Oasis Tropical, Almeria og Alicante.

Jább skruppum á 4stjörnu hótel sem heitir Oasis Tropical, það var bara góður matur, hlaðborð í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.  Síðan var spa sem kostaði bara 5€ og var það leigan á handklæði, sundhettu og baðskóm....úff þar var sko allt prófað fyrst áttiru að fara í þurrsauna svo í tyrkneskt sauna, svo kom sturtunudd og svo venjulegt sauna, alltaf þurfti að fara í volga sturtu á milli svo að þetta virkaði rétt.  Á eftir voru svo ávaxtapottur, kaldur pottur, pottur með steinum í botninum til að labba á og svo afslöppunin heitur pottur með nuddi og svo afslöppunarherbergi.  Þetta var svo yndislegt, ég hafði aldrei prófað neitt svona þannig að ég fór sko báða dagana og held að ég hafi hreinsað húðina bara ansi vel. Krakkarnir komu með mér á sunnudeginum en þau máttu ekki fara í neitt nema pottana, en fannst þetta samt frábært.  Við gerðum held ég lítið annað en að borða en jú....fórum á stað sem heitir vestrinn í Almeríu, þar hefur verið reistur svona gamaldags kúrekabær þar sem hafa verið myndaðar 5-6 kvikmyndir, sú síðasta Lukku Láki.  Þetta var mjög skemmtilegt að sjá og svo voru sýningar með kúrekum og þeir voru með byssur, hesta og fullt af látum hehehe, krakkarnir skemmtu sér konunglega.  Fengum óvænta sýningu þar sem kom lítill snákur inn á lóðina hjá veitingastaðnum og þar sem honum var ógnað reyndi hann að bíta frá sér og þá kom í ljós að hann var eitraður, þau náðu að drepa hann á endanum með kústskafti ehehhe.  Við spókuðum okkur um ströndina, týndum steina og nutum þess að vera saman.  Fyrsta kvöldið var galdramaður og tók hann Ólaf Ketill upp á svið og hvað haldið þið.....mamman var ekki með videomyndavélina né venjulega myndavél í för....hræðilegt.  Frábær ferð...svolítið stutt en mjög gaman.

Á sunnudeginum brunuðum við heim en stoppuðum stutt....fórum næstum beint til Alicante þar sem okkur var boðið að gista og svo bara að slæpast.  Við tókum Playstation 2 með og fullt af singstar og hlógum mikið og sungum mikið hehehhe. Ruben og Helena höfðu aldrei prófað þetta en fannst mjög gaman.  Slæptumst um Alicante á mánudag og svo loksins seinnipartinn heim!  Ég var farin að sjá í hillingum heimilið mitt, jább trúið því komið nóg af ferðalögum í bili en ekki lengi hahahhaha. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband