Hverfum aftur til venjulegs lífs...
23.4.2006 | 18:39
Hæ Hó....hér er allt frábært að frétta. Mjög fín helgi að baki. Mín fór út að borða á föstudagskvöld og kíkti bara aðeins á djammið eða til 6 um morguninn. Það var sko mikið hlegið og daðrað en til þess er þetta líf nú hehe fékk nú ágætis tilboð um heimboð en ákvað að það væri hvorki tímabært né tími til að fara heim strax hehe .
Á laugardaginn var svo sardínuhátíð hér í Murciu, var komin á fætur kl 10 eftir 3 klst svefn því Birna vinkona frá USA hringdi og kjaftaði í klst eldsnemma um morguninn. Þrammað var niður í bæ að ráðast á Sardínukallana sem eru með poka fulla af dóti til að gefa krökkunum..... við náðum þónokkrum slatta. Síðan um kl 14 var farið á útiveitingastaði sem eru hér um allt í þessum 2 vikum fyrst páskavikunni og svo vorhátíðarnar. Þar er hægt að fá að borða allt það týpíska frá Murciu, við borðuðum á okkur gat en á meðan byrjaði að hellirigna.....sem betur fer vorum við á besta stað með þak yfir höfðinu sem skýldi(var úr járni) en hinn helmingurinn af veitingastaðnum stóð upp og fór haha. Svo var bara farið heim að slappa af. Í dag fórum við til Alicante að hitta Nabilu og Fissa sem er systir hennar sem við þekktum ekki. Það var brjálað rok þannig að ekki var hægt að fara á ströndina, vorum bara á röltinu og borðuðum á Burger King.
Erum nú komin heim, en Belen og Paula eru hér meðan mamma þeirra er í ökutíma, vonandi fer hann að verða búin er búin að fá nóg af látum.
Knús....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir af börnunum. Friðardúfan frábær.
Mamma
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.4.2006 kl. 20:57
Um að gera að njóta lífsins, hehe. Meðan maður er ungur og hress. Bið að heilsa Nabílu og co.
Mamma
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.4.2006 kl. 21:17
Það snjóaði í Reykjavík í dag. Og ég komin á sumardekk. Betra að fara varlega. Held mig heima í bili. Kem í júní í Spánarhitann og loftkælinguna.
Sjáumst.
Sóldís mamma og amma
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.4.2006 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.