Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Gleðileg Jól allir saman!

Hæ elskurnar, hvernig hafið þið það. Gleðileg Jól allir, og jólakortin koma seint, varð smá vesen með framköllunina á myndunum en þau koma....lofa því, eru farin héðan.  Takk fyrir öll kortin æi það er alltaf svo gaman að fá kort, þó að mér finnist hálf leiðinlegt að skrifa þau, þau eru svo ansi mörg.  En svo nýt ég þess.  Fullt af pökkum, börnin fengu allt sem þau langaði mest í held ég.  Vonandi hafið þið öll haft það frábært yfir jólin.  Við erum búin að vera með tengdafjölskyldunni og alveg frábært.

Jólakveðjur, knús


Jólin Jólin!!

Jæja jólastressið er það nokkuð að fara með ykkur.....ja hérna svona næstum því verð að viðurkenna það, en samt ekki.  Er búin með flestar gjafirnar og er langt komin með jólakortin.  En því verða þau í mjög seinna lagi þessi jól, það var sko smá klikk með framköllunina á myndunum og við fáum þær ekki fyrr en á morgun eða hinn.  Þau verða send um leið og myndirnar koma en eins og ég segi ég á ekki von á því að þau verði komin fyrr en í næstu viku.

Ólafur Ketill er búin að standa sig eins og hetja í jólaprófunum, svo fór hann á annað skákmót en gekk ekki eins vel á því og því fyrsta en hann bara lærir af þeim og skemmtir sér líka.  Á föstudaginn er síðasti skóladagurinn þeirra þangað til 8. janúar 2007.  Hvernig ég redda fríinu, það má guð vita en líklega Paloma þessi elska.  Perla Líf fer ekki enn í nein próf en hún stendur sig líka vel í skólanum. 

Maður finnur líka fyrir stressi í vinnunni, sumir vilja reikningana áður en árið klárast aðrir helst ekki fyrr en í byrjun næsta árs, úff að reyna að verða að vilja allra er býsna flókið stundum. 

Við höfðum það bara frábært um helgina, reyndar er ég búin að vera alveg brjáluð því rafmagnið er búið að vera að stríða mér, er búin að bíða eftir rafvirkja í 2 vikur og svo kemur hann og þá virkar allt helv draslið.  Enda eftir því sem hann segir lítið hægt að gera, engin raunveruleg bilun.  Já fórum í bíó á föstudagskvöldið að sjá Eragon, við fórum ég, Chiqui, Jose, Alvaro, Miguel og Ólafur Ketill.  Mér fannst myndin bara fín miðað við ævintýramynd.  Ólafur Ketill fór svo að sjá hana aftur morgunin eftir á meðan fór ég í spinning og reyndi að taka til en það sló alltaf út til að ryksuga, svo að ég gafst upp.  Fulgen minn er búin að vera eins og litlu krakkarnir með eyrnabólgu síðan á miðvikudaginn, þannig hann er mikið búin að vera heima og gerir síðuna okkar sem slóðin er http://www.klavier.es endilega kíkið inn á hana og segið mér, þýðingin og einhverjir hlutir eru í vinnslu en þetta er bara nokkuð gott, miðað við að Fulgen er búin að gera hana einn og sjálfur.

Á sunnudaginn fórum við að afhenda píanó og vorum boðin í þetta svaka matarboð, átum á okkur gat, þetta var frábært, vorum hérna við ströndina í bæ sem heitir San Pedro del Pinatar.

Vonandi hafið þið það frábært, ætla að reyna að skrifa fyrir jól aftur....annars

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!

 


ATH!!!! Mikilvægt

http://monsarar.bloggar.is/blogg/140707/

 

Skoðið og látið ganga!!!


Jólin koma....

Góðan og blessaðan daginn, hér er brjálað að gera í jólaundirbúningi og bara að stússast.  Erum náttúrulega með þennan fína gest en það er nú að verða búið, vikan er ekki búin að vera neitt smá fljót að líða.  Þurý er komin til okkar aftur og eins og ég segi næstum farin aftur haha.  Er búin að njóta lífsins ekkert smá undanfarið, búin að fara 2 í bíó, fyrra skiptið var nú ekki frásögufærandi nema af því við fórum á hryllingsmynd og auminginn hún Guðrún varð að fara út áður en hún kláraðist Crying.  En hin myndin var þó nokkuð skárri. 

Fórum í ferðalag í helli sem vinafólk mitt á og það er sko til að sofa og búa í, þetta er bara venjuleg íbúð, grafin inní hæð, ekkert smá töff.  Krakkarnir fóru á undan með Chiqui og voru alveg í 3 nætur en ég og Þurý fórum og vorum í eina nótt, það var skítakuldi þar eða svona 3-6° og hávaðarok. Bara veður eins og á Íslandi.  Svo er ég búin að kaupa flestar jólagjafirnar, vantar elskuna mína sem á bókstaflega allt....hef ekki hugmynd hvað ég á að gefa honum. En annað er komið að mestu.  O my god.....jólakortin, vona að þau komist til Íslands á réttum tíma, því ég er ekki byrjuð...FootinMouth

Jæja var nú bara að stelast núna en heyri í ykkur fljótlega aftur.  Kveðjur til Guðrúnar Önnu krúttu.

Knús og jólakveðjur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband