Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðileg jól vinir og vandamenn!

Gleðileg jól allir, er svolítið sein í þessu en er búin að vera á heimilli n°2 að undanförnu og lítið verið við tölvuna, því hér er bara talvan hans Fulgen og þá er spurning um að grípa hana þegar hann er ekki að nota hana sem getur nú bara verið svolítið flókið mál.  Reyndar ætti ég nú frekar að segja Gleðilegt ár og geri það hér með en þar sem ég var ekki búin að óska gleðilegra jóla hér á netinu að minnsta kosti verður maður að gera það.

Ég vil byrja á því að bjóða nýjasta fjölskyldumeðlimin velkomin í heiminn, lítil frænka sem fæddist í gærkvöldi, barnabarn Ísleifs bróðurs.  Vona að hamingjan sé að gera útaf við þau á þeim bæ.

Takk fyrir öll fallegu jólakortin, reyndar komu þau flest eftir jól en það  var sko ekki ykkar sök.  Hér fóru póstburðarmenn í verkfall 3 dögum fyrir jól þannig að allt var stopp.  En ég held nú að ég sé búin að fá þau flest.  Það sem er að frétta af mér að ég varð hundslöpp og veik strax daginn eftir að krakkarnir fóru....ekkert smá fúlt því ég ætlaði svo að vera á búðarrápi, fara út með vinkonum mínum og hafa það notó en það varð lítið úr því þann föstudaginn.  En á laugardeginum fyrir jól fór ég nú bara samt á búðarráp þó að ég væri með svima og hálfgerða ógleði og það smátt og smátt lagaðist.  En það á nú ekki að hrósa happi of snemma því svo núna á miðvikudag byrjaði sviminn aftur og þá fór mér nú ekki að standa á sama!!!  Hafði fengið þetta í haust og hélt að það væru axlirnar og vöðvabólga sem væru að hrjá mig en nú er þetta að koma aftur.  Fór í blóðprufu og það kom allt frábært út úr henni nóg af járni og kólesterólið á góðu róli....semsagt ekkert að mér sem angrar mig meira en allt því ég er enn með svima og viðbjóð.  Nú á ég tíma hjá eyrnalækni til að reyna að komast að hvort þetta stafi frá miðeyranu en þetta hljómar fyrir mér að þeir finni ekkert að mér og þetta sé eitthvað sem erfist því pabbi er alltaf með svima af og til og ekkert finnst að honum.  Mér finnst það óþolandi tilhugsun að ég sé komin með einhvern svima til að vera....til æviloka ojbara!!

Jæja en jólin eru búin að vera róleg, á aðfangadagskvöld vorum við heima hjá Jose og Chiqui með allri fjölskyldunni, reyndar voru börnin hans Fulgen ekki því þau voru í Cartagena með móðurfjölskyldunni sinni.  Jólasveinninn er farin að gefa mér hrukkukrem sem hljómar nú ekki nógu vel hahahahha.  Vorum svo með mömmu Fulgen, frænda og systur á jóladag.   Semsagt alls ekki búin að vera ein, þetta er búið að vera notalegt og rólegt.  Fórum í bíó að sjá The Legend í gær með vinum og það var bara nokkuð góð mynd.  Will Smith er rosa gæi mar, þvílíkur kroppur ehhe. 

Börnin hafa það gott á klakanum og eru sæl með að það hafi snjóað þó að það virðist hverfa hratt hjá ykkur í dag í þessum viðbjóð sem þið eruð að upplifa.  Ég held að ég hafi bara aldrei munað eftir þvílíkum vetri með vindi og rigningu að það þurfi að aflýsa flugi, skólum og öðru.  Úff maður þá get ég sagt að ég öfundi ykkur ekki, hér er hæglætisveður frekar svalt eða 4° til kannski 12° þannig að maður getur ekki kvartað í raun.

Ætla enda þetta á að segja GLEÐILEGT NÝTT ÁR og takk fyrir öll þau liðnu.  Sjáumst hress og kát á nýju ári 2008 verð á klakanum í ágúst.  Snemma í að láta vita, svo að maður geti hitt sem flesta!!

Jóla og áramótaknús


Er ad drepast ur kvefi í kuldanum.

Jaeja ég veit ekki hvad er í gangi med lyklabordid en talvan leyfir mer ekki ad breyta yfir í íslenska stafi núna, alveg ótholandi.  En aetla nú samt ad skrifa smá thar sem er svo langt sídan sídast.

Eins og ég segi er med thvílíkt haesi og pínu illt í hálsinum ad thad er ekki fyndid, enda fer hitinn nidur í svona 3º á nóttunni thessa dagana.  Hef semsagt ekkert lagt í ad hjóla og í raun búin ad vera brjálud í skapinu vegna pappírsmála hér og gengur ekkert né rekur, alls stadar kemur madur ad lokudum dyrum og thvílíkt vandamál ad gera thad sem bedid er um eda nálgast thad.  

Erum reyndar búin ad vera dugleg ad fara í bíó, krakkarnir eru búin ad sjá baedi the golden compass og The enchanted sem ég reyndar sá med henni.  Svo verdur madur nú ad segja ad madur er búin ad sjá myndina El Orfanato sem er tilnefnd til ég veit ekki hvad margra verdlauna, alla vegana hér úti.  Svo sá ég líka spaensku myndina Rec hùn var ekkert sérstok ad mér fannst, en thad er alltaf gaman ad fara í bíó thó ad madur sjái thetta ordid mikid heima.  Ég er búin med The Soprano og mér fannst endirinn óged halló, thad er eins og thetta sé ekkert sídasti kaflinn!!!  Er alltaf jafn hooked á Greys anatomy og svo er madur adeins búin ad vera ad lesa.

Annars erum vid búin ad senda oll jólakortin eda thau sem ekki fara med krokkunum heim, kaupa gjafir fyrir thá sem enn voru eftir og thetta er allt ad verda tilbúid enda bornin ad fara frá mér á morgun.  Úff hélt ad thetta yrdi audveldara í thetta skiptid thar sem thetta er skipti númer 2 en mér er farid ad kvída hálf fyrir.

Jólaskemmtunin í skólanum var í morgun og thad var svo gaman ad sjá thau!! Thessi kríli uppi á svidi ad syngja og Ólafs bekkur song jólalag á fronsku, thad var aedi.

 Ég flyt yfir til Fulgens um jólin thannig ekkert vera ad hafa áhyggjur af thví ad ég verdi ein, verd í gódu yfirlaeti thó ad ég sakna ykkar allra.

Jaeja nóg í bili, sjáum hvort ég verd búin ad laga lyklabordid naest.  Jólakvedjur á klakann.


"Kuldinn" kemur og skapið mitt fer niður.

Jább er búin að vera svolítið þung undanfarið, ekki nógu ánægð með suma hluti og svo framvegis. Það er þetta tímabil þegar hitinn fer niður fyrir 20°heima hjá þér, ef þú hreyfir þig ekki er þér kalt, fullklæddur með teppi í sófanum en samt eru fæturnir ískaldir og svo framvegis.  Er samt búin að vera mjög dugleg að hjóla á nýja hjólinu og við förum alltaf fjölskyldan á hjólunum í sund og padel á þriðjudögum og fimmtudögum.  Þetta er mjög hressandi ekki hægt að segja annað, stundum svolítið erfitt að koma sér af stað sérstaklega á morgnanna en svo er þetta frábært og að sjá allt fólkið sem leitar að stæðum til að leggja bílunum og svo framvegis.  Eitt sem ég hef samt uppgötvað að ökumenn taka mjög lítið tillit til gangbrauta og fólks á hjólum.  Sem betur fer er ég með krökknum því margir hverjir bara stoppa ekki þetta er ótrúlegt og þeim er alveg sama, sjá mann standa þarna og bíða og bíða en engin stoppar.  Stórhættulegt.

Miguel er búin að vera veikur og var á endanum lagður inn á spítala, þá var hann búin að vera með hita í næstum 2 vikur og þá meina ég 39-40°.  Hann var næstum viku á spítalanum og fullt af skoðunum og læti en þeir fundu lítið að honum, hann var með lítið járn en lítið annað.  Hann er komin heim en fær hjúkkur og lækna heim þangað til sýklalyfin eru búin og hann verður betri, hitinn er allavegana farin sem betur fer.  Fulgen var búin að fá alveg nóg af spítalaverunni, því hér er fólk með börnunum sínum 24 klst á spítalanum eða reynir að skiptast á.

Krakkarnir eru í fínu fjöri, Perla Líf er reyndar aðeins byrjuð að hósta að nýju en við vonum að það fari að sjálfu sér.  Alla síðustu helgi vorum við með vinafólki Silviu og Nando og krökkunum þeirra það var mjög fínt og ég fór út að borða með 2 vinkonum út að borða á föstudagskvöldið og svo fórum við á bar og fengum okkur eitt glas og svo heim.  Það var geðveikt gaman við hlógum svo mikið!!!  Þetta er sko svo nauðsynlegt stundum eheh.

Jólaskapið lætur lítið á sér kræla, ætli það sé ekki helst vegna þess að krakkarnir eru að fara til Íslands eftir rúmar 2 vikur og ég verð líklega heima hjá Fulgen, þannig að skreyta hér til að engin njóti þess er eiginlega hálfgerð fásinna en samt dapurlegt að skreyta ekkert æi veit ekki hvað ég geri.

Jæja nóg í bili, reyni að vera duglegri...jólaknús 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband