Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ofbeldi..ofverndun, hvert er heimurinn að fara!!!

Laugardagurinn var merkilegur dagur að því leyti að maður sér að heimurinn er að snúast til verri vegar á hverjum degi.   Sonur minn fór á skákmót að morgni dags en var búin um kl 12.30 og á þeim tíma gat ég alls ekki sótt hann, hann þurfti að bíða í svona 15 mín eftir mér.  En hann vildi endilega labba heim sem er ekki meira en svona 15 mín frá þeim stað þar sem hann var.  Fulgen vildi ekki sjá það að hann gerði það en við náðum ekki í hann aftur þannig að næst þegar náðist til hans var hann komin heill heim.  Fulgen sagði....við ofverndum börnin okkar í dag, ég á hans aldri labbaði yfir þvera Murciu og eins gerði ég heima í Reykjavík og það var ekkert vandamál.

Kl 15 um daginn rauk Fulgen úr afmælisveislu sem við vorum í án þess að segja nokkurt orð, mér brá en vissi ekki hvað hafði verið í símtalinu sem hann fékk frá 17 ára tengdasyninum.  Í ljós kom að þeir höfðu farið út í búð, hann og Miguel 12 ára, að kaupa klaka, þá komu einhverjir 4 gaurar og báðu þá um peningana sem þeir voru með Gaby tengdasonurinn neitaði og sagðist þurfa á þeim að halda en Miguel var eiginlega búin að koma sér þokkalega í burtu, (sem betur fer). Þegar þeir slógu Gaby en hann náði líka að hlaupa í burtu frá þeim en þeir eltu.  Hlupu þangað þar sem þeir sáu fólk og hringdu í Fulgen.....úff manni er nú ekki sama um hábjartan dag.  Ég hugsa mig sko 2var um næst þegar Ólafur Ketill ætlar að labba eitthvað einn.!!! Svona á heimurinn ekki að vera, mér finnst þetta hræðilegt. 

Til að kóróna daginn, þegar Þurý kom heim til sín kom hún að fullri götu að lögreglu og fólki útum allt.  Það hafði maður verið myrtur í þessari kyrrlátu götu sem hún býr í.  Hvert er allt að fara, þurfum við að fara búa við hræðslu að fara hvert sem er nema í fylgd!!! 


Afmæli.

Hann yndið hann Ólafur Ketill átti afmæli á fimmtudaginn, hann varð 10 ára drengurinn, þetta er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.  Við gerðum nú lítið á fimmtudaginn þar sem þau voru í sundi og ég í padel en við fórum samt eftir það til Jose og Chiqui svona til að breyta til, vorum þar til kl 22.30.  Afmælisveislan var svo í gær hérna útí garði, við pöntuðum 8 stk pizzur og gos og þetta var bara eins og útileiga.  Það var fjöldi barna eða um það bil 20stk og eitthvað af fullorðnum, pizzurnar átust upp til agna og við vorum þarna úti til rúmlega kl 19 en þá var Perla Líf orðin svo slæm af hóstanum að hún var hálf grenjandi að fara heim. 

Á föstudaginn fórum við um kvöldið í verslunarmiðstöðina hérna svo að Ólafur Ketill gæti keypt eitthvað fyrir peninginn sem pabbi hans gaf honum.  Fórum í fnac og Miguel kom með, Perla Líf var hjá Max vini sínum á meðan.  Borðuðum svo á KFC sem var draumur afmælisbarnsins, Fulgen var búin að vinna svo mikið að hann nennti ekki með.  Fórum svo og sóttum Perlu Líf og heim til Fulgen að sofa. 

Ólafur Ketill fór á annað skákmót á laugardagsmorgun og gekk ágætlega en náði ekki að komast í verðlaunasæti en æfingin skapar meistarann, um að gera að fara á sem flest mót!!!  Ég var komin í afhendingardeildina í fyrirtækinu á laugardaginn, það þurfti að afhenda píanó og Fulgen var einn, þannig þá er bara að fara í hinn gírinn og hjálpa til upp að því marki sem maður getur.  Þetta var frábært, okkur var svo boðið í afmælisveisluna þar sem við afhentum píanóið.  Bara frábært. 

Adrian fékk að gista hjá okkur því að þeir þurftu vinirnir að gera verkefni fyrir skólann, leita að hlutum á netinu. Þeir léku heillengi í playstation um kvöldið svo unnu þeir þetta smotterí í morgun, reyndar þurftu þeir að drífa sig svolítið því klukkunni var breytt hér í nótt þannig að þegar við fórum á fætur um kl 10 þá var sko kl orðin 11 hehe. Adrian var sóttur um kl 13 en þá skruppum við í Cordillera sem er íþróttamiðstöð til að hreyfa okkur aðeins.  Borðuðum svo seinnipartinn heima hjá Fulgen og vorum þar í rólegheitum.  Krakkarnir unnu svo nokkur verkefni í íslenskuskólanum þegar við komum heim og svo bara að sofa.  

Perla Líf á loksins tíma í asma og ofnæmisprófið á morgun.....ég vona að eitthvað komi útúr því, hún er enn svo slæm. 


Laser, þvílík snilld!!

Jább mín er sko byrjuð að taka nárann með laser og í dag fór ég og lét taka undir höndunum.  Þetta er svolítið vont en ég held að þetta sé þess virði.  Þetta nýja sem ég er að prófa núna er þó nokkuð ódýrara heldur en á mörgum öðrum stöðum, en það kemur í ljós eftir svona 2-3 vikur hvernig þetta virkar.  Fulgen er sko líka byrjaður í þessu "ég held að þetta sé vanabindandi" úpps en þetta er þægilegt í alvöru.  Hann er djarfur og tók alla handleggina og bakið í dag heheh.  Það er ekkert sem ég er búin að taka miðað við hann.

Í dag er ég búin að spila Padel í einn og hálfan klst sem við reyndar gerðum á laugardaginn líka.  Fórum á laugardag og leigðum völl, tvær sem eru í tíma með mér komu og Fulgen, honum leiddist greyinu þar sem hann er MIKLU betri en við, en hehehehe við gátum lært af honum.  

Nú er að koma að afmælinu hans Ólafs Ketils, það eru að verða komin 10 ár frá því að hann kom í heiminn, vááá mar.  Perla Líf virðist vera smá að batna, hún vaknaði bara 1 sinni síðustu nótt.  Guð sé lof.  Jæja ég vil líka óska nýju brúðhjónunum alls hins besta og þvílík synd að missa af þessu, er búin að fá smá þef með myndunum frá mömmu.  Bíð spennt eftir fleiri myndum!!! 


Löng yndisleg helgi.

Jæja hér erum við....held að lagast með svefnleysi og hósta.  Föstudagurinn var eiginlega ein hlaup út í eitt. Ólafur Ketill átti að fara á skákmót kl 18,30 næstum uppi í fjalli en Perlu Líf var boðið í afmæli hérna í nágrenninu kl 18.  Þetta getur verið strembið, hvernig get ég skipt mér í tvær persónur til að vera með þeim báðum ég bara spyr??? Gasp Þetta gekk heldur en ekki á afturfótunum, fékk eina mömmuna til að taka Perlu Líf með sér heim eftir afmælið svo að ég gæti klárað með Ólafi Katil.  Viti menn ekki var það nú svo gott!!!FrownW00t Hringt var í mig kl um 19 en Ólafur Ketill átti ekki að klára fyrr en kl 20,30.  Perla Líf var komin inn því hún var bara mjög slæm, og ég segi ykkur svo að hún tolli ekki í afmælið þarf ástandið að vera MJÖG slæmt.  Þaut af stað til að sækja greyið en fyrst þurfti að redda að einhver myndi sækja Ólaf Ketil og vin hans Daniel á skákmótið, mín kæra mágkona sagðist myndu gera það hjúkk.  Skákmótið tafðist það mikið að við gátum sótt þá strákana og það kom í ljós að Ólafur Ketill hafði náð sér í medalíu.  Æði hann er bara duglegur.!!!Happy

En við fórum aftur til læknis á laugardaginn því mér fannst Perla Líf heldur verri ef eitthvað var.  En fórum nú bara til Ninesar góðvinkonu okkar sem er barnalæknir. Perla var búin að halda fyrir mér slatta vöku nóttina áður og hósta mjög mikið á laugardeginum, hún sem hafði ekki verið slæm á daginn bara á nóttinni.  Nines heyrði fullt af blístri í lungunum þannig að hún gaf mér eitt meðalið til og nú var bara að bíða og vona.  Þetta virkaði nú eitthvað því nóttin var mun skárri og Perla Líf hefur skánað heilan helling þó að hún fái enn hóstaköst.  

Ég fékk allavegana einhverja hvíld, því við sváfum út allavegana sunnudag og mánudag sem er hér dýrðlingadagur jose sem á íslensku myndi vera Jósep einnig er þetta feðradagurinn og hér er þetta frídagur.  Fórum heim til Jose og Chiqui í mat og höfðum það gott í dag.

knús og kossar 


Erfiðir dagar!!

Úff og aftur úff þetta er ekki búin að vera vikan mín!!! Það er á hreinu, síðan á föstudag er ég næstum búin að vera fastagestur á spítölum eða hjá læknum, eini dagurinn sem ég sleppti var sunnudagur.  Sko þetta byrjaði allt á föstudaginn, við gistum auðvitað hjá Fulgen eins og vani er um helgar, nema hvað þegar ég var alveg að detta útaf eða nýsofnuð byrja ég að heyra í Perlu Líf.....oooo nenni ekki, vil ekki.  SleepingVar svo þreytt og langaði ekkert að fara fram, heyrði þá að Paloma var byrjuð að tala við hana og ég hugsaði, verð að fara fram áður en hún vekur fleiri.  Þá var greyið Paloma komin með sýkingu í puttann á að NAGA á sér neglurnar og puttana upp til agna.  Það var farið á bráðamóttöku með hana, stungið á og vesen.  

Helgin gekk svo sinn vanagang nema Perla Líf byrjaði að hósta aftur, ég var eitthvað illa fyrir kölluð á sunnudaginn, ææi það var allt svo ómögulegt....er hrædd um að manneskja sem átti ekkert skilið sem ég elska útaf lífinu hafi fengið smá af því.  En ég er víst þeim kosti gædd að ég er fljót að átta mig og biðjast afsökunnar.  Spilaði reyndar padel við fólkið sem ég er að æfa með og það bjargaði deginum!!Tounge

Svo byrjaði ballið, Perla Líf vaknaði á 2 tíma fresti eða bara hætti ekki að hósta alla nóttina, ég hélt að ég myndi farast.  Ákvað að fara með hana loksins til læknis og biðja um ofnæmis og asmapróf, var rosa jákvæð og hélt að það gengi bara sama daginn hahahaha o nei, bíða í 2 vikur.  Svona eru næturnar búnar að vera hjá mér síðan....hreinlega ekkert sofið, er hér því eins og svefngengill núna.  Var heima í gær að reyna að ná upp svefni og eitthvað náði ég mér í en ekki nóg.  Síðustu nótt fórum við meira segja á barnabráðavaktina til að vita hvort að þessir læknar gætu gefið mér einhverja lausn en....hún var hin hressasta þegar við komum þangað kl 4 í nótt.  Var búin að vekja greyið Fulgen til að hann kæmi heim til mín til að vera hjá Ólafi...þvílíkt vesen.  Nú er ég hætt, bara ligg og bæn, krosslegg fingur um að Perlan mín sofi í nótt....bara eina nótt plís.Halo

Nú set ég einn....bara einn þátt af Greys anatomy á og svo upp í rúm en þar bíður bókin eftir mér hehe. Kissing


Fleiri afmæli.

Jæja það eru nú ekkert smá fljótar að fljúga vikurnar núna, maður bara tekur ekki eftir neinu.  Vinnan er búin að vera ansi mikil þessa vikuna líka en þó rólegri, það er búið að klára Murciu, ótrúlegt en satt, allt komið inn í tölvuna en það eru sko 3 staðir eftir hehe.  En þetta verður sko búið mikið fyrr en í fyrra. 

Krúttið mitt átti nú afmæli í gær og það var nú ekki mikið gert svo sem, fórum til tengdó að borða með fjölskyldunni og Þurý kom með.  Henni fannst nú bara gaman að koma inn á svona spænskt heimili borða týpískan mat og vera með hehe.  Seinnipartinn komu vinafólk okkar Nando og Silvia í heimsókn með krakkana sína, við höfum ekki sést síðan fyrir jól einhvern tíma. 

Hver veit það svo ekki að það var stórleikur í fótbolta í gær og það varð náttúrulega að horfa á hann.  En þar sem þessi elska horfir nánast aldrei á fótbolta leyfði ég honum það auðvitað.  Fór með krakkana að borða á KFC og svo fóru Ólafur Ketill og Miguel í bíó en Perla Líf sem var mjög þreytt kom með mér heim.  Miguel er nú farin í skíðaferðalag með skólanum og verður í tæpa viku.  Nú eru að koma meiri próf hjá Ólafi Katli fyrir páskafríið og hann ætlar að minnka aðeins tómstundirnar eftir páska til að geta leikið við vini sína.

Ólafur Ketill og Perla Líf byrjuðu í síðustu viku á íslenskunámskeiði hjá íslenskuskólanum sem stendur í 5 vikur, en sem komið er finnst þeim þetta skemmtilegt og ég held að þeim eigi eftir að finnast það.  Ég er að fara að spila Padel á eftír í klst við stelpurnar sem eru með mér að læra padel það verður bara stuð.

Knús


Takk fyrir mig, krúttin ykkar!

Takk fyrir allar kveðjurnar í sambandi við afmælið mitt.  Ég var ekkert smá glöð að sjá hversu margir höfðu munað eftir mér í alvörunni talað.

En þetta er búin að vera brjáluð vika.  Byrjuðum talningu á Mánudaginn í Murciu, það gekk miklu betur en ég þorði að vona en það voru sko 12 klst törn.  Ótrúlegt en satt þá tókst okkur þetta næstum því, á þriðjudag eða á afmælisdaginn minn vorum við semsagt með opið en að klára það litla sem á vantaði. Mágkona mín hringdi í mig snemma og þau sungu fyrir mig í símann hún á afmæli í dag það var ekkert smá gaman, svo kom hún þessi dúlla með köku með kertum og allt í vinnuna til mín, þar var líka sungið þannig að það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki notið dagsins.  Fór svo með Þurý að borða, ætluðum að fara á Mondo Italiano en það var lokað svo að við fórum bara og borðuðum Kebab sem mér finnst  æði gott, hún bauð afmælisbarninu hehe.  Svo rúsínan í pylsuendanum að ég byrjaði að æfa Padel sem er íþrótt svipuð og tennis, bara á minni velli og með öðruvísi spaða, veit ekki hvað þetta heitir á Íslensku....kannski getur einhver sagt mér það.

Elskan í lífi mínu gaf mér nýjan spaða til að æfa þessa nýju íþrótt og svo bauð hann mér út að borða á einn flottasta eða besta veitingastað í Murciu.  Við höfðum það mjög notalegt, Þurý var svo elskuleg að vera með krakkana þannig að ég gat notið þess til ýtrasta og gist hjá honum líka.  Yndislegur dagur. InLove

Svo restina af vikunni hefur verið talning áframhaldandi, nú á morgun vantar bara að koma allri talningunni inn í tölvuna sem verður líka heljarinnar vinna.  Reyni að vera duglegri að skrifa í þessari viku.  Krakkarnir hafa það frábært, Ólafur Ketill fór á skákmót í morgun og gekk ekki alveg eins vel og áður en hann bætir sig bara næst,.....skiptir mestu máli að vera með.

 Kossar og knús í kremju héðan úr hitanum


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband