Hugleiðingar um lífið.
11.2.2008 | 21:15
Halló allir. Jább vonandi verður þessi færsla til að ég komi úr dvalanum sem ég er búin að finna mér og ja kemst nú varla útúr þó að ég feginn vildi. Það eru endalausar uppákomur í þessu blessaða lífi og þær virðast ansi margar vera neikvæðar í kringum mig þennan veturinn. Ég er búin að liggja í dvala og reyna að kynnast sjálfri mér og minni innri manneskju til að geta orðið einhvern tíma betri manneskja en ég er í dag. Við höfum öll gott af því að fara inni í okkur stundum og virkilega grafa og leita og skoða. Ég hef allavegana haft mjög gott af því. Hef lært að ég hef kannski ekki verið nógu ákveðin að standa á mínu, hversu mikil áhrif fyrirgefningin getur haft, ræða málið er það mikilvægasta í lífinu sem við höfum og ég held að oft tölum við of lítið saman til að segja okkar skoðanir hvort á öðru....ATH án þess að rífa hina manneskjuna í sig eða rífast.
Við sjáum mjög oft ekki okkar eigin vitleysur eða hluti sem við gerum nokkuð vel en gætum gert þó nokkuð betur ef okkur væri bent á það. Fólk er mjög hrætt við að kynnast sínum innra manni oft á tíðum, við reynum að komast hjá því að skoða það sem við vitum kannski að við gætum gert betur því það er ótrúlega óþægilegt og erfitt að játa að maður hafi galla. En við höfum þá öll, mjög mismunandi og þeir hrjá okkur mismikið en margt í mínu lífi hefur brunnið á mér undanfarið og það varð til þess að ég fór inn í mig hehe. Ætla sko að halda áfram að koma útúr skelinni, segja mína skoðun, þó án þess að særa neinn vonandi en til leiðbeiningar fyrir mig og aðra. Standa á mínu, ég hef komist að því að ég er manneskja sem þarf mikla ást, umhyggju og að fólk miðli því til mín á einhvern hátt. Held að ég reyni að gera það sama við vini og fjölskyldu.
Jæja að öðru leyti höfum við það ágætt, ég er reyndar búin að fara í heilaskanna vegna svimans, þar sem ég fæ niðurstöðuna á morgun en þá þarf að lesa úr þeim. Taugasérfræðingurinn fann ekkert að mér, allar prufur sem hún gerði eðlilegar. Reyndar komst ég svo að því í síðustu viku að sjóninni minni hef hrakað mikið undanfarin mánuð....hvers vegna eða hvort að það tengist svimanum það kemur í ljós þegar ég fer til taugasérfræðingsins aftur. Börnin hafa það flott Ólafur Ketill stendur sig eins og hetja í prófunum eins og alltaf, finnst gaman í píanótímunum og Perla Líf er bara skemmtileg, reynir að komast hjá því að læra og er mjög ólík bróður sínum. Hún hefur verið miklu betri af asmanum þennan veturinn sem betur fer. Ég er alltaf í padel en hef verið löt í annarri leikfimi þá sérstaklega útaf þessu með svimann og það vesen. Er núna búin að skrá mig á padelmót sem byrjar örugglega í mars.
Það sem er mest að hrjá okkur núna að elsti bróðir minn liggur þungt haldinn á spítala vegna heilahimnubólgu. Þetta tekur mikið á að vera svona langt í burtu, þegar fjölskyldumeðlimir eru mikið veikir, maður myndi vilja geta styrkt fjölskylduna í nálægð og farið að heimsækja hann og senda honum styrk þannig en bænirnar sem við sendum honum héðan eru vonandi nógu sterkar og komast til hans að öllu því afli sem við sendum þær. Elsku fjölskylda, hann mun ná sér!!! Við leyfum ekkert annað.
Í þessum dvala sem ég hef verið hef ég fengið mikinn stuðning og hef sko þurft á honum að halda. Finnst ég vera að styrkjast í þessu öllu saman og í áttina að finna mitt sjálf. Góðar vinkonur, mágkonur og fjölskyldan hefur verið þarna, úff sem betur fer.
Jæja vonandi fer nú veturinn þarna á klakanum að láta undan og leyfa ykkur að fá smá hvíld og betri tíma, ekki hefur hann nú verið til að bæta það hef ég séð. Vorið kemur nú með sól og birtu á lofti og jákvæðari tímum ég finn að þetta ár mun batna!!
Knús til ykkar!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl,
Ég skrifaði hér í gær en það hefur einhvernvegin ekki skilað sér.
Mér finnst afar leiðinlegt að heyra með elsta bróðurinn sem ég veit vel hver er. Vona sannarlega að hann fari að hressast og nái fullri heilsu.
Gott hjá þér að tjá þig um þín málefni sem geta verið miserfið. Það sem kemur út úr svona innri vinnu verður alltaf til þess að fólk verður ríkara á eftir. Svo að líttu bara á þennan tíma sem uppbyggingartíma skvísa mín þótt þér þyki það kannski ekki við hæfi núna. Sendi þér fullt af jákvæðri orku inn í þínar aðstæður og mundu að horfa á alla jákvæðu hlutina sem eru í kringum þig.
Já og ég veit ekkert hvað þú ert að tala um í sambandi við galla! Ég kannast bara ekkert við neitt slíkt, hvorki hjá þér né mér :-)
Bið innilega að heilsa ormunum okkar, Ólafi og Perlu.
Knús Þurý
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 15.2.2008 kl. 10:14
Sæl Guðrún mín, ég hef ekki kíkt við lengi. Gott að Ólafi gangi svona vel í skólanum, ég hef alltaf haldið því fram að hann sé svo skýr og skemmtilegur og ekki er hún Perla líf verri, alltaf svo skemmtileg og sæt. En ég vona að það fari nú að koma í ljós hvað er að hrjá þig. Ég var bara að komast að þessu með bróðir þinn hérna á síðunni. Vonandi fer honum að batna, pabbi ætlar að hringja í mig og láta mig vita strax og e-ð er að frétta af honum.
Knúsaðu krúttin mín fyrir mig.
Kv. Anna Lára og Reginn Freyr
Anna Lára (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:49
Sæl og bless,
Langt síðan ég hef síðast sest niður og farið á bloggsíður, en ætti að gera það oftar sé ég. Vona að þið hafið það gott öll sömul og að þú fáir góðar fréttir hjá læknunum. Verðum í bandi sem fyrst. Áslaug
Áslaug Lind (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.