Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Myndir.

Jább loksins og við erum á lífi en nóg að gera, skellti loksins inn myndum úr sveitaferðinni. Og lofa svo að skrifa eitthvað meir um okkur mjög fljótlega. 

Knús elskurnar 


Madridarferð.

Ójá djammferð var það!!!! Ég held að ég hafi ekki skemmt mér eins vel í mörg herrans ár. Vikan leið bara eins og venjulega, skóli, padel og rólegheit. Svo rann föstudagurinn upp, byrjaði á að fara í röntgen eldsnemma, rauk svo í vinnuna og þar var ég ekki lengi því krakkarnir áttu tíma hjá lækni kl 13.  Þetta voru þvílík hlaup að það var ekki fyndið, en Perla Líf er í góðu lagi núna þannig að maður er rólegur, við fengum lyfseðla þannig að meðulin dugi á meðan krakkarnir eru á Íslandi þannig að ekki þurfi að fara aftur til læknis áður en þau fari.  Fórum svo heim að borða og snillingurinn ég þurfti að vera sniðug að brenna mig á þegar ég var að elda, varð brjáluð út í sjálfa mig.....sem betur fer átti ég sterkt Aloe vera gel í ísskápnum frá Volare!! Og það bjargaði lífi mínu held ég um helgina, því ég fann ekki fyrir þessu þó að væri stærðarblaðra á puttanum.

Rétt fyrir kl 16 komu félagar mínir Manolo, Inma og Martin að sækja mig, stressið var svolítið að drepa okkur til að byrja með þvi Manolo var að keyra og hann er bara búin að vera að keyra í 1 ár og við vorum öll á nálum úff mar.  En svo tók Martin við og það var allt annað, reyndar var loftkælingin í bílnum biluð og við vorum í sauna, léttumst um nokkur kíló hvert!!! hahahaha.  Á leiðinni komum við inn á bar sem hét bar og húsgögn hahaha þetta var bara spaugileg húsgagnaverslun með bar, upplifelsi fyrir okkur öll. Við komum til Madridar á mjög góðum tíma, skruppum í sturtu og svo á veitingastað þar sem við áttum pantað.  Djammað var á eftir og við skemmtum okkur og hlógum ógeðslega mikið. Á laugardeginum var yndislegt veður, Inma og Javier vildu hvíla sig og Manolo fór með vinkonum þannig að Martin og ég fórum í gönguferð um Madrid.  Reyndar var þynnkan að drepa mig hahahah en Martin fékk sér bjór á Plaza Mayor. Borðuðum pasta heima hjá Javier sem hann eldaði og það var svo gott....miklu betra en maturinn á veitingastaðnum kvöldið áður.  Um kvöldið fórum við að sjá töframann sem er mjög frægur sem heitir Tamariz, það var svo skemmtilegt og við hlógum okkur brjáluð. Þegar við komum út var orðið svo kalt og við vorum slöpp frá föstudagskvöldinu þá drukkum við bara smá bjór heima og svo að hvíla okkur.

Sunnudagurinn var hinn frægi útimarkaður Rastro sem er reyndar hættur að vera það sama og hann var því þetta var markaður fyrir notaða hluti en nú er þetta bara orðið svipað markaðnum hér í Murciu.  Dagurinn var lala og fljótlega byrjaði að dropa....stóra spurningin hvar er næsti BAR ahhaha.  Semsagt í fáum orðum það sem við gerðum á sunnudaginn var að þræða bari og borða tapas.  Úff það var líka frábært, það er ótrúlegt hvað er hægt að innbyrða marga bjóra á sunnudegi hahah. Hvíldum okkur svo fyrir loka djammið á sunnudagskvöld.  Martin bauð okkur öllum út að borða á frábæran argentískan veitingastað....kvöldið var að mestu leyti frábært...hefði getað verið betra en nú er nóg komið af djúseríferðinni í bili.  Fyrir næstu færslu ætla ég að vera búin að redda þessu með myndirnar og setja einhverjar fleiri inn...þó að það séu ansi margar sem ekki verða birtar frá Madrid hahahah.  Þá verður ímyndunaraflið að ráða ferð.

