Hi Hi
13.4.2006 | 21:29
Vá hvað segið þið nú gott!! ég reyndi að skrifa nokkrar línur úr okkar upptekna lífi á miðvikudaginn en þar sem ég var í vinnunni og talvan þar frýs alltaf þar......fór sem fór.....datt allt út!!!
En við höfum það alveg mjög gott, seinni dagurinn í menningarvikunni hjá krökkunum heppnaðist frábærlega Perla Líf stóð sig vel sem friðardúfa og Ólafur Ketill frábærlega með vinkonu sinni aftur sem kynnir hátíðarinnar. Þið megið vera stolt af þessum krúttum. Eina sem skyggði á daginn var að við fengum slaufu lánaða fyrir herra Ólaf Ketil, nema þegar ég þvoði buxurnar eftir fyrri daginn var silkislaufan í vasanum á buxunum!!! úff þvílíkt sjokk.
Síðan var brunað til Alicante með Perlu Líf til að geta farið út að djamma á laugardagskvöldið með Nabilu, Bélen og Önu. Fyrst fórum við út að borða á ítalskan veitingastað pizzu og salat mjög gott, við hlógum mikið og svo á djammið það var æði. Þangað til kl 5 um morguninn vá fullt af gæjum og læti.
Úff er að gleyma aðalatriðinu, fór að tala við gæjann á föstudeginum til að klára dæmið og þar sem hann sá allt eins enn, ekki næg ást ekki samband það er nóg ástæða!!! Mér líður miklu betur og það er sko nóg af gæjum hehe
Á sunnudaginn fór svo Ólafur Ketill í svona sumarbúðir en það var á sveitabæ og var þar í 4 daga!! Ég var ein í 2 daga en vá mar.....fór að heiman um kl 9 að morgni og komin heim um kl 21 að kvöldi...vinna til kl 18 og svo leikfimi og fjör. Er ekki enn búin að þrífa heimilið að fullu og þettta er ótrúlegt er búin að djamma svo mikið að það klárast aldrei að þrífa kotið. hehe. En þetta er sko allt í áttina.
Mamma hafðu það gott á Djúpavogi, bið að heilsa öllum þar og knús til fermingarbarnsins.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 14.4.2006 kl. 18:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.