. Við lögðum af stað snemma á föstudag eða strax eftir vinnu hjá mér um kl 14, ég byrjaði að keyra en þegar kl var orðin rúmlega fjögur var ég dauð úr hungri úff maður. Við stoppuðum og bjuggum okkur til þessar fínu samlokur með krabbasalati og kjúklingasalati. Vorum svo komin til Sierra nevada um kl 18, það var enn bjart og Martin átti ekki til orð hafði aldrei séð svona mikinn snjó á ævinni, en samt voru göturnar auðar en snjór í brekkunum og þar sem átti að vera snjór. Fórum upp á hótelherbergi sem var jr svíta og var hún mjög stór og fín....reyndar það fyrsta sem við sáum voru kojur og sögðum bæði í kór "ekki segja mér það" en svo fórum við aðeins lengra inn í herbergið og þá var þetta risahjónarúm, smá stofa, baðherbergi með stóru baði og bara glæsilegt, pínu gamalt en flott...það sem setti punktinn yfir iið voru svo svalirnar.
Laugardag borðuðum við morgunmat á hótelinu, leigðum skíðin fyrir Martin og fórum að sækja lyftukortin okkar. Reyndar renndum við okkur á skíðunum niður á Pradollano sem er aðaltorgið og ég hélt að ég myndi drepa greyið Martin sem hefur ekki stigið á skíði á æfi sinni, hann datt ca hundrað sinnum og meiddi sig á hnénu en það var hans helsta hræðsla að hann myndi stúta á sér hnjánum, þannig að ég var pínu stressuð en þetta gekk. Fórum svo upp í grænu brekkurnar þar sem hann var öruggari og það gekk bara mjög vel. Eftir nokkrar ferðir var honum farnar að leiðast alltaf sömu brekkurnar þannig að við ákváðum að fara að fá okkur í svangin og hvíla okkur aðeins, það var líka byrjað að snjóa, reyndar fyrir dágóðu en við létum það ekki á okkur fá. Veitingastaðirnir voru stútfullir en við fundum okkur smá horn og nutum bjórsins og samlokunnar. Martin vildi svo endilega prófa aðra lyftu og þar af leiðandi aðra brekku, vorum búin að kíkja á kortið til að renna okkur svo bara beint niður á hótel en það voru reyndar erfiðari brekkur (bláar) en mér fannst hann orðin svo klár að það var ekki málið. En það var komin miklu meiri snjókoma sem fór öll í augun, við höfðum gleymt gleraugunum, Martin var bara brandari meirihlutann af leiðinni og datt ég veit ekki hvað oft, ég gat ekki annað en hlegið hahaha.
Höfðum það svo ógeð kósí í snjókomunni inni á herbergi, nutum þess að vera til og stóra málið bíða eftir FÓTBOLTALEIKNUM mikla Barcelona-Real Madrid, það átti sko að horfa á það uppi á herbergi með bjór í hönd enn...svo var sko aldeilis ekki, vegna veðurs sást leikurinn ekki uppi í herberginu fyrir utan það að sjónvarpið okkar var BILAÐ....nú fór Martin að vera stressaður, fengum lánað nýtt sjónvarp en það var það sama ekki stöð 6. Fórum niður og horfðum á leikinn með fleira fólki í sjónvarpsholinu en í seinni hálfleik datt allt út, úff engin fótbolti....fyrir utan að ekki mátti reykja þarna niðri eða reyndar neins staðar á hótelinu. Fórum fljótlega upp og Martin hlustaði á leikinn í gegnum útvarpið á símanum. Þeir eru til margs góðir þessir símar nú til dags, bjargaði mér alveg!!! En ekki hætti að snjóa og rok, úff alltaf bætti í snjóinn en þetta var æði til að byrja með enn....
Á sunnudag sást ekki útúr augum fyrir snjókomu, lokað fyrir allt skíðasvæðið og allt í hassi. Martin gat engan veginn séð hvernig í ósköpunum við áttum að komast burt með allann þennan snjó á bílnum og við áttum líka eftir að setja keðjurnar undir sem hvorugt okkar hafði nokkurn tíma á ævinni gert.
Þarna er semsagt ég við bílinn á sunnudaginn þegar reyna átti að komast heim. Okkur tókst við þó nokkuð bags að koma keðjunum undir, koma bílnum í gang sem var ekkert alveg gefið og gera hann að mestu klárann ef snjóruðningstækið kæmi og hreinsaði bílastæðið og röðin af bílum sem var niður brekkuna kæmist eitthvað áfram. Skiluðum herberginu um kl 13 og þá byrjaði biðin, röðin fór ekkert áfram, allt pikkfast og þar af leiðandi ekkert snjóruðningstæki og ef eitthvað var þá bætti bara í snjókomuna, úff stress það var ekkert útlit fyrir að komast heim þennan daginn, hvað segir yfirmaðurinn??? Martin var ekki mjög glaður ...en hvað gátum við gert, húktum niðri í sjónvarpsholi og pældum hvort við ættum að hanga hér og bíða eða bara ná okkur aftur í herbergi??? þetta var erfið spurning en fljótlega ákváðum við bara að kýla á herbergi og hafa það gott, sjá til hvort að seinna við kæmumst í burtu og þá myndum við reyna að fá þessa klst fríar. En veðrið breytist ekkert og nú vorum við farin að fá skilaboð frá vinum sem sáu fréttirnar að það var búið að loka fyrir alla umferð til og frá Sierra Nevada og meira segja hraðbrautin sem liggur í gengum fjallgarð þar var búið að loka líka. Geðveik ákvörðun sem herbergið hafði verið úff, fengum sama herbergið en á mjög lágu verði. Kíktum svo niður og hlógum um stund af þeim sem enn voru með þrjóskuna í hávegi að reyna að grafa sig út í brjálaðri hríð og allt lokað.
Mánudagurinn rann upp, Martin var þá miklu rólegri en ég, kúrðum framyfir kl9 en fórum svo að borða morgunmat. Hann vildi bíða þangað til að hann sæi snjóruðningstækið til að gera bílinn tilbúin en ég fékk hann til að skipta um skoðun og við hreinsuðum bílinn og sem betur fer var sól þannig að hún hjálpaði mikið til....ekki halda að við höfum grafið með skóflu!!!!! Nei það voru bara örfáar og þar sem við vorum innst þá voru aðrir að nota þær....guðskaflarnir voru notaðir.
Jamm þetta er Spánn þessa dagana. Þetta var geðveik vinna enda fékk ég að finna fyrir því, ég var að drepast úr harðsperrum á eftir. Ótrúlegt en satt er það. En við komumst semsagt heim á þrjóskunni og vegna þess að veðrið var gott á mánudeginum en bara til að þið vitið það, snjóruðningstækið kom aldrei inná bílaplanið, bara gamla góða aðferðin ýta afturábak og áfram til skiptist. Komum í hús um kl 21 en við stoppuðum á leiðinni og fengum okkur alvörumat ekki TAPAS þó að þær séu góðar þá var okkur farið að langa í MAT!!
Þetta var vel þess virði en ef það hefði verið hægt að vera meira á skíðum þá hefði það verið enn betra. Held sem betur fer að Martin hafi ekki fengið ógeð og komi með næst ahhahaha.
Jólaknús á alla, guð veri með ykkur.
Jólin koma.
8.12.2008 | 11:45
Halló elsku vinir og vandamenn. Já ótrúlegt en satt jólin eru að skella á eina ferðina enn. Þetta er alveg ótrúlegt hvernig þessi ár fljúga hjá eins og ekkert sé. Reyndar verð ég nú að segja að þetta ár hefur verið mjög viðburðarríkt og vægast sagt skemmtilegt, þó að auðvitað hafi það verið erfitt sérstaklega í upphafi árs.
Við fjölskyldan tókum okkur til á miðvikudaginn síðasta, settum jólatónlist og skreyttum jólatréið. Það var skemmtileg stund eins og alltaf og íslenska jólatónlistin fyrir mér er alltaf minningar um jólin á Íslandi sem ég verð að segja að ég sakna alltaf, get ekki vanist þessum jólum hérna á Spáni, kannski vegna þess að það vantar fjölskylduna og íslensku vinina. Æi þetta er bara ekki eins, þó að ég eigi yndislega vini hér sem hafa tekið mér opnum örmum og reynst mér eins og fjölskylda þegar á hefur þurft að halda. Ólafur Ketill og Perla Líf bíða spennt eftir að íslenski jólasveinninn láti sjá sig og haga sér mjög vel, standa sig vel í skólanum, það er í raun ekki hægt að kvarta. Þau eru yndisleg.
Á laugardaginn hélt ég veislu á íslenska vísu hérna heima hjá mér, hafði fengið sent íslenskt lambalæri og það eldaði ég með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu. Þetta sló aldeilis í gegn, þó að spánverjunum líki misvel brúnuðu kartöflurnar. Martin bætti reyndar við matseðilinn og gerði forrétt sem voru fyltar paprikur (erfitt að útskýra ekki hráar) þær voru mjög góðar og eftirréttinn sá hann um líka sem var geðveikur ís með karamellusósu. Conchi átti afmæli þannig að við gáfum henni smá uppákomu hahaha.
Börnin fóru til Ninesar og eru búin að vera þar alla helgina, koma seinnipartinn í dag, hér er nefnilega frídagur í dag. Ég vaknaði frekar snemma til að reyna að skoða alla möguleika í sambandi við skíðaferðina okkar Martin sem er á áætlun næstu helgi, vá það verður geðveikt fjör. Þar er svo mikill snjór núna að meirihlutinn af brautunum eru opnar sem var bara helmingur eða minna í fyrra á þessum tíma. Verðum víst að redda okkur keðjum og allt, held að ég hafi bara aldrei í lífinu notað keðjur. En held að þetta verði frábær ferð. Undirbý bílinn á fimmtudaginn, þá fer ég með hann í 50000 km skoðun þannig að hann á að vera pottþéttur fyrir ferðina.
Ekkert hefur verið hjólað undanfarið fyrir kulda og það finnst mér alveg hræðilegt en vonandi get ég notað hjólið í þessari viku þar sem hitastigið hefur farið aðeins upp á við, En við höfum verið að spila padel á fullu ég spilaði 5 sinnum í síðustu viku þannig að ég er ekki alveg hætt að hreyfa mig, sem betur fer.
Jæja nóg af okkur í bili. Jólakveðjur
Versnandi heimur.
23.11.2008 | 21:36
Við hérna á Spáni erum á lífi, já sorry er búin að vera frekar löt með bloggið en svona er þetta eins og allt annað, stundum ertu upplagður að vera duglegur með síðuna en svo koma tímar þar sem þú nennir þessu engan veginn. Við erum búin að hafa það gott undanfarið, kannski þess vegna líka að það eru engar brjálaðar fréttir héðan. Ég held áfram með mínar íþróttir fer flesta daga í vinnuna á hjólinu þannig að ég fer alltaf að minnsta kosti 11 km en svo fór ég oft einhverja 18km aukalega en....eins og heimurinn er, þá er búið að eyðileggja það fyrir mér í bili. Þannig er mál með vexti að fyrir rúmri viku ætlaði ég að fara mína auka km til að skemmta mér....já ótrúlegt en satt mér er virkilega farið að finnast þetta gaman að pína sjálfa mig hahaha. Þetta er í raun svolítið útúr og seinni partinn eða þegar ég fer þessa leið er nánast engin á ferli þarna þetta er hjólastígur meðfram ánni, mjög skemmtileg leið en lenti í því um daginn að vera elt af einhverjum hálfvita...hvað hann hafði hugsað sér með mig komst ég aldrei að (sem betur fer). Hann kom fyrst á móti mér og sagði eitthvað við mig sem ég heyrði ekki svo tók ég eftir honum mjög snemma þó að hann væri mjög nálægt mér til að ég myndi ekki fatta að hann væri þarna, þannig að þegar næsti hjólamaður sem kom á móti mér þá bremsaði ég og fór tilbaka á eftir honum, hinn sem var að elta mig klessti næstum á mig svo nálægt var hann mér. Ég titraði og skalf á eftir og fór beina leið heim bölvandi og ragnandi að hálfvitinn hefði getað eyðilagt fyrir mér hjólatúrinn þennan dag og marga fleiri því hræðslan situr eftir að þetta geti gerst aftur og þá verði ég kannski ekki eins heppinn. En þetta er agalegt að maður geti ekki gert um hábjartan dag það sem manni langar til, heimurinn er hrikalegur nú til dags.
Jæja svo fórum við með krakkana til Cieza um daginn í dagsferð, með nesti og það var alveg yndislegur dagur. Fórum á safn fyrst sem er frá tímum arabana hérna og svo lá leiðin bara á fallegan stað að kjafta, leyfa krökkunum að njóta sín og borða nesti. Vinahópurinn minn gerir mikið af þessu sem er alveg frábærlega skemmtilegt og er ekki dýrt en þú nýtur þess í botn. Daginn eftir fór ég í hjólatúr með Martin, fórum upp í fjallið þar sem fallega kirkjan okkar í Murciu er, þetta er vel bratt og ég hetjan fór þetta eins og ekkert, enda með mjög góðan kennara.
Hef verið dugleg að fara út að hlaupa ca 2var í viku og mér leiðist það en í raun líður manni miklu betur á eftir. Undanfarið spila ég alveg upp í 4-5 sinnum padel þannig að ekki vantar hreyfingu þessa dagana. Nú nálgast jólin óðfluga og ég er komin í vandræði með hvað á að gefa gríslingunum úff þetta er alltaf sama höfuðverkurinn. En við hljótum að finna eitthvað útúr því.
Helgin er búin að vera frekar róleg en í góðra vina hópi. Á föstudaginn bauð ég Martin á ítalskan veitingastað og svo vorum við bara hérna seinnipartinn með börnunum, reyndar skruppum við líka í IKEA ætlaði að kaupa geisladiskastand en endaði að hann var ekki til í þeim lit sem ég vildi. Kíktum á eldhúsin því Martin þarf að setja eitt upp í íbúðinni sinni. Á laugardag spilaði ég padel og ég og krakkarnir tókum til heima, þau voru rosalega dugleg að hjálpa mér að ryksuga og taka til í herbergjunum sínum. Ruben og Helena komu svo um kvöldið fórum á cafeteriu og hittum Clöru og Domingo svo var auðvitað farið aðeins í bæinn eða til ........frekar seint hahaha.
Martin og ég nutum svo dagsins í dag sem var yndislegur, heiðskírt og frábært til að njóta hans saman. Borðuðum svo á rosa flottum veitingastað og prófuðum nýja hluti eins og held að það heiti hjartarkjöt eða dádýr...úff veit ekki en það var mjög gott.
Nú er besta að fara að hvíla sig eftir þessa góðu helgi, Guð blessi ykkur og knús
Best að fara að blogga.
5.11.2008 | 20:39
Engar smá fréttir að Obama (þó að ég hafi veðjað á hann) hafi unnið kosningarnar í USA. En eins og margir segja og ég held að ég verði að hræðast það sama, það er bara spurning hvenær þeir drepa hann. Það gerðu þeir þegar Kennedy var forseti og ætlaði að gera breytingar ....þannig að það er alveg hægt að búast við því. Auðvitað vona ég ekki!!!
Helgin var frábær, ég fór í ferðalag með Clöru, Domingu, börnunum þeirra og öðru pari sem heita Luisma og Esther og litlu strákunum þeirra. Ólafur Ketill minn er orðin svo stór að hann vildi ekki vera með þessum litlu börnum og var því hjá Inmu vinkonu með vinum sínum Alberto og Gaby, Perla Líf hefði nú átt að koma með en hún var löngu búin að ákveða að fá að gista hjá vinkonu sinni þannig að Martin og ég fórum barnlaus í fjalla-sveitahúsið rétt hjá þorpi sem heitir Catí og er í Castellón héraðinu. Þetta var eiginlega of langt ferðalag fyrir svona stuttan tíma eða rúmir 4klst í bíl. Martin var búin að vera í fríi í 2 daga þannig að hann fékk að keyra ahhahaha. Þetta var róleg ferð, það var kalt þar sem við vorum í fjöllunum en samt bara svona eins og haustveður á Íslandi eða um 11°á laugardeginum en heldur kaldara á sunnudeginum eða um 6°. Fórum í skoðunarferð í þorp sem heitir Morella og svo fórum við að týna sveppi á sunnudeginum með börnunum.....höfðum hugsað okkur að borða þá en fólkið í kring...bannaði okkur það oh oh. Það var auðvitað notið þess að borða góðan mat, drekka bjór og rauðvín. Yndisleg helgi, með arinn og náttúrunni.
