Kvefið á undanhaldi.
8.10.2007 | 19:35
Jæja nú erum við greinilega aðeins að venjast haustinu. Ég reyndar varð hálf lasin mánudag og þriðjudag en ég er búin að hrista það af mér sem betur fer. Það kom þvílík rigning í síðustu viku og ég festist í ca hálftíma rétt hjá heima því ég fór labbandi án regnhlífar sem hefði nú reyndar að litlu gagni komið því þvílíkir voru pollarnir að maður varð þá bara blautur neðan frá og upp. Ég hætti mér útí rigninguna þegar það versta var afstaðið en kom auðvitað heim á floti, hætti fljótlega að gera mig að fífli að reyna að stökkva yfir pollana því þeir voru svo stórir að maður varð bara að vaða upp að ökklum.
Þurý og Arna Bára komu einmitt í heimsókn til Murciu þann daginn en þær ákváðu samt að fara ekki mjög seint vegna myrkurs og veðurs. En nú er helgin búin að vera mjög fín og það hefur farið yfir 30° á daginn, frábært.
Það er búin að vera fjölskylduhelgi og góðgerðar líka. Fulgen og ég byrjuðum á að fara í góðgerðarkvöldmat á föstudaginn til styrktar læknum sem fara reglulega til Afríku að hjálpa fólki þar. Þvílíkan heiður sem þau eiga skilin, það er sko ekkert smá, aðstæðurnar hræðilegar og ýmislegt sem mikið af fólki myndi ekki hætta sér í þó að því væri borgað. Á laugardagsmorgun herti ég mig upp og dreif mig með börnin að hitta fjölskyldu á Benidorm. Þar voru Guðrún Helga nafna mín, maðurinn hennar Kristján og svo Helga frænka mín sem ég heimsótti einu sinni til LA í Californiu. Það lá mjög vel á þeim og veðrið var ótrúlega gott, var að stikna þarna hjá þeim í sundlaugargarðinum en hefði nú samt ekki hætt mér í ískalda sundlaugina, ÞAÐ ER KOMIÐ HAUST. :) Fórum svo til Torrevieja nánar tiltekið Los Altos til Þurýjar og Örnu Báru, fórum í göngutúr og komum við í búðinni í leiðinni, gistum þar og borðuðum við góðar móttökur. Takk fyrir okkur Dúllurnar okkar.
Að lokum var fjölskyldumáltíð í Murciu á Sunnudag, semsagt öll fjölskyldan hans Fulgen við vorum í allt um 18 manns og það var rosa fínt, var þetta í tilefni afmæli systur hans Conchi og mömmu sem á reyndar afmæli í dag. Líka auðvitað að pabbi hans og kona eru stödd hérna í tæpar 3 vikur og það er alveg frábært að fá þau allaleiðina frá Mexíkó.
Það er búin að vera hasar í vinnunni, löggumál og dæmi....segi ykkur meira seinna!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún og co.
Flott hvernig þér tókst að hrista af þér flensuna, hún getur nefnilega varað í lengri tíma. Gott að krakkarnir fengu ekki þessa pest og að þau eru heilbrigð,að mestu.
Þurý og Arna Bára hafa sem betur fer fengið sól, að hluta í þessari ferð ekki bara rigninguna. Þá hefur ferðin heppnast hjá þeim.
Það er svo frábært verk sem þessir, ,,læknar án landamæra," vinna, þaðer örugglega rétt hjá þér, að venjulegt fólk myndi ekki fara á þessi svæði þó þeim væri borgað fyrir það. Hvernig fólkið á þessum svæðum lifir, er okkur sem lifum í örygginu, hulinn ráðgáta.Þetta er allt saman svo hræðilegt að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur það, við sjáum þennann hrylling bara á myndum og getum varla horft á það. Þettafólk á skilið medalíur fyrir þetta framtak, læknarnir eru að hætta lífi sínu til að aðstoða þetta vesalings fólk. Erum við eitthvað að kvarta?
Gott hjá þér að fara, með börnin, og heimsækja nöfnu þína og frændfólk á Benidorm. Mér finnst það meiri háttar og þér og þínum til sóma.
Bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og svo auðvitað Þurý, Fulgen og öllum hinum sem ég þekki. Mér finnst það aðdáunar vert að pabbi hans Fulgens og konan hans skuli koma allaleið frá Mexikó til að hitta ykkur öll sömul. Gott mál.
Knús til allra....og ekki má gleyma þér sjálfri, aðalmanneskjunni. Þú ert nefnilega bakbeinið í þessu. Kveðja..... Mamma og amma Sóldís og fleira.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.10.2007 kl. 09:21
hmm ég bíð spennt eftir hasarfréttunum, ég vona að allt sé í lagi þó :Z
Dabba (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.