Gleðilegt nýtt ár, Nýtt ár 2009.
25.1.2009 | 21:42
Betra seint en aldrei....þó að ég hafi nú verið búin að óska ykkur þess fyrir áramótin.
Við héldum rosa veislu hérna á gamlárskvöld það komu vinir Inma, Javier og 4 börn með þeim, Martin, ég og börnin og Conchí sem er danskennarinn hennar Perlu Lífar. Borðuðum íslenskan hamborgarahrygg með sósu og kartöflum, en í forrétt var fullt af hlutum, rækjur, skelfisk og aspas með sósu sem Martin gerði, við borðuðum allavegana yfir okkur. Það voru hattar, flautur og mikið fjör. En um kl 2 fóru allir og þetta var líka orðið mjög gott, vorum orðin þreytt og fórum í háttinn.
En jæja það er komin tími á að segja aðeins frá okkur á þessu nýja ári. Það var yndislegt að byrja á öllu upp á nýtt, ég var allavegana orðin þreytt á fríinu, börnin líka því þau gerðu nú ekki annað á endanum en að rífast og fíflast. Þeim var farið að vanta rútínuna.... En nú er allt komið í fastar skorður og miklu betra. Ólafur Ketill virðist nú samt eitthvað vera að byrja á unglingastælum, hann getur ekki hætt að fíflast og það er allt fíflagangur og ég er að verða svolítið þreytt og þetta er bara rétt að byrja. Enn sem betur fer kemur þetta ekki niður á skólanum enn allavegana og ég vona að þetta muni aldrei koma niður á náminu en kennarinn stakk því samt að mér að hann hefði tekið eftir þessu líka. Ég var í raun feginn því ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég væri að ímynda mér þetta.
Perla Líf er ormur, hún er snillingur í að reyna að koma sér hjá hlutunum og ekki að segja frá öllu. Þannig að um daginn fékk ég ummæli frá kennaranum hennar að hún hefði ekki klárað heimalærdóminn, úff hún er algjör. En ég er farin að taka á þessu en kennarinn hennar sendir rosa mikinn heimalærdóm og það er kannski ekki von að hún fái leið.
Hér er búið að vera kalt síðan um miðjan desember meira og minna, reyndar á föstudaginn kom rosa hiti eða fór úr 6° á fimmtudag í 26°á föstudag og reyndar á laugardag var hiti líka en brjálað rok, eins og það hefur nú frést alla leið til Íslands þetta ofsaveður. Brotinn tré um allar götur hérna í Murciu þó að hér hafi það nú ekki verið eins slæmt og á öðrum stöðum.
Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni því við erum búnin að vera í talningu og það er næsta vika líka. En þar næ ég mér í auka frídaga til að nota í eitthvað ferðalag mjög líklega með Martin í febrúar eða mars. Erum aðeins búin að vera að kíkja en ekkert komið á hreint.
Reyni að vera duglegri, þó að ég sé ekki að sjá mikil viðbrögð og áhuga frá mínum kæru vinum.
Knús á alla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kvitt, kvitt. Gaman að einhver nennir að blogga, allir eitthvað svo latir eftir áramótin að tjá sig. Fer að hringja í þig gella. Kossar og knús á þig og krakkana.
Þórey (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:49
Aldrei er góð vísa of oft kveðin....GLEÐILEGT ÁR.....auðvitað er ég fyrir löngu búin að segja þetta.
Skógareldarnir við Alicante eru auðvitað ferlegir og vonandi að það verði ekki miklar skemmdir....við fáum nefnilega fréttir af ykkur og lika þetta með kuldann....það er sýnt í veðurfréttunum hvað hitinn er mikill á Spáni....svo við fylgjumst aðeins með. En það er alltaf gaman að ferðast....ég er nefnilega mikill ferðalangur í mér.....vonandi finnið þið einhvern áhugaverðan stað. Bið að heilsa....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.1.2009 kl. 10:59
Þú verður bara að blogga oftar og þá færðu meiri viðbrögð dúllan mín. Þú bloggar sjaldan og þá á það til að líða einhver tími áður en maður kíkir á bloggið hjá þér. Ég reyndar nota þá aðferð að kíkja á bloggið hjá þér þegar þú ert búin að skrifa eitthvað hjá mér. Það gefur mér nefnilega til kynna að þú sért eitthvað búin að vera á ferðinni og því líkur á nýju bloggi.
Annars vona ég að allt sé í góðu hjá þér og að þú verðir ekki of mikið fyrir barðinu á veðrinu þarna úti sem maður er að heyra um. Perla Líf er bara yndislega lúmst. Tók sko eftir því þegar hún var hjá mér í sumar og Ólafur er týpiskur gaur. Bara gaman að þau séu að þroskast þó svo að oft á tíðum getur verið um erfitt tímabil að ræða.
Ligg annars bara í rúminu á sjúkrahúsinu núna og hef ekkert annað að gera en kíkja bloggrúnt. Það er nefnilega búið að taka mig af lyfjunum og má ég ekkert hreyfa mig nema 2 tjellingar séu í eftirdragi. Tæknin er bara orðin svo mikil að maður nýtur þess að til sé eitthvað sem heitir þráðlaust net. Merkilegt alveg.
Takk fyrir hrikalega ljúfar kveðjur á mínu bloggi dúllan mín og við skjáumst nú fljótt.
Tína, 26.1.2009 kl. 17:47
Já það er sko á hreinu að það er ekki gaman að díla við þessa veiki þarna sem víst flestir fá á vissum aldri ómg. Skil þig vel enda að díla við þetta 3falt þessa dagana hérna. Annars gengur allt vel hérna megin og allir virðast vera sáttir við sitt. Förum í dag í viðtöl í skólanum hjá öllum og er það hlaup um allan skóla í klukkutíma milli hæða og út og inn aftur. En merkilegt samt það er passað að ég fái ekkert hlé á milli sem er líka gott. Ætlum svo að skella okkur í sund og vonandi fæ ég það í gegn að hann Róbert fái læstan skáp. Heyrumst dúlla.
Guðrún Anna Frímannsdóttir, 28.1.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.