Er búin að vera ógeð dugleg á hjólinu, hef ekki farið mikið út að hlaupa en fór samt einu sinni og fékk ekki þessar rosalegu harðsperrur...nú verð ég líklega að halda því við og fara oftar. Var með smá kvef í síðustu viku þannig að ég fór bara 2 daga á hjólinu í vinnuna en bílinn var notaður hina dagana, en í þessari viku þó að hitinn sé ekki nema 6-9° á morgnanna dríf ég mig á hjólinu, það er rosa hressandi. Og eftir vinnu hef ég verið að skoða umhverfið og finna mér nýjar leiðir, í gær fór ég 13 km en í dag fann ég mér aðra leið og það voru um 16km, þegar ég kem heim áður en ég borða teygi ég og tek á magavöðvunum, held að ég hljóti að geta orðið módel hahahahah.
Börnin hafa það mjög gott, þó að Ólafur Ketill hefur verið að kvarta undan höfuðverk alltaf öðru hvoru þó að hann sé með gleraugun. Fórum og létum kíkja á hann og auðvitað...þarf að fá ný, er komin í 1,25 þannig að alltaf meira að borga....hahahah. En svona er lífið, svo erum við á fullu að auglýsa okkur spæjarastörfin eru þarna líka, er komin með kort með nafninu mínu og allt, ekkert smá spennó.
Jæja nóg af okkur í bili, endilega kvitta ...allir!!! Kossar til allra
Held að ég sé gengin af vitinu hahaha.
23.10.2008 | 20:17
Já það er nú bara af mér að segja að ég er komin með íþróttir og hreyfingu á heilann. Fer alltaf á hjólinu í vinnuna sem eru rúmir 5km aðra leið svo er ég farin að reyna að minnsta kosti einu sinni í viku að hjóla auka 15km eftir vinnu en langar að gera það kannski 1-2 í viku. Á þriðjudaginn var ég svo þreytt að ég nennti ekki að fara aukakílómetrana því ég hafði gert það á mánudeginum....þannig að ég hjólaði heim, bjó mér til eitthvað að borða og lagðist svo í sófann og fékk mér þessa týpísku spænsku siestu sem er eitt það besta sem til er. Þegar Ólafur Ketill kom svo heim með vini sína þá var ég að verða búin að fá nóg af sófanum....hugurinn undanfarið var búin að leita mikið til að fara út að hlaupa. En þar sem ég HATA bókstaflega að hlaupa þá hummaði ég það alltaf fram af mér. En þennan seinni- part fór mín í hlaupafötin, með mp3 spilarann og þá var ekki aftur snúið.....úfff þvílíkt púl, fór bara nógu langt að heiman til að geta ekki snúið við strax en vá hvað það togaði í mig. Það var þvílíkur segul að toga mig heim en ég þraukaði heilar 30 mín hlaupandi.
Er svo stolt af mér HÚRRA fyrir mér.....en viti menn það versta var ekki búið. Ég er í ágætisþjálfun...hjóla, spila padel mjög mikið en, það er sko alls ekki nóg. Við erum að tala um að ég fór að hlaupa á þriðjudaginn og spilaði svo padel um kvöldið en síðan hef ég ekki getað hreyft mig!!! Þvílíkar harðsperrur man ég bara varla eftir að hafa fengið í lærvöðvana EVER....úff á morgun ætla ég að pína mig að hjóla í vinnuna því hef meira að segja sleppt því...reyndar er búið að vera að rigna þannig að það var ágætis afsökun en...nú er nóg komið, hjólið verður tekið út á morgun og ekkert múður. Verð að ná harðsperrunum úr mér áður en ég keppi í padel með Inmu á laugardaginn. Var svo með henni heima .....gaf henni að borða en svo var mér boðið út að borða...helduru að Martin hafi ekki verið svona sætur í sér...er að nota frídaga sem hann á inni og ég át á mig gat....vá mar. En þetta var svo notalegur dagur, hann kom svo með mér hérna heim og við höfðum það gott hér þangað til að hann keyrði mig í padel.
Jæja nóg af mínum íþróttaþrekvirkjum hahaha.
Ef einhverjum dettur í hug hvað hefur komið fyrir mig....þá er ég til í að heyra skoðanir.
Knús til ykkar
Vá mikið að gera og langt síðan síðast.
20.10.2008 | 19:39
Hér er alltaf nóg að gera og auðvitað spæjarastörfin á fullu hehee. Það er sko mál málana, það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í þeim bransa.
En við hérna á heimilinu erum bara á fullu í okkar íþróttum þó að ein hafi bæst við núna fyrir stuttu. Perla Líf fékk að byrja í magadansi, þar sem að mamman er alveg sjúk og kemst ekki leyfði hún dótturinni að prófa og henni fannst þetta svona líka æðislegt!!! Hún er búin að fara með 2 vinkonur og þeim fannst þetta æði líka þannig að nú eru þær 3 vinkonurnar í magadansi. Hún fær þá að sleppa sundi á fimmtudögum og fara í þetta. Mér finnst það allt í lagi þar sem magadans leiðréttir stöðu okkar, er mjög góð hreyfing og þar eru notaðir vöðvar sem við notum sko ekki dags daglega. Þær verða kvenlegar og fínar af þessu. Ég er ekkert smá glöð fyrir hennar hönd og hundfúl að komast ekki sjálf.
Um helgar erum við búin að fara alltaf eitthvað í sveitina...en þá meina ég ekki sveit með dýrum. Þetta eru gömul hús sem eru útí sveit þar sem er ekkert og þar borðum við saman og krakkarnir njóta þess í botn. Yfirleitt erum við hátt í 10 fullorðnir og oftast er fjöldin af börnum meiri heldur en fullorðna fólkið hahaha. Héldum einmitt afmælið hennar Clöru út í sveit um daginn og ég gerði marengstertu fyrir liðið og þau voru ekkert smá ánægð þeim fannst hún geðveik. Sló í gegn mörgum sinnum, samt vorum við búin að borða MJÖG góðan mat, eins og kolkrabba, stóra rækju og sjávarfang. Veisla að okkar hætti.
Fór aðeins að djamma á föstudag og hafði ekki gert það síðan á Íslandi.Fór með konunni yfirmannsins og við skemmtum okkur ekkert smá vel. Og síðan brjálaður leti dagur á laugardaginn. Perla Líf var alla helgina hjá uppáhalds vinkonu sinni en Ólafur Ketill var með mér og að leika við vini sína.
Kreppan er ekki farin að hrjá okkur hér eins og hjá ykkur og vonandi verður hún ekki eins yfirþyrmandi. Ég sendi ykkur öllum góða strauma frá okkur og vona að allir séu við hestaheilsu og eins og best verður á kosið. LUV YA
Auglýsing!!!!
30.9.2008 | 22:15
Ef þið eruð á leið til Spánar...eða búið þar og þurfið á spæjurum að halda, hver sem ástæðan er, þá er þetta slóðin á frábæra spæjarastofu sem heitir Decomsur og er í Murcia sem er stutt frá Torrevieja, Alicante og þessum stöðum á suður Spáni. http://www.detectivesdecomsur.com/home.htm
Síðan er á ensku og auðvitað á spænsku líka, einmmitt vegna þess að spæjararnir eru spænskir sem er góður kostur því þeir eru í sínu landi og þekkja því betur til en margir aðrir. Þau eru með fyrirmyndar túlk þannig að það er ekki til fyrirstöðu. Bara að notfæra mér netið.....á sem bestan hátt.
Myndir Myndir.....
27.9.2008 | 17:39
Jæja tók mig loksins til og setti inn myndir af nýjasta djamminu þó að reyndar verði annað í kvöld sem er homma steggjapartý sem hlýtur að verða frábært. En þessar myndir sýna hippastemminguna og hversu vel við skemmtum okkur. Hér er búið að rigna nánast alla vikuna en ég er sko samt búin að vera á hjólinu....og blotnaði náttúrulega inn að beini en það var frískandi. Svo erum við bara búin að vera í okkar tennis, sundi og padel eins og venjulega. Hlutirnir aðeins að róast eftir að skólinn byrjaði og ég er dottinn ofan í Prison break aftur....mikið rosalega eru þeir góðir þættirnir. Verð ekki með myndavélina í dag....þannig það verður lítið um myndir af þessari skemmtun í kvöld.
