Árin færast yfir.....;)
12.3.2008 | 19:03
Jább ef þið hafið ekki tekið eftir því skall á mér eitt ár í viðbót um daginn hehe. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Minn kæri Fulgen bauð mér út að borða um kvöldið og gaf mér æðislegan jakka, svona sumarflík eða kannski vorflík hérna allaveganna og svo þegar hann fylgdi mér heim og upp var komið dró hann upp annann pakka og það var sko æðislegt úr frá Tommy Hilfiger ekkert til sparað svo sem.
Daginn eftir fórum við svo til Feneyja, það var frábær ferð, ekki mikið skoðað svosem þar sem þetta er í 3 skiptið sem við erum þar en það var frábært að hitta Mörthu vinkonu sem ég hafði ekki hitt í 6 ár og fá að kynnast syni hennar Daniel og manninum hennar betur Alessandro. Við fórum út að borða nokkrum sinnum og krakkarnir skemmtu sér líka vel. Veðrið hefði mátt vera betra þó að ekki getum við beint kvartað. Það var þoka eiginlega allann tímann og Ólafur Ketill var í fyrsta skipti pínu smeykur við lendinguna því flugstjórarnir settu sjálfstýringuna á fyrir lendingu því það var svo mikil þoka og Ólafur Ketill varð pínu smeykur við það, vissi ekki að flugvélin gæti þetta en allt er einhvern tíma fyrst og þetta gekk eins og í sögu. Þetta var upplifelsi eins og flest ferðalög og minnistætt.
Svo þegar heim kom var prófhrina hjá Ólafi Katli og honum gekk frábærlega sem er svosem ekkert nýtt, hann er frábær námsmaður. Síðustu helgi fórum við svo með Fulgen á laugardeginum út að borða til Alicante og á sunnudeginum var haldið upp á 80 afmæli frænda hans og vorum við um 20 manns sem fórum á ítalskan veitingastað saman. Áður en við fórum út að borða bauð Fulgen mér á tónleika sem voru reyndar stuttir en mjög skemmtilegir. Þetta var góð helgi og allt er á uppleið með vorkomu.
Til hamingju með að vera komin í heiminn litla Ragnhildardóttir!!!! Hún fæddist þann 10.03.2008 sama dag og Fulgen á afmæli, ekki slæmur dagur sem hún valdi sér. Ég færði elskunni minni nokkrar gjafir, rakspíra, kortaveski og íþróttaföt, einnig fékk hann nudd því hann var að drepast með eitthvað tak í bakinu. Það varð nú að dekra við hann þetta var nú einu sinni afmælið hans.
Jæja nú er að koma páskafrí og við erum að leggja land undir fót eina ferðina enn og skreppa til Madridar en hugsa að ég skrifi nú áður. Knús til allra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ gella og til hamingju með karlinn! Kom því ekki í verk að hringja í þig ( minn karl er nefnilega heima núna og svo var ég að vinna ) hefði nú átt að muna þetta því pabbi á afmæli sama dag- vinsæll dagur. Heyrumst fljótlega. Knús Þórey
Þórey (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:44
Sæl Guðrún
Ég ætlaði nú að kommenta við aðra færslu en þá eru víst tímamörk á því og ég of sein. Gott að heyra að þú hefur það betur og kíktir á innra manninn :) Léttir að heyra að bróðir þinn sé á batavegi. Er alltaf á leiðinni að hringja í þig, það verður kanski úr því um helgina hehe.
knús í bili
Dabba
Dabba (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.