Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Hrakfallabálkurinn minn!!!
21.10.2007 | 19:35
Jább ég á 1 stk myndarlegan hrakfallabálk, hún heitir Perla Líf. Þannig var að á fimmtudaginn fóru gríslingarnir mínir í sund og ég reyndar synti 20 ferðir ógeð dugleg hehe, síðan átti að vera padel en þar sem hafði rignt slatta fyrri part dags var engin tími hundfúlt. En þegar ég sótti Perlu Líf og Ólaf Ketil var Perla ekki búin að fara í sturtu og sagði mér að hún hefði brotið nöglina á stóru tásunni, það hefði verið þrifið og það hefði verið svolítið vont. Ég skildi nú ekki upp né niður í þessu veseni útaf brotinni nögl en þegar ég kom heim varð ég vör við afhverju þeir hefðu bannað henni að fara í sturtu. Þannig var að hún hafði brotið nöglina frá miðju og niður, þar með rifið upp part af henni með rótum og þetta var frekar geðslegt að sjá. Ég ákvað nú samt að fara ekki með hana til læknis fyrr en daginn eftir, hún svaf bærilega kannski ekki nógu vel vegna hósta sem var farin að versna þannig að það var hentugt að fara að kíkja til læknis.
Daginn eftir var hellidemba við fórum snemma á heilsugæslustöðina en fengum ekki tíma fyrr en rúmlega 11. Kíktum í vinnuna sem var auðvitað mjög fljótt að líða og við vorum komin til læknis áður en að við vissum af aftur. Nú fyrst og fremst vildi hann setja hana á pensilín útaf hóstanum, ljót hljóð í brjóstinu svo að hún fengi nú ekki lungabólgu. Kíkti svo á tánna, hann sendi okkur upp á spítala til að láta skurðlækni kíkja á þetta því hann vildi meina að það þyrfti að taka nöglina. Þegar við komum upp á spítala þá var röntgenmyndataka, svo aftur kíkt á þetta en svo loksins send til sérfræðingsins sem þurfti að kíkja á þetta til að ákveða hvað skildi gera. Það var ákveðið að taka nöglina ekki, því þeir segja að það sé verra, þeir settu því rótina aftur á sinn stað með góðri deyfingu og litla daman stóð sig eins og hetja!!! En auðvitað með stórar umbúðir svo ekki komst hún í skó alla helgina og það er nú búið að vera frekar erfitt fyrir njálgrass eins og hana hahahah. Á morgun á að þrífa þetta aftur og það verður gaman að sjá.
En pabbi Fulgens fór þarna á fimmtudeginum þannig að við erum búin að gista hjá honum um helgina. Í gær kom vinkona mín sem ég hef ekki séð lengi og við borðuðum saman, kjöftuðum á meðan krakkarnir léku sér. Æi það var rosa notó. Vonum að næsta vika verði skárri það er nefnilega ekki búið að gera annað en að rigna hér úff. Vorum að skipta yfir í sængur ummm namm mér finnst það æði. See later aligator
Hasarfréttin...
15.10.2007 | 17:55
Hún kemur en því miður vantar upp á lögregluskýrslur og fleira og má þá lítið kjafta um málið en ég er ok og ekkert við þetta viðriðin nema ég var þarna, vinn þarna haha.
En hérna gengur lífið meira og minna sinn vanagang, mikið búið að vera með fjölskyldunni hans Fulgen vegna veru pabba hans og konu hér. Það er búið að rigna frekar mikið hérna og er svona upp og ofan hvort hægt er að fara í tennis og padel suma daga. Nema viti menn að ég fór í padel á fimmtudaginn þegar var búið að rigna mikið fyrripartinn og auðvitað var allt rennblaut.....maður þurfti að læra upp á nýtt hvernig boltinn skoppaði því hann gerði það nú bara varla neitt.
Kom snemma í tíma og var heppinn að því leyti að mér var leyft að spila í 30 min með hópnum á undan, þar græddi ég mar...hehe. Síðan kom að mínum tíma og þá vorum við mjög fá, þannig að 2 hópum var skellt saman en það passaði ekki mjög vel heldur. Kennarinn minn bauð þá 4 að spila og ég myndi bara spila ein á móti honum, ég tók því, maður getur nú lært helling af því. Hann reyndi að gera útaf við mig með að láta mig hlaupa slatta á eftir boltanum en það vantaði nú alveg videokameruna því hún ég dúndraði sjálfri mér á glervegginn af öllu afli í einum eltingaleiknum við boltann.....náði því miður ekki boltanum en ég meiddi mig slatta á olnboganum og mjöðminni við áreksturinn. Það hefði bara verið fyndið að ná þessu á video. Eftir það var kennarinn minn alltaf að vara mig við veggnum hahaha þetta var bara spaugilegt.
Er síðan reyndar búin að vera með svima sem kemur örugglega frá herðum og hálsi, nú verð ég að fara til sjúkraþjálfara að láta nudda mig að reyna ná þessu stressi úr mér. En lífið heldur áfram og ekki þýðir að kvarta!!! Börnin hafa það gott og skemmta sér vel í skólanum og öllum tómstundunum. Jæja vona að þið hafið það öll alveg frábært.....þangað til næst.
Kvefið á undanhaldi.
8.10.2007 | 19:35
Jæja nú erum við greinilega aðeins að venjast haustinu. Ég reyndar varð hálf lasin mánudag og þriðjudag en ég er búin að hrista það af mér sem betur fer. Það kom þvílík rigning í síðustu viku og ég festist í ca hálftíma rétt hjá heima því ég fór labbandi án regnhlífar sem hefði nú reyndar að litlu gagni komið því þvílíkir voru pollarnir að maður varð þá bara blautur neðan frá og upp. Ég hætti mér útí rigninguna þegar það versta var afstaðið en kom auðvitað heim á floti, hætti fljótlega að gera mig að fífli að reyna að stökkva yfir pollana því þeir voru svo stórir að maður varð bara að vaða upp að ökklum.
Þurý og Arna Bára komu einmitt í heimsókn til Murciu þann daginn en þær ákváðu samt að fara ekki mjög seint vegna myrkurs og veðurs. En nú er helgin búin að vera mjög fín og það hefur farið yfir 30° á daginn, frábært.
Það er búin að vera fjölskylduhelgi og góðgerðar líka. Fulgen og ég byrjuðum á að fara í góðgerðarkvöldmat á föstudaginn til styrktar læknum sem fara reglulega til Afríku að hjálpa fólki þar. Þvílíkan heiður sem þau eiga skilin, það er sko ekkert smá, aðstæðurnar hræðilegar og ýmislegt sem mikið af fólki myndi ekki hætta sér í þó að því væri borgað. Á laugardagsmorgun herti ég mig upp og dreif mig með börnin að hitta fjölskyldu á Benidorm. Þar voru Guðrún Helga nafna mín, maðurinn hennar Kristján og svo Helga frænka mín sem ég heimsótti einu sinni til LA í Californiu. Það lá mjög vel á þeim og veðrið var ótrúlega gott, var að stikna þarna hjá þeim í sundlaugargarðinum en hefði nú samt ekki hætt mér í ískalda sundlaugina, ÞAÐ ER KOMIÐ HAUST. :) Fórum svo til Torrevieja nánar tiltekið Los Altos til Þurýjar og Örnu Báru, fórum í göngutúr og komum við í búðinni í leiðinni, gistum þar og borðuðum við góðar móttökur. Takk fyrir okkur Dúllurnar okkar.
Að lokum var fjölskyldumáltíð í Murciu á Sunnudag, semsagt öll fjölskyldan hans Fulgen við vorum í allt um 18 manns og það var rosa fínt, var þetta í tilefni afmæli systur hans Conchi og mömmu sem á reyndar afmæli í dag. Líka auðvitað að pabbi hans og kona eru stödd hérna í tæpar 3 vikur og það er alveg frábært að fá þau allaleiðina frá Mexíkó.
Það er búin að vera hasar í vinnunni, löggumál og dæmi....segi ykkur meira seinna!!!!