Hasarfréttin...
15.10.2007 | 17:55
Hún kemur en því miður vantar upp á lögregluskýrslur og fleira og má þá lítið kjafta um málið en ég er ok og ekkert við þetta viðriðin nema ég var þarna, vinn þarna haha.
En hérna gengur lífið meira og minna sinn vanagang, mikið búið að vera með fjölskyldunni hans Fulgen vegna veru pabba hans og konu hér. Það er búið að rigna frekar mikið hérna og er svona upp og ofan hvort hægt er að fara í tennis og padel suma daga. Nema viti menn að ég fór í padel á fimmtudaginn þegar var búið að rigna mikið fyrripartinn og auðvitað var allt rennblaut.....maður þurfti að læra upp á nýtt hvernig boltinn skoppaði því hann gerði það nú bara varla neitt.
Kom snemma í tíma og var heppinn að því leyti að mér var leyft að spila í 30 min með hópnum á undan, þar græddi ég mar...hehe. Síðan kom að mínum tíma og þá vorum við mjög fá, þannig að 2 hópum var skellt saman en það passaði ekki mjög vel heldur. Kennarinn minn bauð þá 4 að spila og ég myndi bara spila ein á móti honum, ég tók því, maður getur nú lært helling af því. Hann reyndi að gera útaf við mig með að láta mig hlaupa slatta á eftir boltanum en það vantaði nú alveg videokameruna því hún ég dúndraði sjálfri mér á glervegginn af öllu afli í einum eltingaleiknum við boltann.....náði því miður ekki boltanum en ég meiddi mig slatta á olnboganum og mjöðminni við áreksturinn. Það hefði bara verið fyndið að ná þessu á video. Eftir það var kennarinn minn alltaf að vara mig við veggnum hahaha þetta var bara spaugilegt.
Er síðan reyndar búin að vera með svima sem kemur örugglega frá herðum og hálsi, nú verð ég að fara til sjúkraþjálfara að láta nudda mig að reyna ná þessu stressi úr mér. En lífið heldur áfram og ekki þýðir að kvarta!!! Börnin hafa það gott og skemmta sér vel í skólanum og öllum tómstundunum. Jæja vona að þið hafið það öll alveg frábært.....þangað til næst.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.