Knús á línuna og ekki gleyma hvað mér finnst yndislegt að þið kvittið bara rétt til að vita af ykkur. 


Djamm og sveitaferð.

Vicente hrókur alls fagnaðarHér er Vicente hrókur alls fagnaðar á svölunum heima hjá sér öruggur með bjórinn hahaha. Þetta kvöld sýndi hann okkur power point myndasýningu af Nepal ferðinni sinni.  Við skemmtum okkur vel yfir myndum, mat og bjór.  Við  fengum rækjur, kolkrabba og kökur í eftirmat.  frábært boð.

Inma og Martin

 

 

 

 

 

 

 

 

 Síðan daginn eftir fórum við til Santomera að skoða hesta, geitur og vera í smá svona sveitastemmingu.  Geitin elti krakkana eins og óð væri og þau öskruðu og görguðu og skemmtu sér frábærlega.  Ég er búin að setja inn nokkrar myndir en þarf eitthvað að endurskoða þetta því það er allt myndapláss orðið fullt.  Þannig að ég held að ég verði að taka allar myndirnar og minnka þær og setja aftur inn eða eitthvað.  En á laugardeginum var semsagt líka farið á hestbak svo elduðum við rækjur, Paellu með kjöti og fullt af bjór eins og vill vera með þennan hóp.  Krakkarnir sáust ekki allann daginn, þau voru að bardúsa að vera í sveitinni....skíta sig út.  Sunnudagur var svo bara afslöppun út í eitt, þvílíkt notalegt.

Martin, Javier og VicenteInma og ManoloÞetta er svo fólkið nema Vicente sem er í appelsínugula sem er á leið í ferðalag til Madridar um næstu helgi.  Það vantar bara mig þarna en ég fer með.  Javier sá í hvítu skyrtunni er búin að planleggja þvílíka skemmtun...vá mar, ég mun segja frá því í næstu færslu.

Ole ole ya tenemos algunas fotos de la fiesta de Vicente y de nuesto día genial en Santomera con los caballos.  Tengo un problema ya he llenado todo el espacio de las fotos...tendre que reorganizarlo todo y guardar las fotos con menos pixeles, por eso no hay mas fotos del día chulo en el campo.  Espero no tardar mucho arreglar eso.  Los viajeros nos vamos a Madrid a pasar unos días con Don Javier, va a ser muy chulo y planeado.  Un beso 


Stjörnuspekistöðin.

Clara og Domingo  

Jose Maria og stjóri Javier

Hérna er fleira fólk úr vinahópnum sem er alltaf saman og við gerum ótrúlegustu hluti saman.  Hér fórum við í stjörnuspekimiðstöð hérna í nágrenninu og fengum að sjá Satúrnus og tunglið. Vorum mjög heppinn því það var búið að vera skýjað allann daginn.

Vicente Þessi var svo tekin í afmæli hjá tvíburunum hennar Inmu af Vicente og mér.  Varð að taka forskot á sæluna og setja hana inn, því hann greyið er hvergi komin á blað á þessa síðu. En myndirnar úr afmælinu koma væntanlega fljótlega. Á morgun býst ég við að setja inn sveitaferðina okkar um helgina sem var frábær, en eitt í einu, annars fer þetta allt í kleinu hahahaha.

Queridos amigos aqui teneis fotos del observatorio y una de Vicente que todavia no tenia ninguna foto metido aqui en el blog.  Para ellos que no saben para ver todas las fotos entrais en la izquierda en Myndaalbúm y allí estan todas las fotos. Espero que os guste, mañana más del fin de semana, la fiesta de Vicente y los caballos que estaba genial. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband