Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Helgin

Helgin kom skemmtilega á óvart.  Fórum í afmæli á föstudaginn og það sem var nú ekki frásögufærandi nema það rignir nánast aldrei hérna í Murciu en akkúrat þurfti að byrja að rigna. En því var nú bara reddað með segli enda var þetta ekki neitt neitt sem mátti nú við búast. Glottandi

En aðal var það að Nabila kom óvænt frá Alicante og gisti hjá mér um helgina, því ég var Perlu Lífar laus þá losaði hún sig við orminn og var bara ein með mér.  Við nutum þess því á laugardaginn var hálfgerður stelpu dagur við fórum 4 saman Nabila, Ana, Chiqui kona Jose og ég í leiðangur í nýju verslunarmiðstöðvarnar sem eru hér.  Þetta eru 2 verslunarmiðstöðvar með næstum 400 búðum reyndar eru sumar endurteknar en vá mar.  Eyddum ekki miklum peningum, mjög góðar stelpur.  Ólafur Ketill var bara á flakki með vinum og hafði það mjög gott líka. Hlæjandi


Pælingar.......

Jæja er nú að hugsa um að setja einhverjar pælingar hérna inn sem eru búnar að vera að veltast í hausnum á mér síðustu daga.  Þetta er svo sem ekkert mjög merkilegt en ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér lífinu í hnotskurn.  Hvernig okkur líður.....erum við glöð, leið, ástfanginn eða í ástarsorg.....eða finnst bara kannski best að vera ein með sjálfum okkur. 

Er búin að vera velta þessu fyrir mér, við göngum öll í gegnum öll þessi tímabil eða hvað á að kalla þetta.  Og meira að segja stundum getum við verið tvennt í einu eða að morgni yfir okkur hamingjusöm en svo seinnipart dags er gjörsamlega allt að hrynja yfir okkur.   O my god, mottóið mitt er undanfarin ár þetta að lífið er svo rosalega stutt, það er búið áður en við áttum okkur á.  Þannig að mín skoðun er sú að njóta þessara stunda sem við erum hamingjusöm, glöð, ástfangin og ánægð með sjálf okkur út í ystu æsar og gera þær sem lengstar!!!!Hlæjandi Það er að segja ef við höfum möguleika á því.  Og svo aftur á móti að reyna að gera minna úr þessu erfiðu og döpru stundum, auðvitað getur verið hængur á því en guð minn góður gera allt til að gera þessa stuttu ferð okkar sem ánægjulegasta hér á jörðinni.  ÞAÐ GERIR ÞAÐ ENGIN FYRIR ÞIG!Glottandi

Ég óska þess og það sem mig skiptir máli eru kærasti minn, vinir mínir og fjölskyldan, þetta fólk er mér svo kært.  Ég persónulega án vina gæti ekki lifað og sem betur fer er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga fullt af mjög góðum vinum.  Takk fyrir að vera þarna þó að sambandið sé inn á milli takmarkað þá eru þeir þarna og taka vel á móti mér á mínum þegar á bjátar og til að njóta góðra stunda.Koss  Reyndar hef ég rekist á nokkur vandamál á þessu ári en þau hafa öll verið yfirstíganleg og mismunandi erfið að takast á við.  Sum hafa tekið mikið á andlega en önnur leysir maður áður en hendi er veifað.  Stundum er erfitt að komast að því að fólk sem maður heldur að maður þekkir....í rauninni þekkir þú það ekki neitt Öskrandi og það veldur þér vonbrigðum og biturð.  En ef vinir bregðast manni þá er lítið annað að gera en að láta sem ekkert sé og snúa sér annað.  Það getur verið mjög sárt en.....það verður að velja þig eða þann sem traðkar eða þér líður ekki vel með.

Jæja held að ég sé hætt í bili.  Það væri rosalega gaman að fá viðbrögð við þessum pælingum og skoðanir.  Ég óska öllum vinum mínum að þeir séu ástfangnir, heilir heilsu og njóti lífsins á þessari stundu.  Ég er ástfangin og líður frábærlega þessa dagana og ætla að njóta þess og ekki að fara leynt með það.  Samgleðst ykkur.

Kossar og knús.


Afmæli

Hér höfum jafnað okkur af pestinni en held að við höfum smitað hálfan bæinn!!! Öskrandi Ja við eða einhver annar en allaveganna eru meira og minna allir búnir að fá þennan andsk..... Fulgen og co, Jose og bara allir, vonum að þetta sé að verða búið.  Nú er tengdó farin til Madridar og fer á morgun til Mexíkó, guð má vita hvort við sjáum hann aftur en við vonum það nú.  Hann er ansi hress miðað við aldur, orðin 79 ára og flakkar svona enn.....Hlæjandi

Ég var í nýju búðinni í Albacete í dag og það varð á endanum hringavitleysa með krakkana en auðvitað reddaðist það, sem betur fer er það ekki oft sem þarf að redda því ég er ekki en.... Gott að eiga góða að sem geta þó hlaupið til á síðustu stundu. Saklaus  Á morgun á að halda afmælið Nando og Mariu og við vonum að það rigni ekki, því hér eru afmælin oft haldin úti og það á að gera það einmitt á morgun.  En hér rigndi smá í dag og í gær líka svo það er að krossleggja fingur að þetta verði í lagi. 

Perlu Líf er svo boðið í heimsókn til vinkonu sinnar Christinu um helgina að gista framm á mánudag, við Ólafur Ketill eigum nú bara eftir að hafa það náðugt.Koss

Hafið það gott og endilega kvitta hehe


Veikindi!!!!Oj

Hér er nú búin að vera vírus á ferð......það er á hreinu.  Perla Líf byrjaði á fimmtudaginn, sem var frídagur á að vekja mig eldsnemma því henni var illt í maganum, stuttu seinna kastaði hún upp.  Við vitum nú flest að börnin eru ótrúleg hún vildi lítið borða en svo seinnipartinn var hún sko nógu hress til að fara út að leika á hjólinu og allt. Hissa Loli og Zaida borðuðu hjá okkur um daginn, svo fór Zaida til annarrar vinkonu en Loli var hérna. Þegar hún fór þá skrapp til Bélen og við vorum þar í ca klst.  Ótrúlegt en satt að þegar Perla var að borða kvöldmat þá ældi hún aftur.

Allir voru hressir á föstudaginn, þangað til um kvöldið þá byrjaði upp og niðurgangur hjá mér, o my god, hræðilegt.  Fulgen ætlaði að koma og ég sagði honum að mér liði mjög illa en hann kom og meira að segja gisti alla nóttina til að passa mig. hehe.  Hann er yndislegur!!Hlæjandi  Ólafur Ketill byrjaði líka um nóttina og þar sem ég var að deyja þá gat ég ekkert sinnt greyinu, sagði honum að reyna að slaka á og reyna að sofa meira.Óákveðinn  Litla greyið mitt. 

Fulgen fór snemma til að fara að vinna og svo áttum við að fara að borða til að kveðja tengdó, varð að vera um helgi til að sem flestir myndu koma. En heilsan var......FýldurHissa ekki kannski alveg nógu góð til að fara borða veitingahúsamat!!!!Gráta  Reyndi en....það kom því miður mjög fljótt tilbaka.  Þannig að við fórum fljótt heim aftur. Öskrandi  Sem betur fer var krökkunum boðið í afmæli seinnipartinn þannig að ég fékk frið til að hvíla mig og jafna mig. 

Dagurinn í dag er svo búin að vera frábær, ég og Ólafur Ketill erum búin jafna okkur, þannig að við borðuðum morgunmat og hádegismat með Fulgen og co.  Svo fengum við fulla poka af fötum frá Miguel þannig að Ólafur Ketill drukknar í fötum á endanum hehe.  Á morgun skila ég VSK þannig þá er það frá!!! Jibbý.  Þangað til næst, vonandi er pestin ekki komin á klakann úff.


Ofdekruð........ ;)

Hehe Koss Jæja erum nú bara hér í rólegheitunum í dag en erum í raun búin að vera í dekri hjá vinum og vandamönnum.  Á föstudaginn var nú bara sama og venjulega vinna og skóli.  Svolítið stress í vinnunni því það styttist í að borga vsk en þetta reddast allt.  Þegar ég var að fara að fara heim þá fór ég að finna til í hnénu og hugsaði með mér ónei!!!! nú get ég ekki farið í leikfimi á eftir.  Fór heim og borðaði og ákvað að ég skyldi nú ekki láta deigan síga og fara, þó að ég myndi hlífa hnénu sem ég og gerði en var samt þokkalega dugleg.

Á laugardaginn var svo tiltekt og ég var á fullu og kláraði að mestu ekkert smá stolt Hlæjandi verð að segja það því mér leiðist virkilega að þrífa!!! En tók líka mesta af gluggunum sem eru ekkert smá skítugir eftir þessa klikkuðu rigningar hér þó að þær séu litlar rignir drullu, ótrúlegt.

Fórum svo út að borða með allri tengdafjölskyldunni hrísgrjón og æðislega gott.  Þetta var svona afmælisveisla fyrir Jose, mömmu hans og systir.  Borðuðum svo köku þar og vorum þar þangað til sent um kvöld.  Krökkunum var svo boðið að gista, sem var fínt.  Ég keyrði Miguel til pabba hans og svo við ætluðum í bíó en komum seint.  Horfðum bara á dvd heima og fórum svo að sofa.

Í dag borðuðum við öll morgunmat saman á kaffiteriu og vorum aðeins í miðbænum að spássera.   Sem betur fer er hnéið að lagast svo að þetta verður í lagi!!

 


Opnunarhátíð!!!!!

Vá maður það er komið að því, það á að opna 3 Klavier búðina núna, hún verður í Albacete sem er um 140km í burtu.  Allt stóðið ætlar nú að fara, ég og Chiqui sjáum um að selflytja gamla manninn og öll börnin, því þeir bræður verða farnir snemma þangað.  Ætlum að leggja af stað um kl 18 en það byrjar um kl 19 verðum líklega pínu seinar en það er allt ok.

 Hér gengur annars lífið bara vel, allt það venjulega, held áfram að vera dugleg í leikfimi, endist á meðan endist!!!Ullandi Er í raun alveg hissa á sjálfri mér hversu miklu úthaldi ég hef komið mér upp, en þetta er rosa gott fyrir heilsuna og ég segi bara er á meðan er.

Perla Líf og Ólafur Ketill eru bæði í tennis og finnst bara rosalega gaman, það eru enn 10 dagar þangað til sundið byrjar því það er verið að laga sundlaugina, en það finnst þeim báðum gaman líka.

Skólinn gengur æðislega vel hjá þeim báðum en Ólafur heldur áfram að fá mjög góðar einkunnir, ég er rosa stolt.  Brjálað að gera í vinnunni, reikningagerð, styttist í VSK og allt það. ÚFFÓákveðinn

Höfum það samt fínt, og sendum ykkur bestu kveðjur.


Helgin í faðmi tengdafjölskyldunnar.

Við höfum haft það næstum of notalegt, allavegana fyrir fólk sem er eins og brjálæðingar á hjólinu og á hlaupabrettinu að ná af sér kaloríum!!! Semsagt hef lítið annað gert alla helgina en að borða.  Byrjaði nú föstudagseftirmiðdaginn á að leyfa Perlu Líf að fara með vinkonu sinni að gista og Ólafur Ketill fór í afmæli.  Ég hunskaðist í leikfimi eftir að hafa sofið síðdegisblundin og latari en nokkru sinni.  Þegar í leikfimi kom var ég með meiri kraft en oft áður, hjólaði fyrst í 45 mín og svo hljóp ég í um 20 mín var ekkert smá stolt af mér, nú gæti ég allavegana borðað í matarboðinu sem okkur var boðið í um kvöldið haha Glottandi

Kvöldverðarboðið var rosalega nice, Ólafur Ketill varð eftir heima hjá Fulgen með pabba hans og konu, þar sem Paloma átti svo að koma heim seinna.  Ég var í fyrsta skipti að hitta þetta fólk og þau voru hreint frábær, skemmtum okkur fram undir kl 1 um nóttina en þá vorum við að sofna hehe Ullandi

Laugardaginn þurfti Fulgen að rjúka út snemma til að fara að vinna, ég sinnti skyldum mínum sem tengdadóttir og fór með tengdó að borða morgunmat, sem betur fer kom Paloma með.  Svo kom í ljós að við myndum fara út að borða með kallinum og konunni hans líka en Fulgen komst ekki vegna vinnu.  Það gekk allt rosalega vel og tengdó leyfði náttúrulega engum að borða hann bauð.

Seinniparturinn var svo í rólegheitum heima hjá Chiqui og Jose, vorum þar að chilla alveg til kl 23, Laura dóttir þeirra kom og gisti hjá okkur sem var fínt.

Ótrúlegt en satt fórum að borða hjá mömmu Fulgen í dag nánast öll fjölskyldan, var fínn heimatilbúin matur en vorum ekki lengi, krakkarnir voru farin að slást og láta eins og fífl og plássið í stofunni leyfði ekki mikið.  Kíktum heim til Fulgen í smá stund en brunuðum svo til vinafólks því það var mjög mikilvægur fótboltaleikur í TV.  Ég hafði það nú bara fínt með kellingunum og krakkarnir léku sér flest á meðan, ekki þeir hörðustu í fótboltanum.

Nú er skóli á morgun og börnin farin að sofa, þreytt eftir fína helgi.  Ég ætla nú bara að hafa það náðugt líka.

Heyrumst kát.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband