GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

Bestu nýárskveðjur til ykkar allra bestu vina og vandamanna sem fyrirfinnast. Vonandi hefur gamlaárið kvatt ykkur með stæl eða á þann hátt sem þið helst kusuð...í rólegheitum eða á svaka djammi!!!  Ég var í rólegheitum með kvöldverðarboð heima hjá Fulgen með vinafólki, grilluðum heilt lítið svín, það er ekkert smá gott.  

Ég fékk jólagjöfina mína í dag þar sem hér eru aðalpakkajólin í dag.  Ég fékk þessa geðveiku videomyndavél sem mig er búið að langa í síðan börnin mín fæddust.  Þetta er orðið að veruleika og nú er að vera duglegur að taka þau upp bak og fyrir.  Hvort það kemst hérna inn á síðuna er svo annað mál heheh, þið sem þekkið mig vitið um hvað ég er að tala eheh. Ok ég skal reyna að standa mig betur :)

Með ósk um að þetta nýja ár uppfylli allar helstu óskir ykkar og verði til gæfu og góðs á öllum sviðum.  Sjáumst hress í sumar og ef fyrr þá er það bara hið besta mál.

Áramóta og saknaðarkveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilegt ár....og videómyndavél.....frábært.

Áramótin í rólegri kantinum, hérna megin, en frábær og þau boða sko gott. 

 Heyrumst.....Sóldís Fjóla 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband