Hugmyndir fá vængi.

Hæ hó, já ég lofaði að reyna að vera duglegri að skrifa og hér kemur það.  Þessi vika er búin að vera með rólegra móti í vinnunni en það er tölvumálum að kenna.  Forritið vildi bara ekki virka rétt þessa vikuna, endalausar villur og vesen...en sem betur fer týndust engin gögn og loksins á föstudaginn gátum við byrjað að setja inn talninguna aftur og gera reikningana.

Ég lét verða af því að koma hugmynd í framkvæmd sem ég er búin að ganga með í maganum í raun síðan ég kom hingað til Spánar en hef aldrei látið vaða. Hvort hún mun bera árangur það á eftir að koma í ljós en....við ég vona það svo innilega.  Hugmyndin er að byrja einkakennslu í ensku fyrir börn. Spænsk börn fá ágætis ensku kennslu í skólunum en þar sem þau heyra hana aldrei, þá tala spánverjar ENGA eða nánast enga ensku og þar langar mig að grípa inní.  Allavegana það fóru upp auglýsingar í þessari viku og nú er að sjá hvort að í kreppunni gengur eitthvað.

Ég er búin að vera ágætlega dugleg að hreyfa mig, hljóp úti 2var í vikunni og svo auðvitað padel en hjólið situr enn á hakanum...vetrarhörkurnar hahahaha. Hef mig ekki í að fara í vinnuna aftur á hjólinu....brrrrrr það er svo kalt á morgnanna brrrrrbrrrrr.  En það fer að koma að því, spara bensín og vera umhverfisvænn.

Ólafur Ketill stendur sig sem betur fer áfram eins og hetja með einkunnirnar en hann er komin með unglinga aldurs fiðringin og úfff....vonandi gengur þetta hratt og vel yfir...og versnar ekki....þá fer ég á taugum......:)

knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vel gengur hjá ykkur.  Finnst enskukennslu hugmyndin stórgóð, það veitir sko ekki af að kenna þessum Murciabúum að tala ensku, vona að þetta gangi vel hjá þér.  Kossar og knús á þig og krakkana.

Þórey (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það er meiriháttar þegar hugmyndir fá vængi.....og nú er bara að taka flugið. 

Ég hef reynslu fyrir því að Spánverjar þurfa meiri æfingu þegar kemur að því að tala ensku.

Bið að heilsa öllum.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.2.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband