Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
Þvílík rólegheit.
28.5.2006 | 17:54
Jæja er að reyna að vera duglegri að blogga smá en er löt. Hér segist allt rólegt bara þessa helgi, er búin að liggja í þvílíkri leti og lesa. Get svarið það hef lítið gert annað alla helgina, hef sett í staka þvottavél, hugað að börnunum og vinum mínum nær og fjær hehe Reyndar var okkur boðið í mat í dag og vorum þar í nokkra klst en bara haft það notalegt.
Börnin eru búin að vera rosalega dugleg að vera úti að leika og það er ágætt þegar það kemur yfir mann svona leti, það sem verra er að höfuðið á mér er að springa í allann dag og höfuðverkurinn vill ekki fara. En allavegana allt gott að frétta, eigum von á góðum gestum næstu helgi sem er Eva Hrönn, Þór kærasti hennar og foreldrar Evu Hrannar koma líka. Okkur hlakkar nú ekkert lítið til að fá þau þar sem þau voru svo gestrisinn þegar við vorum hjá þeim í Barcelona.
Skrifa meira seinna, endilega kvitta elskurnar
Vá þetta er búið að vera fjör.
26.5.2006 | 19:40
Halló halló,
Hér er fjörið búið í bili. Hér vorum við 10 manns í heimili í eina viku. Bróðir minn og fjölskylda komu okkur til mikillar ánægju í heimsókn til okkar. Þetta var næstum of lítill tími því það var bara alls ekki stoppað, við fórum um allt, í Terra Mitica, á ströndina, til Caravaca de la Cruz, þau fóru í dýragarðinn í Elche, á djammið og náttúrulega kíktum á miðbæinn og svo út að borða. Hefði mátt vera nokkrir dagar í viðbót í smá afslöppun hehe. Reyndar verð ég að segja frá því að hitinn hefur verið bara nokkuð til friðs eftir fyrsta daginn, held að okkur öllum hafi bara liðið vel.
Ég verð að viðurkenna að maður er pínu búin en myndi sko hiklaust gera þetta aftur, í gær þegar þau fóru svaf maður næstum ekki neitt en í dag er maður komin í gírinn. Fór í leikfimi og Ólafur í tennis því við erum búin að skrópa alladagana. Reyndar var mín dugleg og fór út að skokka með Bellu frænku íþróttafrík og það var nú saga til næsta bæjar.
Vikan var viðburðarrík að öðru leyti líka. Tvær vinkonur mínar sem voru settar í byrjun maí og rúmlega miðjan áttu krílin sama dag og með einhverjum 20 mín á milli barna. Þetta var bara sniðugt, Innilega til hamingju með að vera komin í heiminn bæði tvö og til hamingju til fjölskyldnanna.
Össi, Kata, Simmi, Didda, Bella,Gilli og litli kútur Aron Blær Takk fyrir komuna, hlökkum til að sjá ykkur í sumar og svo aftur einhvern daginn á spáni.
Knús og kossar, ætla að slappa af heima
Margir í heimili.
20.5.2006 | 08:49
Hæ hæ, hvað segist nú á dögum.....
Hér segjum við sko allt að kafna.....úr hita. Það þurfti ekki meira en minn kæri bróðir og fjölskylda lentu á Spáni og hitinn rauk upp . Þau lentu á miðvikudagseftirmiðdegi og voru sko ekkert smá klár að rata beina leið til okkar. Reyndar fórum við í heimsókn þar sem við gátum séð evrópurleikinn milli Barcelona og Arsenal á stórum skjá..., þar var boðið upp á pizzur og þetta var rosafjör.
Síðan á fimmtudag var lallað á markaðinn en það var nú farið að hitna ansi mikið, keyptum nú ekki mikið en þetta var fínt. Löbbuðum í Murcia Musical til að skoða og þar fengum við trommusólo og gítarspil á spænskan máta. Fórum á Mondo Italiano að borða og átum á okkur gat af pasta, hvítlauksbrauði og góðgæti nammi namm . Svo fór í verr þegar við komum út, það var eins og að labba á vegg......hitinn var komin upp í 41° í forsælu úff og það átti eftir að labba heim!!! Við héldum að við myndum deyja á leiðinni heim, hún var miklu lengri heldur en leiðin niðureftir.
Við höfðum þetta af en þá var liðið náttúrulega bara búið á því!! það var að mestu leyti bara slappað af, farið aðeins í Carrefour og síðan bara stefnt á að horfa á Silvíu Nótt sem komst svo ekki áfram úr undankeppninni haha....
Terra Mitica var heimsótt í gær og það var geggjað fjör. Dagurinn var frábær, því hitinn var mjög passlegur og ekki mikil sól. Næstum öll tæki prófuð og bara reglulega gaman. Heimferðin gekk þrusuvel og svo var bara borðað og byrjað að taka sig til fyrir kvöldið. Reyndar þó að hitinn hafi ekki verið mikill voru nokkrir ansi rauðir og næstum brenndir. Því flotta liðið ætlaði nú aðeins að kíkja á lífið niðri í bæ að kvöldlagi.
Guðrún, Bella og Didda gerðu sig rosa flottar og Simmi var víst fljótastur!!! Það var nú engin smá athygli sem við ljóshærðu skvísurnar fengum frá gæjunum niðri í bæ hehe það var bara gaman. Úff það getur tekið á að fá svona mikla athygli.
Bæjó þangað til næst
Nú er stefnan tekin á ströndina í dag en þá verðum við víst að passa brennda fólkið hehe.
Hæ Hæ....
11.5.2006 | 20:01
Hæ og hó, hér er bara allt gott að frétta. Er búin að jafna mig eftir þessi skrif um daginn, en því miður finnst mér þið ofsalega löt að setja inn athugasemdir og kvitta í gestabókina sem er hérna á vinstri hönd. Ég veit að einhver vandamál hafa verið en við verðum bara að reyna ekki ætla ég að opna fyrir hvern sem er hérna inn aftur!!!!
Það er svo sem búið að vera nóg að gera í þessari viku....er að reyna bagsla við að klára talninguna í búðinni í Alc sem er nú búin vera mér kvöl og pína en það er farið að sjást í endalokin á þessu loksins. En þá er ég ekki sloppinn við talningar því búðin í Murciu er eftir og hún verður líklega tekin í byrjun júní. Okkar daglega rútína í leikfimi og tennis á mánudag en einnig fórum við í Ikea að sækja skúffuna undir rúmið sem okkur vantaði og það var ekkert smá gaman að vera loksins komin með allt.
Á þriðjudag sníkti ég mér í hádegismat með tilboðsmanni, yfirmanninum og konunni hans á kínverskan, borðuðum öll yfir okkur og hinn helmingurinn var skilinn eftir, úff. Svo fór Perla Líf í sund og á meðan lærði Ólafur Ketill en svo var okkur sko boðið í afmæli hjá tvíburadætrum Mariu Dolores sem er með mér í leikfimi. Haldið þið að mín hafi ekki þvegið bílinn líka.....eða látið þvo hann haha Afmælið var haldið á pizzastað og það voru engin smá læti og gauragangur!!! En við lifðum þetta af híhí. Miðvikudagurinn var strembinn, allur dagurinn í Alicante...ég og Rúben fórum reyndar í 2 klst að borða en ég fór að heiman kl 8.50 og vorum ekki komin heim aftur fyrr en kl 22.15. Krakkarnir voru í pössun hjá Chiqui konu yfirmannsins og skemmtu sér mjög vel.....voru ekkert á leiðinni heim.
Í dag er ég búin að vera með syfjuveikina!!! Búið að vera skrítið veður, skýjað og svo byrjaði að rigna seinnipartinn......börnin fóru nú samt bæði í sundtíma.
Nú á sko að slappa af og kíkja á imbann.
bæjó í bili
Kæru vinir.
6.5.2006 | 23:16
Hvernig hafið þið það? Ég hef það fínt...en ég veit ekki hversu margir hafa séð athugasemdir dagsins en því miður verð ég að setja læsinguna á aftur því það virðist vera fólk þarna úti sem er mjög fyndið og eyðileggur fyrir öllum hinum. Hér með óska ég eftir því að þessi persóna sé það hugrökk að láta mig vita en býst nú samt ekki við því.
Er niðurdregin eftir lesninguna og skrifa meira síðar, vona að þið hættið ekki að senda mér línur þó að það sé aðeins erfiðara.
Knús að sunnan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vá hvað tíminn líður!!!!!!
2.5.2006 | 19:57
Góðan og blessaðan.....hvað segist þessa dagana.....
Veit að ég hef verið frekar löt en það er bara fullt að gera. Hef verið að þvælast í Ikea til að finna mér annan sófa og fleiri rúm í kotið. Svo bara þetta vanalega. Löng helgi að baki og við skemmtum okkur mjög vel, fórum til San juan de los terreros að vera í afmælum og hafa það gott að auki. Belen og Jose buðu okkur, Perla Líf fór snemma með þeim og Paulu sem verður bráðum 4 ára eða á laugardagsmorgun. Ég og Ólafur Ketill urðum eftir þar sem Ólafi var boðið í fermingu og fór hann í hana kl 16,40 og kom ekki heim fyrr en að verða 2 að nóttu. Hann kom með mér í vinnuna um morguninn svo fórum við tvö að fá okkur Kebab og að spjalla um daginn og veginn. Á meðan hann fór í fermingu, fór ég til Fulgen að taka upp á DVD gamlar videospólur. Það var bara mjög fínt, skemmti mér mjög vel með Palomu og svo var nú rosa stuð um kvöldið líka.
Á sunnudaginn vöknuðum við Ólafur Ketill frekar snemma til að keyra til Aguilas, ferðin gekk frábærlega vel og allir í stuði þegar við komum þangað. Svo var keyrt til Pulpí, þar sem afmælisbarnið Belen var með Pabba sínum og fjölskyldu hans þar í svaka höll með sundlaug og læti. Það mátti reyndar ekki fara í laugina því það var svo mikill klór í henni en auðvitað þurfti Ólafur Ketill að detta útí, fljótlega eftir að við komum. Vorum ekki með nein aukaföt en sem betur fer voru fleiri krakkar og það bjargaðist að hann fékk lánaða sundskýlu og sandala og spókaði sig hálfber allan daginn. Honum leiddist þetta nú ekki, nóg að borða og svaka stuð, vatnsblöðruslagur og geðveikt.
Svo á mánudaginn fórum við á ströndina og borðuðum þar, var ekkert smá notalegt. Það brann engin enda var þetta ekki sá heitasti undanfarið en það var notalegt. Fékk rosa lit allavegana, maður orðin sællegur.
Jæja hlakka til að heyra í ykkur,
Knús til allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)