Brúðkaup og flott.

Daginn í gær var allt á fullu, við vöknuðum rúmlega 9 og þá þurfti að fara fljótlega að borða morgunmat og taka sig til.  Þurftum að fara til Alicante að sækja Nabilu og Arslan sem voru svo góð að vera hjá krökkunum á meðan brúðkaupið fór fram.  Ég var reyndar búin að vera að vakna frá því kl 5 um morguninn vegna úrhellisrigningar og því sem því fylgdi, þrumur og eldingar.  Hugsaði úff.....veðrið sem við fáum, til að vera fínn og sætur.

Vorum komin heim rúmlega eitt, þá brunaði ég í El Corte Ingles til Mariu Dolores vinkonu minnar sem vinnur við snyrtivörur og hún málaði mig svona geðveikt flott.  Það tók sko sinn tíma þannig að þegar ég kom heim var stelpan hennar Loli farin að bíða eftir mér til að greiða mér.  Þetta var sko minn dagur, njóta þess að láta stjana við sig ehhe, ekki oft sem að maður getur leyft sér það. Borðaði á hlaupum og svo kom sæti kallinn minn að sækja mig og Tomas, Beatriz komu líka svo að við gætum farið öll saman. Það stóðst ég var stórglæsileg þó að ég segi sjálf frá.

Úff þetta var sko öðruvísi en á Íslandi, líka þar sem þú þekkir hvorki brúðhjónin né nokkurn annan þá var kirkjan hundleiðinleg haha, fyrir utan að vera á spænsku. Svo var þvílík bið eftir að brúðhjónin kæmu sér útúr kirkjunni, mér var orðið ansi illt í fótunum á mínum háu hælum. Fórum svo á einhvern stærsta veitingastað sem ég hef séð, honum er reyndar skipt í 10-15 veislusali og þvílíkir garðar að það er ótrúlegt.  En þar tók við önnur klst bið upp á endann og fæturnir voru ekki mjög hamingjusamir.  Borið var í okkur nóg af mat og drykkjarföngum það vantaði ekki.  Maturinn var svo frábær að maður borðaði oft yfir sig.  Rækjur, ostur, smokkfiskur, svínasteik og þetta er bara hluti.  Dönsuðum aðeins sem var í fyrsta skipti sem ég dansa við minn mann og mér leið stórkostlega, æi sorry ég hljóma hrikalega eigingjörn og eitthvað en það gengur bara allt svo frábærlega að það er til að segja frá því.

Tengdó gamli vakti okkur svo í morgun hahah, drifum okkur á fætur eftir það og borðuðum morgunmat með þeim.  Svo er dagurinn í dag búin að vera tileinkaður Nabilu og krökkunum.  Frekar rólegt eða eins rólegt og það getur verið með börnin.

LOFA að fara að setja inn myndir.....þið megið alveg skamma mig, þetta gengur ekki.

knús til allra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært að heyra að dagurinn gekk svona vel í brúkaupinu og öllu í kringum það. Ég öfunda þig ekki að vera á svona hælaháum skóm, ef maður er þreyttur í fótunum getur það eyðilagt alt. En alt gekk svona frábærlega vel, flott að Nabíla passaði, gott að fá svona hjálp. Bið að heilsa öllum, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.9.2006 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband