Vikan senn á enda.

Jæja nú er komið að smá skrifum, annars er merkilegasta fréttin sú að við eignuðumst nýjan frænda í gærkvöldi.  Hún Anna Lára dóttir Kalla bróður eignaðist stærðarstrák eða jafn stóran og Ólaf Ketil þegar hann fæddist.  Hann var 16 merkur og 53cm.  Til hamingju til nýju foreldrana og einnig til Kalla bró og Elínar, Þuríðar ömmu barnsins og bara allra.  Ég er orðin afasystir hahaha.  Virkar eins og maður sé orðin elliær....þá meina ég sko orðið hehe. Hlæjandi

Hér gengur lífið bara sinn vanagang, börnin eru byrjuð í Tennis og Perlu Líf finnst þetta voða gaman.  Ég byrjaði líka loksins að geta farið í leikfimi þar sem barnagæslan er komin í gang.  Var svo dugleg á mánudaginn að í gær dó ég úr harðsperrum.  Gat bókstaflega ekki hreyft nokkurn magavöðva, Fulgen kom að kíkja á okkur í gærkvöldi og ég hló svo mikið útaf verkjunum í maganum að það var þvílík skemmtun.  Jose María og konan hans eiga brúðkaupsafmæli í dag og það verður mjög líklega haldið upp á það um helgina.

Annars er nóg að gera, Ólafi Katli er boðið í afmæli á morgun, Perla Líf gistir hjá vinkonu sinni því okkur Fulgen er boðið í afmæli til vinkonu minnar Henar en því miður verður lítið úr að við förum þangað því okkur er víst líka boðið í virðulegt kvöldverðarboð til vina hans úff hehe en það verður bara fínt.  Gellurnar vinkonur mínar vilja fá mig á djammið en ég verð að vera heiðarleg að er ekki að nenna.....er ekki orðin svona gömul en finnst ég alveg hafa tekið þetta út fyrir árið þarna fyrri part árs þegar ég gerði ekki annað.  Fyrir utan þegar maður var innan við 20 ára og alltaf á lífinu.

Endilega kvitta, langar að vita pínu af ykkur...jájá myndirnar!!!!

Knús til ykkar allra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hringdi í Kalla til að fá fréttirnar með strákinn, svo ég er búin að óska honum til hamingju. Sendi Þurý tölvubréf með hamingjuóskum og er búin að fá svarbréf. Talaði svo við Hrafnhildi og lét hana vita. Svo það eru hamingjuóskir á fullu. Ég setti meira að segja smánótu inn á bloggið mitt um barnið. Hehe...Gott að heyra að allt gengur vel á þínum bæ. Allt er sem sagt í góðum gír. Bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og auðvitað Fulgen. Og öllum sem ég þekki. Afmæliskveðjur til Henar og takk fyrir síðast, ef þú heyrir í henni. Kveðjur, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.9.2006 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband