Gleðileg jól vinir og vandamenn!

Gleðileg jól allir, er svolítið sein í þessu en er búin að vera á heimilli n°2 að undanförnu og lítið verið við tölvuna, því hér er bara talvan hans Fulgen og þá er spurning um að grípa hana þegar hann er ekki að nota hana sem getur nú bara verið svolítið flókið mál.  Reyndar ætti ég nú frekar að segja Gleðilegt ár og geri það hér með en þar sem ég var ekki búin að óska gleðilegra jóla hér á netinu að minnsta kosti verður maður að gera það.

Ég vil byrja á því að bjóða nýjasta fjölskyldumeðlimin velkomin í heiminn, lítil frænka sem fæddist í gærkvöldi, barnabarn Ísleifs bróðurs.  Vona að hamingjan sé að gera útaf við þau á þeim bæ.

Takk fyrir öll fallegu jólakortin, reyndar komu þau flest eftir jól en það  var sko ekki ykkar sök.  Hér fóru póstburðarmenn í verkfall 3 dögum fyrir jól þannig að allt var stopp.  En ég held nú að ég sé búin að fá þau flest.  Það sem er að frétta af mér að ég varð hundslöpp og veik strax daginn eftir að krakkarnir fóru....ekkert smá fúlt því ég ætlaði svo að vera á búðarrápi, fara út með vinkonum mínum og hafa það notó en það varð lítið úr því þann föstudaginn.  En á laugardeginum fyrir jól fór ég nú bara samt á búðarráp þó að ég væri með svima og hálfgerða ógleði og það smátt og smátt lagaðist.  En það á nú ekki að hrósa happi of snemma því svo núna á miðvikudag byrjaði sviminn aftur og þá fór mér nú ekki að standa á sama!!!  Hafði fengið þetta í haust og hélt að það væru axlirnar og vöðvabólga sem væru að hrjá mig en nú er þetta að koma aftur.  Fór í blóðprufu og það kom allt frábært út úr henni nóg af járni og kólesterólið á góðu róli....semsagt ekkert að mér sem angrar mig meira en allt því ég er enn með svima og viðbjóð.  Nú á ég tíma hjá eyrnalækni til að reyna að komast að hvort þetta stafi frá miðeyranu en þetta hljómar fyrir mér að þeir finni ekkert að mér og þetta sé eitthvað sem erfist því pabbi er alltaf með svima af og til og ekkert finnst að honum.  Mér finnst það óþolandi tilhugsun að ég sé komin með einhvern svima til að vera....til æviloka ojbara!!

Jæja en jólin eru búin að vera róleg, á aðfangadagskvöld vorum við heima hjá Jose og Chiqui með allri fjölskyldunni, reyndar voru börnin hans Fulgen ekki því þau voru í Cartagena með móðurfjölskyldunni sinni.  Jólasveinninn er farin að gefa mér hrukkukrem sem hljómar nú ekki nógu vel hahahahha.  Vorum svo með mömmu Fulgen, frænda og systur á jóladag.   Semsagt alls ekki búin að vera ein, þetta er búið að vera notalegt og rólegt.  Fórum í bíó að sjá The Legend í gær með vinum og það var bara nokkuð góð mynd.  Will Smith er rosa gæi mar, þvílíkur kroppur ehhe. 

Börnin hafa það gott á klakanum og eru sæl með að það hafi snjóað þó að það virðist hverfa hratt hjá ykkur í dag í þessum viðbjóð sem þið eruð að upplifa.  Ég held að ég hafi bara aldrei munað eftir þvílíkum vetri með vindi og rigningu að það þurfi að aflýsa flugi, skólum og öðru.  Úff maður þá get ég sagt að ég öfundi ykkur ekki, hér er hæglætisveður frekar svalt eða 4° til kannski 12° þannig að maður getur ekki kvartað í raun.

Ætla enda þetta á að segja GLEÐILEGT NÝTT ÁR og takk fyrir öll þau liðnu.  Sjáumst hress og kát á nýju ári 2008 verð á klakanum í ágúst.  Snemma í að láta vita, svo að maður geti hitt sem flesta!!

Jóla og áramótaknús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilegt ár, Guðrún.

 Já,og til hamingju með litlu frænkuna. Stelpurnar hafa vinningin í þessari fjöskyldu, þ.e. hjá Ísleifi og Arndísi.

Verst þetta með svimann og ógleðina, vonandi lagast allt á nýju ári.

Bið að heilsa öllum, Fulgen og fjölskyldu, og auðvitað sjálfri þér,með bestu nýárs-óskum og knúsi.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Gleðilegt ár Þröstur og Svala.  Auðvitað sjáumst við á Spáni, heill mánuður er of langur tíma til að vera með afsakanir.

Vonandi hafið þið það frábært.  Áramótakveðja Guðrún Helga

Guðrún Helga Gísladóttir, 6.1.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband