Spennan eykst!!!!!!!
22.9.2006 | 20:09
Jæja úff sorry en það styttist í brúðkaupið, verð að segja ykkur að ég er nú bara pínu (fullt) stressuð. Er byrjuð að lakka neglurnar á tám og höndum, hef mikinn áhuga að vera sem glæsilegust, þar sem ég er í fyrsta skipti að fara með kærastanum mínum Fulgen í svona opinbera veislu. Veit að það hefur ekkert áhrif á hvort hann elskar mig meira eða minna en þetta er fyrir mig. Langar að brillera.....æi ég veit ekki hvað er að mér hahah en held að þetta sé bara góðs viti ekkert annað. Hef nú ekki getað farið á hjólið í 2 daga þannig að einhver auka kíló eru þarna til staðar enn....en ekkert hræðilegt. Meira að segja að barnapössunin er að ganga upp sem þýðir bara að þetta verður æði og enn betra.
Er búin að vera stússast í pappírsveseninu útaf matsalnum fyrir krakkana, hlýtur að reddast úr þessu þetta eru ég veit ekki hvað....þetta lið sem er opinbert hér. AULAR
Hitti tengdó í dag eða aftur því ég hafði hitt hann áður en aldrei sem tengdadóttir, úff haha. Hann vissi bara ansi margt um Ísland og virtist hafa áhuga á að heimsækja okkar fagra land. En hann er nú komin til ára sinna þannig að ég veit ekki hvort það rætist en það er náttúrulega aldrei að vita. Hann er ótrúlega hress og konan hans líka sem er frá Mexíkó, eru að hugsa um að flytja til Spánar en það kemur mjög fljótt í ljós á ég von á. Jose Maria og Fulgen vilja allavegana fá hann hingað.
Nú er búið að vera mikið skýjað og það er bara notalegt. Hitinn fer þá ekki í mikið meira en 30° og það er þessi þægilegi hiti. Í dag fórum við á bókasafnið og það fannst Ólafi Katli og Perlu Líf gaman. Perla Líf var úti með vinkonu sinni en Ólafur Ketill var með mér heima.
Gleymdi alveg að segja ykkur frá djammlífinu mínu hehe Fór á djammið á miðvikudagskvöldið.....er ekki í lagi heima hjá mér úpps. En þetta var upphafið á nýju tímabili hjá djamminu hér en til að vera hreinskilin þá var ég nú komin heim til mín um kl 2 og þá var ég búin að vera klst hjá Fulgen að kjafta og knúsa hann, æi það er svo gott. Vona að þið njótið öll dagsins í dag og bíðið ekki með góðu og yndislegu hlutina. Þetta líf flýgur frá okkur.....verður að njóta þess og ekki hugsa um og eða hafa áhyggjur.
Kossar, Njótið þess að elska og vera elskuð LOVE YOU
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ástin lengi lifi. Núna gengur allt upp, lífið er frábært. Verður ekki brúðkaupið í dag? Góða skemmtun.
Ég fór í gær í Góða Hirðinn og hitti fullt af fólki, komst reyndar að því að fólk hittist þar í hádeginu á föstudögum og drekkur saman kaffi og spáir í tilveruna. Ég hitti rendar konu þar sem ég þekki og enduðum við með því að borða saman. Það var frábært, svo fór ég heim með henni og fór ekki heim fyrr en um miðnætti. Enn og aftur góða skemmtun í brúðkaupinu, bið að heilsa Ólafi og Perlu og öllum sem ég þekki. Heyrumst, Mamma og amma Sóldís.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.9.2006 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.