Lok lok og læs 2008 hehe.

Jamm ég er svo glöð og aðeins að minnka stressið í kringum mig. Ég kláraði 2008 í dag jibbí....semsagt borgaði allann skattinn þannig að það á að heita búið.  Talningin gengur vel, við erum semsagt búin að telja allt saman en nú á eftir að setja allar tölur inn í tölvuna.  Alicante og Albacete er samt komið inn enn þá er Murcia og lagerinn eftir.  Þetta kemur allt með kalda vatninu, en það er búið að vera brjálað að gera en nú sér fyrir endann á þessu öllu saman.

Nú er litli strákurinn minn með flensu og ég held að þetta sé bara í fyrsta skipti sem hann fær flensu.  Byrjaði með smá hita, höfuðverk, svima, hósta og hor. Honum finnst ekki gaman að vera veikur og vill frekar vera í skólanum, enn hann verður víst bara að þola við. Vonandi gengur þetta samt fljótt yfir einmitt vegna þess að hann er svo hraustur. 

Perla Líf er búin að vera duglegri að læra en við sjáum það í næstu viku því þá fær hún fyrstu einkunnirnar eftir áramót. Hún er hraust eins og er og ég vona að við smitumst ekki af Ólafi Katli.  Ég nenni ekki að verða lasin.

Fyrir tveim vikum fórum við í smá skíðaferð fjölskyldan með Martin, þetta er staður sem heitir puerto de la Ragua um 2 1/2 klst í burtu.  Þetta er staður með gönguskíðabrautum og sleðabrautir fyrir krakkana.  Fórum með nesti og kakó og þetta var ekkert smá nice dagur, veðrið var eins og á póstkorti.  Eina sem var ekki nógu gott var að Martin náði ekki mjög góðum tökum á skíðunum en þá meina ég alltaf þegar brautirnar voru niður í móti.  Hann gerði ekki að detta, honum var orðið illt alls staðar og var búin að fá alveg nóg.  Enda vorum við búin að vera frá 11.30 alveg til 17.00.  Tókum okkur til og fórum á veitingastað sem er á leiðinni til Murciu og borðuðum á okkur gat.  Þessi ferð var alveg frábær en Martin kýs svigskíðin frekar!!!!

Síðustu helgi fórum við bara stutt eða klst bíltúr héðan frá Murciu.  Fjallið heitir Sierra Espuña, Martin og ég fórum með Ólafi Katli og tvíburunum vinum hans.  Byrjuðum á að fara í göngutúr með strákunum í um klst og þeir nutu þess í botn.  Borðuðu svo samlokurnar sínar og þegar við komum tilbaka þar sem bíllinn var þá slepptum við þeim lausum og við fengum okkur að borða á einum besta og ódýrasta stað sem við höfum farið í langan tíma.  Borðuðum villisvín, dádýrskjöt og rjúpnakæfu.....allt svona spes fjallamatur, ógeð gott.  

Mér var sagt að ég var að ég væri ekki nógu dugleg að blogga þannig að nú ætla ég að reyna vera duglegri.  Takk fyrir athugasemdirnar mér fannst svo gott að sjá að ég ætti vini!!! á Íslandi ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Hæ sæta og takk fyrir spjallið í gær. Lífið er yndislegt og er um að gera að  vinna að því að gera það betra ekki satt? Vertu nú dugleg að hlusta á það sem ég sendi þér í gær og vittu til þú sér og finnur yndislegar breytingar eins hratt og þú vilt . Elska þig og sakna heilmikið dúlla. Biðjum öll að heilsa krökkunum og verið hraust...............

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 31.1.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sendi heilsukveðjur til ykkar allra og líka það að allt gangi vel í skólanum og í vinnunni.  Engar meiri flensur.og nú set ég puttana í kross.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.1.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Já takk fyrir spjallið nú er ég búin að koma þessu á form þannig að ég get hlustað á þetta, og er byrjuð....ég lofa að vera dugleg.  Ég trúi því alveg að þetta hafi áhrif.  Við ætlum að reyna að vera hraust og ég vona að Ólafur komist í skólann á mánudaginn.  Sakna ykkar mikið. knús

Guðrún Helga Gísladóttir, 31.1.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband