Sierra Nevada og Feneyjar.
26.2.2008 | 16:22
Jább tveir mjög ólíkir staðir, en það vill þannig til að ég var í Sierra Nevada með Fulgen um helgina. Við fórum á skíði á laugardaginn þó að spáin væri þannig að það yrði ekki hægt en við fengum þennan fína snjó og skemmtum okkur mjög vel. Höfum líklega skíðað í svona 3klst og vorum alveg búin á því eftir það. Það er svona þegar maður er ekki búin að fara á skíði í 2 ár. Við semsagt komum til Sierra nevada um kl 22 á föstudagskvöldi og vorum og íbúðahóteli sem er næst lyftunni til að komast upp. Eitt af flottari hótelum og auðvitað með þeim kosti að það er ekki hægt að komast nær brekkunum. Spáin áður en að við fórum var ekki sem best enda skíðuðum við bara á laugardeginum en snjórinn hefði ekki getað verið betri, það fór svo að rigna seinnipartinn. Við vorum bara í rólegheitunum að tala um daginn og veginn og okkar samband sem er ekki alveg á réttri braut núna og erum við að hugsa um að ljúka því en það er ekki alveg komið í ljós. Það getur nú verið ein af skýringunum af dvalanum sem ég hef verið í enn ég elska þennan mann mjög mikið en þar sem hann er ekki alveg tilbúin þó að hann elski mig mikið líka að gefa mér það sem ég þarf og vil þá verður það líklega helsti kostur okkar.
Næstu helgi eða núna á fimmtudeginum er ég að fara með börnunum mínum til Feneyja að hitta gamla vinkonu sem ég kynntist í Madrid 1996 til að vera hjá henni og fjölskyldunni hennar. Vá það verður frábært. Við verðum fram á mánudag og missa börnin því 2 daga úr skólanum en þar sem þeim gengur svo vel að þá er það bara í góðu lagi.
Annars gengur lífið sinn vanagang og sem betur fer er aðeins farið að hækka hitastigið og sólin á lofti, það lyftir manni upp. Bróðir minn er á batavegi og nú fer að fjölga í fjölskyldunni heldur betur von á einu hjá Ragnhildi frænku og svo hjá Diddu sem á nú afmæli í dag TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!! og Sigmari frænda sem búa núna í Danmörku.
Jæja nóg í dag, set kannski myndir eftir helgi úr ferðalögunum báðum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vona að mál ykkar Fulgens fari að skýrast því oft er verst að vita ekki næsta skref og vera í óvissu. Það er aldeilis flækingurinn á þér núna skvísa, væri alveg til í að geta skroppið í smá sól. Alveg magnað eins og þið Fulgen, og reyndar krakkarnir líka, eruð dugleg að taka myndir, hvað fáar birtast hér inni á síðunni. Mátt alveg vera duglegri við það, ég er svo forvitin sko, þú ættir að vita það. Hlakka til ef þú setur nokkrar inn úr ferðalögunum. Hafið það svo rosa gott öll þrjú í Feneyjum ;0) Kossar og knús Þórey og co.
Þórey (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:42
Hæ sætust !! Takk fyrir afmæliskveðjuna !!!
Aron Blær var að horfa á mynd í tölvunni, þannig það fattaðist ekki að það væri að hringja úr skype ;) Svo varst þú náttla farin þegar við ætluðum að hringja til baka haha týpiskt !! verðum bara ná á hvort annað seinna !! Láttu þér líða vel skvísa og skemmtu þér vel með krökkunum í Feneyjum !!
Hugsum til þín !!
kveðja frá Danmörk
Didda, Simmi og Aron Blær
Didda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:19
Innilega til hamingju með daginn Guðrún mín ! Hafðu það gott í dag. Afmæliskveðjur Þórey og fjölskylda. P.s. Heyri kannski í þér í kvöld.
þórey (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:02
Hæ sæta, til hamingju með daginn.
Vonandi fer þetta að skírast með þig og Fulgen, það er svo erfitt að vita ekki hvað á að gera en svo er það svo gott loksins þegar maður tekur ákvörðun, hver sem hún er. Farðu vel með þig og skemmtu þér vel í Feneyjum.
Kv. Anna Lára og Reginn Freyr
Anna Lára (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:46
Til hamingju með afmælið skvís kveðja frá Danmörku
Didda, Simmi og Aron (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:38
Takk elskurnar fyrir afmæliskveðjurnar, það er svo gott að vita að maður á fjölskyldu, vini og kunningja sem muna eftir manni þegar maður er á svona krossgötum. Didda mín um daginn langaði mig svo að óska þér til hamingju með daginn en það var gert á síðunni á endanum því það var engan veginn hægt að ná á þér sæta. Vonandi er biðin ekki að gera útaf við þig....fyrir utan að stelpan átti að koma í dag!!
Jább það er mikilvægt að taka ákvörðun ég er búin að vera með mína í meira en mánuð tilbúin að hætta en gef alltaf smá séns...en er enn á þeim buxunum að þetta sé búið og ég sé nokkurn veginn búin að sætta mig við það líka. Það er nóg af fólki þarna úti!!! Fulgen býður mér nú samt út að borða í kvöld í tilefni af afmælinu mínu hehe.
Knús til ykkar, Luv ya
Guðrún Helga Gísladóttir, 27.2.2008 kl. 20:11
Hæ ! Á ekki að fara að skella inn myndunum sem búið var að lofa okkur ????
Þórey (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.