Hér rignir.

Hæ hó, það er svosem ýmislegt búið að gerast síðan síðast.  Er reyndar ekki mikið búin að vera spila padel því það voru allir uppteknir og svo síðan á fimmtudag er búið að rigna hér...og það hellidemba allavegana fyrsta daginn.  En fyrir viku síðan létum við verða af því að fara aftur í húsið í sveitinni þar sem gerðist þetta með beinið....með puttana í kross að nú myndi þetta nú allt fara vel.  Sem og gerði, vorum þarna örugglega næstum 20 með börnum, grilluðum kjöt, steiktum geðveikar rækjur og svo var auðvitað bjór á boðstólnum.  Við áttum frábæran dag þarna og verður hann eftirminnilegur þar sem ekkert slæmt gerðist hahaha.  Rúllað var heim þegar vel var liðið á kvöldið og börnin mín gistu hjá Inmu og Javier..það eru samt einhver álög á húsinu hahaha  um miðja nótt vaknaði ég ...fór á klóið og það næsta sem ég man er að ég ligg á gólfinu...það hafði liðið yfir mig...vá mar...en engin spítalaferð hjá mér í þessari lotu.  En daginn eftir keyptum við Martin Churros og súkkulaði til að fara með heim til Inmu og Javier og var Javier þá farin á spítala því honum var svo illt fyrir brjóstinu.  Við hlógum ekki akkúrat þá en þegar það kom í ljós að þetta var vöðvaverkur...þá voru allir kátir.

Loksins eru allir pappírar að verða komnir til að gera nafnskírteinin fyrir börnin það er búið að taka á.  Á fimmtudaginn fórum við aðeins að kíkja á fólkið niðri í bæ en var komin samt heim um miðnætti, við hlógum mikið og höfðum það bara mjög gaman.  Sem þetta líf snýst um ....að njóta þess.  Í kvöld voru áætlaðir útitónleikar en fyrir rigningu á ég ekki von á því að þeir verði en við breytum þá bara um áætlun og gerum eitthvað annað skemmtilegt.  Börnin hafa það bara frábært...eða að flestu leyti.  Fór með Ólaf Ketil í ofnæmispróf á þriðjudaginn og haldið þið ekki að drengurinn sé með ofnæmi fyrir 1 plöntu og rykmaurum!!! Jæja það verður bara að taka á því en við erum allavegana búin að komast að því hvers vegna hann tók sig reglulega til og hnerraði þvílíkt. 

Krúttin mín er búin að setja inn fullt af nýjum myndum....endilega kíkið á þær og segið mér hvað ykkur finnst.  

Til hamingju til systur minnar sem er nýorðin amma...og náttúrulega foreldrana Siggu Evu og Árna með litla drenginn sem fæddist síðasta mánudag.  Auðvitað fær öll fjölskyldan kveðju frá okkur.

Knús til allra, hafið það sem allra best

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

haha gott að þetta var bara vöðvaverkur en ekki eitthvað annað. hafðu það sem allra best elskan mín og njóttu svo lífsins því  það kemur víst ekki aftur

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 10.5.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Til hamingju með daginn elskan mín..........

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband