Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fúlt að hafa tapað.....

Hæbb, ég er eins og flestir íslendingar frekar fúl yfir tapi við dani....en við getum samt ekki verið annað en stolt af strákunum okkar eins og við viljum kalla þá.  Að við smáþjóðin séum í hópi 8 bestu handboltaliða heims.....getum við gert meiri kröfur!!!!????  Ég bara spyr? Jæja hér gengur lífið áfram ég er í einhverju niðursveiflu og finnst lífið frekar einhæft...reyni samt eins og ég get að fara í leikfimi vera með krakkana í hinu og þessu, stoppa lítið við en er samt eitthvað niðurdregin.  Held í rauninni að ég viti ekkert hvað ég vil í þessu lífi.  

Sé að síðan er lítið sem ekkert heimsótt eftir að ég læsti henni og það dregur mann niður, enginn komment...Sakna ykkar vina minna á Íslandi en samt býst ég ekki við að komast til Íslands þetta árið, þó að samt viti maður aldrei.  Ein vinkona mín er að reyna að mana mig í að koma með sér til Ibiza í 6 daga í byrjun ágúst...langar að fara og ekki.  Finnst ég verða alltof háð þessum karlmönnum, verð óörugg með mína hluti sem ég er venjulega aldrei, tek mínar ákvarðanir án þess að hika en núna er það eitthvað öðruvísi...þá náttúrulega stoppar maður við og hugsar hvort að maður sé að gera það rétta.   HJÁLP getur einhver fundið rétta veginn minn!!!! Er alveg rugluð, er ánægð og hamingjusöm en það vantar eitthvað, gæinn minn segir mér oft á dag að hann elski mig en......hvað er að trufla mig???

 Krökkunum gengur mjög vel í skólanum og í öllum íþróttunum sem þau eru í.  Í dag er ég með harðsperrur eftir bæði spinning og body pump sem ég fór í seinni partinn í gær.  Er að hugsa um að leggjast í leti og glápa á Dr. House.  Það róar taugarnar og dreifir huganum.

Er að íhuga að opna síðuna aftur, en endilega látið sjá ykkur og bara lítið kvitt. knús til allra.

 


Dagarnir líða...

Jæja þá lauk 3 skákmóti Ólafs Ketils og hann stóð sig eins og hetja.  Hann lenti í 11-14 sæti sem er nú bara mjög gott af 25 börnum.  Síðast var hann í 18-19 sæti heldur slakari heldur en í þetta skiptið.  Við höfðum það bara gott um helgina, að öðru leyti.  Svo á mánudögum erum við með í heimsókn vinkonur úr skólanum svona einskonar pössun en þau skemmta sér mjög vel krakkarnir saman, hafa hist lítið undanfarið svo það er ágætt að hafa svona einn fastan dag í viku. 

Ég er bara búin að vera dugleg í leikfimi en fer eiginlega alltaf í spinning orðið kannski pínu í Body pump líka.  Maður verður nú að styrkja efri hlutann líka.  Í dag kemur Nabila, Arslan og vinkona hennar í heimsókn til okkar og gista, hún er að svíkja lit því hún ætlar að flytja aftur til Frakklands.....ja en þá höfum við bara einhvern til að heimsækja í París það er nú ekki amalegt.

Fór í foreldraviðtal til kennarans hennar Perlu Lífar og hún var mjög ánægð með hana, öll hennar vinna vel unnin og snyrtileg.  Jæja svo er það málið hérna á Spáni að það styttist í fermingarnar....eða þá meina ég allur bekkurinn hans Ólafs Ketils okkur er náttúrulega boðið í nokkrar og ég er að hugsa um að forða mér til að engin fari í fýlu, því flestir krakkarnir fermast sama daginn.  Algjör Horror.

Styttist í helgi aftur sem betur fer, ein syfjuð


Leti leti.....

Halló halló, já ég veit að ég er búin að vera mjög löt að skrifa til ykkar allra.  En æi er komin smá leiði í síðuna veit ekki afhverju.  Kannski vegna þess að það eru litlar fréttir þessa dagana.  Lífið gengur sinn vanagang.  Ólafur Ketill fer á sitt 3 mót í skák um helgina, hann hefur geta æft sig því hann fékk frábæra skák í jólagjöf með svo mörgum erfiðleikastigum að hann getur bara teflt eins og hann lystir.  Hann fer tvo daga í viku núna í körfubolta og finnst það mjög gaman það besta er að hann fer bara sjálfur á nýja hjólinu sínu og er bara orðin herramaður.

Perla Líf er óð að fara í fótbolta en við höfum ekki getað komið henni í hann ennþá, verðum að vera róleg þangað til það verður pláss og ekki svona mikið af stórum strákum, það er sko engin stelpa að æfa þarna fótbolta.  Við erum aðeins farin að hugsa til sumarsins og krakkarnir verða hjá pabba sínum þann 20 júlí - 10 ágúst.  Leikfimin heldur áfram og ég hef aðeins slakað á en er samt búin að fara alla dagana undanfarið, þó að það sé ekki nema í 1 tíma það er þó allavegana eitthvað.  Í gær var dýrðlingadagur San Fulgencio og ég gaf gæjanum einhverja smá gjöf í tilefni dagsins en annars var hann í Sevilla og ég rétt sá hann um kvöldið.  

Við erum búin að vera að horfa á seríuna LOST og reyndar líka Two feet under, báðar eru þær góðar, mjög ólíkar en ég tel að Lost sé en betri af því sem komið er, þeim tekst vel upp með þættina, ég bjóst alls ekki við þeim svona góðum.

knús til allra Kissing


Gaman gaman

Jæja nú erum við flutt aftur heim....það er alltaf gott að koma heim.  En samt sakna ég að vera með Fulgen æi þetta er skrítið líf hehe. Við höfðum það svo yndislegt um jólin og hátíðarnar.  En núna er strax farið að sjást munurinn á því á birtingu, hvað daginn er farið að lengja.....æi það er yndislegt.  Tómstundirnar hjá krökkunum eru að tröllríða öllu en þetta smellur allt að mestu leyti saman eða við látum það gera það.  Ég er byrjuð að vera miklu duglegri í leikfimi aftur og er að drepast úr harðsperrum í dag en er búin að vera í hvíld yfir hátíðarnar, og borða á mig gat hvað heldur þú ahha Grin

Náði mér í kinnholsbólgu þvílíkur óþverri en það er á undanhaldi, er samt að taka pensilin.  Börnin hafa það gott og eru bara hress voru að breytast í nátthrafna um hátíðarnar fóru alltof seint að sofa og voru að spila á nýju leikjatölvuna frá Nintendo Wii.   Hún er bara snilld, við erum búin að vera að spila golf og keilu heima í stofu haha.  

knús og kossar 


Gleðilegt nýtt ár!!!

Takk fyrir öll þau liðnu.  Mikið ósköp er tíminn fljótur að líða.  Hér höfum við haft það fínt yfir hátíðarnar, étið á okkur gat og allt sem því fylgir.  Höfum verið heima hjá Fulgen yfir hátíðarnar, það hefur gengið mjög vel að búa saman hehe.  En við flytjum aftur heim næstu helgi.  Þetta er bara svona yfir hátíðarnar.  Vonandi hafið þið öll haft það gott yfir hátíðarnar og njótið nýja ársins til fullnustu.  Ég er að fyllast af kvefi en Perla Líf og Ólafur Ketill eru bara nokkuð brött, Perla var með mikið kvef um daginn en það er að mestu horfið.  jæja nóg í bili.  Heyrumst eftir næstu helgi.

Knús og kossar á nýju ári.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband