Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Haustið er komið og kvefið líka!!!
30.9.2007 | 17:07
Jább hér er komið haust sem þýðir að það er mjög mikill hitamunur á morgnanna og daginn, svo og á daginn og kvöldin. Það getur farið í næstum í 30° yfir daginn og yfir það en svo á kvöldin og snemma á morgnanna er kannski bara 15°. Það sem mér finnst verst á þessum tíma er hvernig maður á að klæða börnin, því þau kafna úr hita eða verður kalt ef þú klæðir þau ekki rétt. Þá er rennda peysan góð og einhverjar hálfsíðar buxur enn ég get sagt ykkur að þetta er ekki auðvelt.
Perla Líf er komin aftur með asmahljóð og við erum búin að bæta við hana ventolininu og atroventinu aftur mér til lítillar gleði, vona bara að við náum að halda þessu í skefjum. Þar sem þetta er ekki ofnæmisasmi þá er lítið hægt að gera nema vera með fyrirbyggjandi lyf og passa hana, sem er nú ekki auðvelt því að Perla Líf er ekki beint barn sem er kyrr allann daginn. Læknirinn mælti á móti því að hún væri í íþróttum þegar hún væri með svona asmahljóð en því miður er ég ekki sammála því þá held ég að hún fari ekkert í allann vetur. Ólafur Ketill sem nánast aldrei verður veikur er orðin drullu kvefaður og í ofanálag ég líka. Fullt af hori og að byrja að vera illt í hálsinum en ég leggst ekki fyrr en ég bara get ekki staðið upp því get ég lofað ykkur.
Gistum hjá Fulgen um helgina og við skemmtum okkur yfir seríu n°2 af prisionbreak, hún er enn sem komið er mjög góð en mér er sagt að fyrsta sé betri. Hann gaf mér nýtt gps í bílinn ekkert smá flott, æi hann er svo góður við okkur.
Perla Líf er nú í ströngum lærdómi heima að læra á klukku, hún er orðin rúmlega sjö ára og hefur ekki hugmynd um hvernig klukkan er þó að hún lærði í fyrra í skólanum og ég sé búin að kenna henni. En ef hana langar að vera úti að leika við vini sína og koma heim á vissum tíma verður barnið að læra á klukku, þannig að nú verður það sett á fullt.
Það er alveg að koma að flutningi á búðinni. Hún fer í meira en helmingi stærra húsnæði og þar verður ekkert smá flott yfirsýn yfir allar tegundir af hljóðfærum og auðvitað nótnabókum og öllu sem við kemur þessum bransa. http://www.klavier.es
Verðum í bandi, farið vel með ykkur þangað til næst.
Frábært líf.
27.9.2007 | 20:28
Æi hvað lífið er alltaf gott og yndislegt og það er um að gera njóta þess. Það er farið að hausta aðeins hérna á Spáni, maður finnur fyrir því á morgnanna og svo náttúrulega á kvöldin, þó að á daginn fari hitinn enn í 28-32° eins og í dag. Nú eru sko tómstundirnar byrjaðar þetta sama og venjulega, tennis, sund, padel en það eru 2 nýjar sem er að Ólafur Ketill er byrjaður að læra á píanó og er rosalega áhugasamur og finnst mjög gaman og Perla Líf byrjar á mánudaginn í Tae kwondo það verður nú svaka maka stuð mar.
Ég er búin að vera rosalega dugleg að hreyfa mig þessa vikuna fór í spinning á mánudag varð mjög þreytt og var viss um að ég yrði að drepast úr harðsperrum daginn eftir en svo var ekki. Fór svo í fyrsta tímann í padel í langan tíma og ég fékk sko harðsperrur eftir hann haha, hljóp í 20 mín í gær, þar er ég sko stolt af sjálfri mér því mér finnst svo leiðinlegt að hlaupa og ég hafði ekki hann Fulgen minn til að peppa mig upp þannig að ég stóð mig eins og hetja, þó að ég segi sjálf frá.
Síðustu helgi vorum við bara heima í rólegheitunum, kíktum reyndar til Torrevieja á nýja húsið Þurýjar og Steinars sem var rosalega kósý, það var skýjað þannig að við fórum bara í göngutúr með þeim og svona notalegt. Annars bara verið að halda áfram að hreinsa til í íbúðinni og hafa það notalegt.
Ég hef verið að horfa á Soprano seríuna sem fékk svo mikið af verðlaunum á einhverri af þessum hátíðum um daginn og hún er bara nokkuð góð en verð að láta það flakka að prisionbreak og fyrsta serían af lost er betri. Mafían er kannski ekki mín sterka hlið en þeir eru mjög góð afþreying það verður að segjast.
Later
Búðir og meiri búðir.
18.9.2007 | 19:57
Á fimmtudaginn komu nú Þurý og Steinar okkar til okkar um kvöldið, ég hafði keypt pizzur um daginn þannig að það var pizzuveisla og auðvitað bjór fyrir þreytta ferðamenn. Þurý var hálf bílveik orðin í bílnum þannig að það mátti ekki vera með nein læti við matinn. Við eyddum þessum dögum saman að mestu í búðum, ég get svarið það maður er búin að fá nóg í bili af raftækjaverslunum. Það besta við þetta að ég varð bara þreytt en buddan mín varð ekkert léttari á öllu þessu búðarrápi haha. Bara hjá þeim. En verð nú að monta mig aðeins að þau gerðu mjög góð kaup hér í Murcia og keyptu samt nánast allt sem vantaði.
Þess á milli sem við rápuðum í búðum horfðum við á Prisionbreak, ég reyndar í annað sinn en þeir eru frábærir þættirnir. Hausinn á okkur var semsagt orðin kassalaga og lappirnar að detta undan haha. Það var samt frábært að fá að hafa þau og geta gert fullt af hlutum með þeim og fyrir þau. Nú er komið að okkur að fara í heimsókn í nýja húsið og setjast að haha. Reyndar er boðið komið og fljótlega verður sko brennt þangað því get ég lofað.
Skólinn er nú byrjaður og lífið að komast í skorður, úff það var æðislegt og börnin eru ánægð að hitta alla vinina og leika á fullu en það þarf reyndar að læra líka en lítið sem komið er.
Til hamingju elsku vinkona mín með stórsigur í lífinu!!!!
Knús til ykkar
Skólinn, skólabækur og allt það.
13.9.2007 | 15:26
Loksins loksins er skólinn byrjaður. En þá tekur höfuðverkurinn við að ná í allar skólabækurnar, plasta þær og kaupa alla fylgihluti. Ég er nú komin með all flestar bækurnar og að verða búin að plasta þær líka, úff þetta er engin smá vinna.
Undanfarið hafa krakkarnir verið hérna ein heima á morgnanna til kl 14 á meðan ég hef verið að vinna en það hefur sko verið í góðu lagi því þau eru orðin svo stór. Vöknuðu nánast aldrei fyrr en rúmlega 10 og þá átti eftir að borða morgunmat, læra aðeins og svo bara leika við vinina í nágrenninu. Þetta gekk mjög vel. Nú eftir rúmlega viku byrja svo áhugamálin, Ólafur Ketill er að fara að byrja að læra á píanó svo fara þau bæði í tennis og sund eins og undanfarin ár.
Við Fulgen höfum farið aðeins út að hlaupa en svo vill til núna að greyið mitt er komin með í hnéð aftur, en hitt hnéð ekki það sem var lagað í fyrra. Svo í bili er hvíld í hlaupunum og ég ætla að bíða fram í næstu viku á að byrja í leikfimi vill klára allt í sambandi við skólann fyrst. Svo byrja ég auðvitað í Padel eftir rúma viku og það verður æði, hlakka ekkert smá mikið til. Eftir að við komum til Murciu erum við búin að vera dugleg að hitta vini og vera hingað og þangað. Höfum lítið stoppað við og nú fáum við kærkomna gesti í kvöld sem eru Þurý og Steinar, veiiii það verður gaman.
Vil óska Steinunni, Dóra og fjölskyldu með nýju dömuna sem fæddist síðustu helgi.
Kossar til ykkar allra.
Myndir Myndir!!!
3.9.2007 | 16:41
Haldið þið ekki að mín hafi sett inn nýjar myndir. Þetta er ótrúleg framför hahaha. En ég byrjaði að vinna í dag. Þurfti að hafa krakkana með mér sem er nú alls ekki það besta, lítið hægt að gera með þau yfir mér. Gerði þetta svona í dag því ég fór með Perlu Líf til augnlæknis sem sagði að hún væri með smá breytingar á sjóninni en hann vildi ekki láta hana fá gleraugu strax, sem betur fer.
En það þarf víst að fylgjast vel með henni ef þetta versnar. Nú er ekki nema 8 dagar þangað til að skólinn byrjar hjá þeim sem betur fer, þá fer nú lífið endanlega í réttar skorður.
Fulgen og ég erum byrjuð að fara út að hlaupa saman og hann vill endilega að við förum í hálft maraþon saman. Hann segir að ég hafi alveg þol í það en ég er nú ekki svo viss haha. En ef hann hefur trú á mér þá er best að kýla á það og reyna að minnsta kosti. Jæja nóg í bili.
Fríið á enda.
1.9.2007 | 23:20
Jebb nú erum við að komast aftur á okkar rétta stað. Er búin að vera með börnin í húsi með vinafólki í Torrevieja núna í 2 vikur. Við þökkum Hrólfi og Sólveigu fyrir allt, það var frábært eins og venjulega að hitta ykkur og eyða þessum tíma saman. Auðvitað á ég ekki fartölvu fyrir utan að ekkert þráðlaust net í Torrevieja. Börnin skemmtu sér auðvitað konunglega með krökkunum frá Íslandi hér á Spáni og auðvitað var fullt af uppákomum og mikið stuð í svona stórum hóp.
Við komum tilbaka á föstudaginn en erum búin að vera hérna heima hjá Fulgen síðan. Samt höfum við ekki stoppað eða nánast ekki. Búin að vera boðin hingað og þangað til vinafólks í rnágrannabæjum sem eru enn í sumarhúsum við ströndina og þar höfum við eytt dögunum og ekki komið heim fyrr en seint og síðar meir. Þannig að Fulgen hefur séð lítið af okkur líka. Höfum hitt t.d. Nabilu, Jose og Chiqui, Adrian einn af bestu vinum Ólafs Ketils hér á Spáni og bara hingað og þangað. Mjög gott að hafa eitthvað fyrir stafni hér í þessum hita. Annars er seinnipartur ágústmánaðar búin að vera stórskrítin, það er búið að rigna 3 til 4 daga og svo kemur hitamolla og alveg ótrúlegt. Jæja vinir og vandamenn, vona að þið séuð ekki búin að gefast upp á okkur því við komumst í eðlilegt horf núna frá og með morgundeginum. Endilega verið í bandi á skype. Knús í kremju.