Spilaði padel við Inmu, Javier og Martin og það var bara frábært eins og venjulega, þó að ég tapi skemmti ég mér vel og reyni að læra að bæta mig. Eigum svo að keppa aftur í næstu viku og gerum okkur náttúrulega að fíflum eins og venjulega því við erum langt frá því að spila svona vel og þetta lið.
Ég skemmti mér og fæ verðlaun hahhahah það er fyrir öllu.
Verð að koma því að líka að ég las bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn og ég mæli eindregið með henni!!! Það er mikil speki í henni til að auka jákvæðni okkar í lífinu og þar erum við rasskellt ansi vel....því það erum við sem stjórnum jákvæðum og neikvæðum hugsunum í okkar lífi og þar af leiðandi látum okkur líða illa í stað þess að taka á því og hugsa jákvætt. Held að ég sé bara að fara svolítið eftir þessu og segi við sjálfa mig á hverjum degi ég er best og flottust.....
Læt ykkur um að segja mér hvað ykkur finnst og hvort þið hafið lesið bókina.
Knús.......
Erum komin heim.
22.9.2008 | 20:44
Halló halló, já loksins læt ég vita af okkur. Og það er bara allt gott að frétta, erum bara búin að vera koma okkur inní lífið og bjórþambið aftur hahaha. Segi nú bara svona. Fyrstu vikuna byrjaði skólinn náttúrulega og það þurfti að hlaupa til og kaupa bækurnar, plasta þær og svo stílabækurnar og allt þetta sem fylgir. Padel tímarnir mínir voru byrjaðir svo ekki mátti vanta í þá, það er sko ekki hægt, þeir eru mitt líf og yndi. Svo vorum við vinirnir á fullu að undirbúa óvænta veislu fyrir Inmu vinkonu sem varð 40 ára daginn sem ég kom tilbaka. Þetta var stuð veisla svona hippaþema, ég fann geðveikan svona ABBA búning hann var reyndar hvítur en mjög flottur það var sko engin í líkingu við mig, þó að ég segi sjálf frá. En við gengum sko af okkur lappirnar við að finna búninga, nærbrækur fyrir strákana sem dönsuðu FULL MONTY hahahah, eins og ég segi þetta var þvílíkt stuð. Og Inma var gráti næst af hrifningu.
Auðvitað á þessu tímabili þarf að eyða geðveikt af peningum fyrir skóla, píanó og bara allt sem er að byrja og fara af stað,.....fyrir utan að ísskápurinn var auðvitað tómur en þetta kemur allt með kalda vatninu. Núna í þessari viku fer svo af stað sundið hjá krökkunum en það versta er að Perla Líf er að fá þennan ljóta hósta....vona að mér takist að kýla hann niður, allavegana fór með þau til læknis um daginn og það var bara allt í besta lagi. Þessa helgi vorum við Inma svo að keppa í Padel en það gekk nú svona lala hahahaha en það sem mestu skiptir að við skemmtum okkur vel og börnin enn betur þar sem var fullt af hlutum fyrir þau.
Já ekki má gleyma að á þriðjudaginn var frídagur hérna og mín skellti sér í hjólatúr með Martin. Það voru bara 30km og mín tók það í nefið hahaha. Mjög gaman svo bauð hann mér út að borða og við nutum þess í botn að vera bara 2. Lágum svo í leti allan seinnipartinn heima hjá mér, úff það var ekkert smá notó. En ég fékk engar harðsperrur og er ekkert smá stolt af mér. Svo reyndar tók ég mig til aftur á fimmtudag og fór 15km bara ég ein um miðjan dag í 32°hita bara klikk....en það verður einhvern veginn að ná þessum djö kílóum af sér hehehe. Er á niðurleið með kílóin sem ég sankaði að mér á Íslandi en sé ekki eftir að hafa fengið þau......
Jæja nóg í bili, látið heyra í ykkur.
Knús í klessu til allra. Elskið eins og engin hafið sært ykkur......muak