Febrúar bara flogin í burtu.....

Vá ótrúlegt hvað þessi mánuður hefur verið fljótur að líða. En hér hefur verið ágætt að gera eins og alltaf og þá helst í að velja hvaða menntaskóla maður ætlar að senda drenginn í, í haust. Já þið heyrðuð rétt barnið mitt er á leið í menntaskóla þar sem hann verður vonandi þangað til hann verður 18 ára og klárar stúdentsprófið.  Við fengum heimsóknir úr 2 menntaskólum þar sem þeir kynntu okkur foreldrum og börnum sína stefnu.  Við erum búin að senda umsóknina inn og það er í skóla hérna rétt hjá okkur ca. 10 mín gangur (hjá mercadona og bókasafninu) fyrir þá sem þekkja til.  Þar erum við búin að skrá hann á tungumálabraut sem verður líklega enska og franska sem og auðvitað spænskan sem aðalmál.  Það er ekki hægt að segja að drengurinn kunni ekki tungumál, ég sem var svo stolt að kunna 5 eða hafa lært allavegana.  Hann er ekki orðin 12 ára og er orðin mjög duglegur í 4.

Tiltektir hafa verið í gangi, henda gömlum skólabókum sem við höfum ekkert við að gera en er alltaf (allavegana fyrir mig) erfitt að henda...þetta eru minningar.  Auðvitað geymi ég alltaf eitthvað svo þau geti skoðað þegar þau verða eldri.  Afmælisgjöfin hans Ólafs Ketils var í fyrra fallinu og vorum við nokkur sem sameinuðumst um að gefa honum 19" flatskjá í herbergið hans og er hægt að nota það við tölvuna líka, ekkert smá flott.  Það var smá dúlt að koma þessu inn til hans því þar er ekkert loftnet...hehehe en maður deyr ekki ráðalaus og Martin og ég tókum okkur til og boruðum í gegnum alla veggi sem urðu á leið okkar inn í herbergið hans Ólafs og málinu reddað. Einnig löguðum við rúmið hans sem var orðið eitthvað tæpt og settum skjáinn á vegghengi.  Þetta er að verða ekkert smá flott allt saman.

Perla Líf er búin að vera nokkuð góð og duleg að læra undanfarið, en held samt að henni hafi fundist mjög gaman að vera heima þegar hún fékk magapestina um daginn og yfirleitt á morgnana er eitthvað að hrjá hana.  Hún er búin að vera dugleg að lesa og er að byrja finnast það skemmtileg, mér er að takast þetta hehehe við hin í fjölskyldunni erum svoddan lestrarhestar að það er skrítið að hún verði það ekki.

Nú er afmælið mitt framundan....en ég er auðvitað á besta aldri og höfum við í tilefni af því ákveðið 3 pör að fara í ferðalag.  Ferðinni nú er heitið í Malaga héraðið, í bæ sem heitir Antequera og annan sem heitir Ronda.  Þetta eru litlir bæir og mjög týpiskir fyrir þetta svæði.  Verðum á flottum hótelum það er verst að það er spáð skýjuðu og rigningu en við verðum að krossleggja fingur og vona það besta.....annars hljóta að vera góðir barir í kringum hótelin og herbergin með besta móti hehehe. Leggjum í hann eldsnemma á föstudag því þetta eru um 4klst keyrsla.

Jæja nóg af okkur í bili, sparnaður í fullum gangi.

En alltaf eru til kossar til vina og vandamanna og kærleikur.  Farið vel með ykkur. Elskið friðin og strjúkið á ykkur kviðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Tók að sjálfsögðu einn kossinn til mín.

Annars er ekkert smá skrítið hvernig munurinn er á skólum hér á landi og þarna úti. Ólafur á leið í menntaskóla skilurðu.

Svo vildi ég vera örugg á því og senda þér afmæliskveðju núna (ég veit þú átt ekki afmæli fyrr en á morgun) en á morgun verður frekar mikið að gera þannig ða ég er hrædd um að gefa mér ekki tíma til að líta inn þá. Mundu svo að Q10 virkar vel á hrukkur. Fer nú alveg að koma að þeim hjá þér held ég.

Skemmtu þér svo vel í ferðinni tjelling

Tína, 26.2.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Takk þú ert ein af þeim fyrstu með kveðjuna og þær eru notalegar þessar afmæliskveðjur þó að það fylgi að maður sé einu ári eldri...það verður að hafa það.  En hvað var gott að fá frá þér smá því þú hefur nú ekki verið dugleg að blogga.  Vona að þið hafið það gott fjölskyldan, tek þetta til mín með Q10 hehehe. Auðvitað var einn kossinn til þín.

knús í klessu.

Guðrún Helga Gísladóttir, 26.2.2009 kl. 21:18

3 identicon

Innilega til hamingju með daginn Guðrún mín! Vona að þið eigið rosa góða helgi þarna fyrir sunnan.  Heyrumst svo fljótlega aftur.  Kossar og knús á þig og þína.

Þórey (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til hamingju skvísa. Það er næstum ómögulegt að ímynda sér það sem gekk á þennann dag fyrir margt löngu síðan....það var ekkert smávegis og þú ert afraksturinn....og það er flott.

Vona að þið njótið lífsins í dag og alla daga....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.2.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband