Veikindi!!!!Oj

Hér er nú búin að vera vírus á ferð......það er á hreinu.  Perla Líf byrjaði á fimmtudaginn, sem var frídagur á að vekja mig eldsnemma því henni var illt í maganum, stuttu seinna kastaði hún upp.  Við vitum nú flest að börnin eru ótrúleg hún vildi lítið borða en svo seinnipartinn var hún sko nógu hress til að fara út að leika á hjólinu og allt. Hissa Loli og Zaida borðuðu hjá okkur um daginn, svo fór Zaida til annarrar vinkonu en Loli var hérna. Þegar hún fór þá skrapp til Bélen og við vorum þar í ca klst.  Ótrúlegt en satt að þegar Perla var að borða kvöldmat þá ældi hún aftur.

Allir voru hressir á föstudaginn, þangað til um kvöldið þá byrjaði upp og niðurgangur hjá mér, o my god, hræðilegt.  Fulgen ætlaði að koma og ég sagði honum að mér liði mjög illa en hann kom og meira að segja gisti alla nóttina til að passa mig. hehe.  Hann er yndislegur!!Hlæjandi  Ólafur Ketill byrjaði líka um nóttina og þar sem ég var að deyja þá gat ég ekkert sinnt greyinu, sagði honum að reyna að slaka á og reyna að sofa meira.Óákveðinn  Litla greyið mitt. 

Fulgen fór snemma til að fara að vinna og svo áttum við að fara að borða til að kveðja tengdó, varð að vera um helgi til að sem flestir myndu koma. En heilsan var......FýldurHissa ekki kannski alveg nógu góð til að fara borða veitingahúsamat!!!!Gráta  Reyndi en....það kom því miður mjög fljótt tilbaka.  Þannig að við fórum fljótt heim aftur. Öskrandi  Sem betur fer var krökkunum boðið í afmæli seinnipartinn þannig að ég fékk frið til að hvíla mig og jafna mig. 

Dagurinn í dag er svo búin að vera frábær, ég og Ólafur Ketill erum búin jafna okkur, þannig að við borðuðum morgunmat og hádegismat með Fulgen og co.  Svo fengum við fulla poka af fötum frá Miguel þannig að Ólafur Ketill drukknar í fötum á endanum hehe.  Á morgun skila ég VSK þannig þá er það frá!!! Jibbý.  Þangað til næst, vonandi er pestin ekki komin á klakann úff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Úff...gott að flensan er á undanhaldi,það er ömurlegt að fá svona nokkuð. Vona bara að ég sleppi við þessi ósköp. Annars var ég hræðilega dugleg í dag og sendi sögu í keppni, mér líður frábærlega núna og finnst ég hafa afrekað eitthvað stórkostlegt. YESS.!!! Núna set ég puttana í kross, vona að flensan sé búin hjá ykkur og að ég sleppi við hana. Annars gengur allt eins og í sögu. Bið að heilsa öllum, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.10.2006 kl. 21:53

2 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

hæ guðrún mín vonandi eru allir að hressast. maður kannast við þetta ælu stand það versta er að þurfa að hreinsa þessi ósköp upp ef þetta fer ekki á réttan stað algjör ógeð.annars er allt í gúddí hjá okkur. bið að heilsa öllum kveðja kata....

katrin sigmarsdóttir, 16.10.2006 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Takk fyrir það, reyndi nú að bjalla í fjörðinn og Bella var orðin eitthvað trekkt. haha. Endilega að kíkja á síðurnar krakkana og setja ummæli, það hvetur þau áfram.

knús til allra

Guðrún Helga Gísladóttir, 17.10.2006 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband