Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Nú ættuð þið að geta skrifað athugasemdir.

Sorry veit að það er búið að vera vandamál með athugasemdirnar og gestabókina. En vona að það sé leist!!!

Endilega ekki gefast upp. Koss


Hverfum aftur til venjulegs lífs...

Hæ Hó....hér er allt frábært að frétta.  Mjög fín helgi að baki.  Mín fór út að borða á föstudagskvöld og kíkti bara aðeins á djammið eða til 6 um morguninn.  Það var sko mikið hlegið og daðrað en til þess er þetta líf nú hehe Svalur fékk nú ágætis tilboð um heimboð en ákvað að það væri hvorki tímabært né tími til að fara heim strax hehe Skömmustulegur

Á laugardaginn var svo sardínuhátíð hér í Murciu, var komin á fætur kl 10 eftir 3 klst svefn því Birna vinkona frá USA hringdi og kjaftaði í klst eldsnemma um morguninn.  Þrammað var niður í bæ að ráðast á Sardínukallana sem eru með poka fulla af dóti til að gefa krökkunum..... við náðum þónokkrum slatta.  Síðan um kl 14 var farið á útiveitingastaði sem eru hér um allt í þessum 2 vikum fyrst páskavikunni og svo vorhátíðarnar.  Þar er hægt að fá að borða allt það týpíska frá Murciu, við borðuðum á okkur gat en á meðan byrjaði að hellirigna.....sem betur fer vorum við á besta stað með þak yfir höfðinu sem skýldi(var úr járni) en hinn helmingurinn af veitingastaðnum stóð upp og fór haha.  Svo var bara farið heim að slappa af.  Í dag fórum við til Alicante að hitta Nabilu og Fissa sem er systir hennar sem við þekktum ekki.  Það var brjálað rok þannig að ekki var hægt að fara á ströndina, vorum bara á röltinu og borðuðum á Burger King. 

Erum nú komin heim, en Belen og Paula eru hér meðan mamma þeirra er í ökutíma, vonandi fer hann að verða búin er búin að fá nóg af látum.

Knús....


Loksins loksins.....fleiri myndir.

Bando de la huerta

Hér er bara búið að vera brjálað að gera í að vera með vinunum og hafa það gott. Skírdagur vorum við í Alicante með Nabilu, Jose Luis, Ana, og krakkarnir, við fórum að labba um Alicante og veðrið var bara fínt, átti að vera leiðinlegra en var bara fínt í gönguferðir og hafa það gott.  Föstudagurinn langi, komum við heim um miðjan dag og vorum bara í rólegheitum...en fengum nú gesti, þannig að rólegheitin voru svona lala, vorum að passa Paulu, en þetta var fínt.

Laugardaginn fórum við í heimsókn til Nando og Silviu, sem eiga krakkana Nando og Mariu sem eru rosalega góðir vinir Ólafs Ketils og Perlu Lífar.  Þar vorum við frá kl 13 alveg þangað til miðnætti en þar sem var engin skóli þá var þetta bara frábært.

Sunnudag kom Nabila að borða með okkur, svo fórum við að sækja Arslan og vorum úti á róló heillengi síðastar inn hehe. Mánudagur var ég að vinna snemma en Nabila og krakkarnir voru búin að vera með Loli um morguninn, svo hún borðaði með okkur og brjálað stress að leita að búningum fyrir sveitadaginn sem var á þriðjudaginn.  Það rigndi eldi og brennisteini, og við báðum um meiri rigningu og meira....svo að það yrði sól fyrir þriðjudaginn.  Fórum seint að sofa, þegar var búið að strauja allar skyrtur og allt tilbúið.

Svo kom Þriðjudagurinn sem var Bando de la huerta sem er sveitahátið og búningar í stíl við það.  Allir vöknuðu um 9 til að fara í sturtu og gera sig klára....gera nesti. Vorum komin niður um kl 12 og þá átti eftir að labba niður í bæ.  Vorum í bænum og það var sko FRÁBÆRT veður Hlæjandi óskin okkar rætist og alls staðar fólk, ekki séns að fara á bílum eitt né neitt á þessum degi, allavegana ekki innanbæjar. Lölluðum niðureftir en svo fór Nabila snemma með Arslan til Alc því systir hennar var að koma frá París.  En við borðuðum og vorum alveg til kl 18,30, þá var ég alveg búin að fá nóg, krakkarnir fóru í boði Fulgens heim til hans að horfa á DVD og ég og Loli vorum hér í rólegheitum alveg til 22 um kvöldið.  Krakkarnir komu og fengu að borða og beint í rúmið. Saklaus

Jæja svo er ég bara búin að vera að vinna og dagarnir farnir að líkjast eðlilegum aftur eftir fríið. Nú er ég búin að fá nóg í bili.  Hér eru myndir af Perlu Líf friðardúfu, okkur á sveitahátíðardaginn.

Endilega setjið inn athugasemdir og skráið ykkur í gestabókina, þið hafið komið inn en ég veit ekkert af ykkur.

Kreist frá okkur


Fleiri myndir

Hey Hey

Ég fer nú að verða svolítið fúl útí þessa svokölluðu vini mína,  það hefur engin skrifað athugasemd né í gestabókina á þessari flottu síðu.  Ég fer bara að Gráta .  Nú erum við loksins komin heim og búin að þrífa húsið hátt og lágt.  Æ það er nú gott að vera heima stundum, er í raun búin að vera á alltof miklu flakki undanfarið.  Nú set ég hérna inn eina mynd af ströndinni í síðustu viku, ótrúlegt en satt að veðrið um páskana á að vera ömurlegt og kuldi, rigning og læti.  Við sem erum búin að vera á ströndinni í heilan mánuð og nú þarf að fara að klæða sig í síðbuxur aftur Hissa , glatað.  jæja verið dugleg að láta vita af ykkur Koss

Hi Hi

Vá hvað segið þið nú gott!! ég reyndi að skrifa nokkrar línur úr okkar upptekna lífi á miðvikudaginn en þar sem ég var í vinnunni og talvan þar frýs alltaf þar......fór sem fór.....datt allt út!!!Gráta

En við höfum það alveg mjög gott, seinni dagurinn í menningarvikunni hjá krökkunum heppnaðist frábærlega Perla Líf stóð sig vel sem friðardúfa og Ólafur Ketill frábærlega með vinkonu sinni aftur sem kynnir hátíðarinnar.  Þið megið vera stolt af þessum krúttum. Eina sem skyggði á daginn var að við fengum slaufu lánaða fyrir herra Ólaf Ketil, nema þegar ég þvoði buxurnar eftir fyrri daginn var silkislaufan í vasanum á buxunum!!! úff þvílíkt sjokk. 

Síðan var brunað til Alicante með Perlu Líf til að geta farið út að djamma á laugardagskvöldið með Nabilu, Bélen og Önu. Fyrst fórum við út að borða á ítalskan veitingastað pizzu og salat mjög gott, við hlógum mikið og svo á djammið það var æði.  Þangað til kl 5 um morguninn vá fullt af gæjum og læti. 

Úff er að gleyma aðalatriðinu, fór að tala við gæjann á föstudeginum til að klára dæmið og þar sem hann sá allt eins enn, ekki næg ást ekki samband það er nóg ástæða!!! Mér líður miklu betur og það er sko nóg af gæjum heheHlæjandi

Á sunnudaginn fór svo Ólafur Ketill í svona sumarbúðir en það var á sveitabæ og var þar í 4 daga!! Ég var ein í 2 daga en vá mar.....fór að heiman um kl 9 að morgni og komin heim um kl 21 að kvöldi...vinna til kl 18 og svo leikfimi og fjör. Er ekki enn búin að þrífa heimilið að fullu og þettta er ótrúlegt er búin að djamma svo mikið að það klárast aldrei að þrífa kotið. hehe. En þetta er sko allt í áttina.

Mamma hafðu það gott á Djúpavogi, bið að heilsa öllum þar og knús til fermingarbarnsins.


Jæja fyrsti dagur í menningarviku..

Halló halló, vonandi hafið þið verið dugleg að kíkja, veit að ég hef ekki sett neinar myndir ennþá en á morgun er stóri dagurinn hennar Perlu Lífar sem Friðardúfa og þá set ég inn bæði mynd af henni og Ólafi Katli og vinkonu hans Mariu del Mar sem stóðu sig frábærlega sem kynnar, hún í síðkjól og hann í svörtum buxum, skyrtu með slaufu bara flottust Svalur

Dagurinn í dag hefur verið erfiður fyrir taugarnar því ég stend enn í rugli í karlamálunum en á morgun vonandi skýrast hlutirnir eða þeir skýrast því ég er búin að fá meira en nóg!!!! Öskrandi Það er nóg af karlmönnum út um allt en það er svo helv erfitt að finna þann rétta.  Sem betur fer standa vinkonur mínar hér með mér eins og klettar og það hefur að miklu leyti haldið mér uppi.  Plús stuðningur að heiman!!

Jæja er búin að vera dugleg ætla að setja inn addressur, myndir og hluti á næstu dögum.

Knús og kossar, söknum ykkar allra


Nú erum við sko komin á alvöru blogg hehe

Hlæjandi  Blessuð, ákvað að breyta til, hin var ekki að virka alveg nógu vel....fékk líka nafnið sem ég vildi hér!!! Nú getur maður farið að setja inn myndir en frábært, það verða margir ánægðir með það!!

Hér er bara geggjað veður búið að vera, reyndar þessi vika kaldari en sú síðasta.  Um helgina var sko grillveisla hjá Önnu og Jose Luis, Nabila, Kun og Arslan fóru með, við vorum allan daginn borðandi.....get svarið það....úff ég verð víst að passa þessar fínu línur sem ég er búin að púla og þræla mér fyrir hehe Koss  Svo um kvöldið fórum við til Alicante og auðvitað þurftu Nabs og undirrituð að skreppa og skoða djammið hehe, hittum Maite og Paco fórum á mexíkanskan og svo var djammlífið skoðað á alla kanta.  Mikið hlegið og ekki mikið drukkið.....alveg satt, skelltum samt í okkur sleikjóskoti sem var svona helv...gott.

Á sunnudag fórum við á ströndina með börnin, vorum alveg frá rúmlega hádegi til kl fimm seinnipartinn.....hitinn var mjög passlegur en sjórinn ískaldur, börnin skelltu sér nú samt útí.  Við vorum dugleg að bera á okkur og brunnum því ekkert að ráði....börnin ekkert en ég smá rauð á viðkvæmustu svæðunum.  Það eru stór plön framundan, menningarvika er nú í skólanum hjá börnunum og að verður uppákoma hjá bekkjunum á fimmtudag og föstudag.  Ólafur Ketill og skvísan hans María del Mar verða kynnar báða dagana!!!! Það er ekki í fyrsta skipti, þau eru alltaf valin...híhí.  Perla Líf verður friðardúfa...það verður bara æði að sjá hana, sá búningin í fyrsta skipti í dag og hann er æði!!! Set sko inn myndir um helgina. 

Ólafur Ketill fer svo í fyrsta skipti í svona sumarbúðir, á sveitabæ í 4 daga, frá sunnudegi til miðvikudags, hann verður með flesta bestu vini sína þannig hann á eftir að skemmta sér konunglega.  Perla Líf fer á meðan með Nabilu til Alicante...þannig að ég get farið áhyggjulaus í vinnuna.  Þegar páskahelgin kemur er sko planið að vera slatta í Alicante til að fara á ströndina og svoleiðis. 

Djamm er sko planað á laugardaginn og haldið ykkur fast á miðvikudaginn í næstu viku líka hehehe, það verður að njóta lífsins.

Knús til ykkar allra, ekki vera óþolinmóð með myndir og dæmi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband